Komin aftur

Ég er búin að vera í smá blogg leti, ég var að vísu næstum því búin að klára bloggfærslu á mánudaginn þegar að rafmagnið fór af og allt hvarfAngry

Hef haft nóg að gera, er í ferðanefndinni í handboltanum hjá strákunum, við erum að fara í næsta mánuði með þá á mót á Akureyri, 50-60 strákar 10-12 ára gamlirWizard

Yngri prinsinn er búin að vera ofsakátur, hann er búin að missa tvær barnatennur á 4 dögum, þá er hann í heildina búin að missa 6 stykki og er að verða 11 ára í haust. Hann er svo sparsamur þessi elska, vill fullnýta barnatennurnar áður henn hann tekur fullorðinstennurnar í notkun. 

Gísli systursonur minn sem er næstum einn af mínum börnum, var að trúlofast á föstudaginn. Hann náði sér í eina af fallegustu og yndislegustu stelpunum á Þorlákshöfn.

512_IMG_0147 - Copy copy copy

 

 

Elsku Gísli og Ragnheiður, hjartanlega til hamingju með trúlofunina.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

   

Gísli minn það er eins gott að þú verður góður við Ragnheiði, því hún er sjaldgjæfur gullmoli.

Í fyrradag varð rafmagnslaust hjá okkur í tæpa 5 klukkutíma, ég átti auðvitað að mæta í sjúkraþjálfun og þurfti að komast í sturtu. Baðherbergið er gluggalaust, þannig að þá var baðherbergið bara upplýst með kertum svo ég gæti nú þrifið mig. Hjá sjúkraþjálfurunum var sama ástand, allt rafmagnslaust, þannig að þá gat ég bara hjólað og komist aðeins í tækin. Ég hló mig máttlausa á meðan ég var þar, það kom einn sem átti tíma í þjálfun og hann þurfti nauðsynlega að komast á klósettið, sem var auðvita gluggalaust og almyrkvað. Þjálfararnir bentu honum á það, en maðurinn sagðist nú alveg geta sest niður og gert það sem hann þurfti og svo væri hann með gemsa og gæti notað ljósið frá honum til að hittaGrin Ég fór að hugsa um hvort þjálfararnir væru búnir að halda í sér allan tímann út af ljósleysinu, svo þeir mundu nú ekki sulla út um allt.

Svo kemur auðvitað fólk í heimsókn þegar allt er rafmagnslaust, einn nágranninn kom til að athuga hvort það væri rafmagnslaust hjá okkur líka, hún átti að fara á Reykjalund en bíllinn hennar var inni í bílskúr og hann opnast bara með rafmagni, þannig að hún komst ekki neitt, djöfulli var ég feginn að minn bíll stóð bara fyrir utan. Ég bauð henni upp á kaffi og hún hélt ég væri að grínast í henni, ég er alltaf með soðið vatn á brúsa þannig að hún fékk bara instantkaffi. Svo var soðið meira vatn, útilegu búnaðurinn dreginn inn í eldhús, gaskúturinn skutlað upp á borð og primsusinn tengdur og málinu reddað.

Börnunum fannst þetta ferlega erfitt, að komast ekki í tölvur, leikjatölvur né neitt annað, unglingurinn á mac tölvu sem er með batterí sem lifir endalaust, þannig að nokkrir unglingar hittust með tölvuna hans til að geta hlusta á tónlist. Mikið ofboðslega eru börnin orðin háð rafmaginu, þau kvörtuðu yfir því að það væri ekkert að gera, á meðan mér fannst þetta ósköp kósý. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

til hamingju með parið

Ólafur fannberg, 2.4.2008 kl. 12:25

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Gaman að heyra frá þér Ingunn. Það er greinilega nóg að gera! En pælið í því: rafmagnslaust í fimm tíma! einsgott að eiga prímus, því ég held að ég sé jafn háð kaffinu og krakkarnir tölvunni

Innilegar hamingjuóskir til nýtrúlofaða parsins

bestu kveðjur 

Ragnhildur Jónsdóttir, 2.4.2008 kl. 12:54

3 Smámynd: Gísli Sigurður

Æj takk æðislega Ingunn mín:) Já það er satt, hún er sjaldgæfur gullmoli sem á sér engan líkan:)

Og ég hugsa um hana eins og slíkan.
 

Gísli Sigurður, 15.4.2008 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 37816

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband