Það er gagnslaust að lækka álögur á heimilin.

Ég er búin að fylgjast með fréttunum undanfarið varðandi mótmæli vegna bensínverðs og álögur, ég er alveg ofboðslega ánægð með þessi mótmæli hjá atvinnubílstjórum. Það er kominn tími til að Íslendingar fari að standa upp og láta í sér heyra.

Það sem ég hef verið að hugsa um er að alltaf er verið að berjast fyrir því að ríkið lækki álögur á almenna borgara. Fyrir rúmu ári gerði ríkistjórnin frábærar breytingar á matarskatti og virðisaukaskattinum, en ég verð að segja það eins og það er, að matarverðið er löngu komið upp fyrir það verð sem það var fyrir lækkunina og þá er ég ekki að tala þær hækkanir sem hafa átt sér stað seinustu vikurnar. Heldur á ég við að það tók ekki nema nokkra mánuði fyrir verðið að vera orðið það sama og það var og jafnvel orðið hærra. Fyrir lækkunina á matarskattinum fór að bera á því að birgjar og innflytjendur hækkuðu verðið á sínum vörum og svo lækkaði það við breytinguna á matarskattinum, ekki var um gengissveiflur að ræða á þeim tíma.  Margir veitingastaðir lækkuðu ekki verðið hjá sér, sögðust ekki hafa hækkað verðið í langan tíma og þar með voru þeir komnir með fína afsökun til að breyta ekki verðinu, þvílíkt kjaftæðiAngry Sniðgengu Íslendingar þá staði, sem lækkuðu ekki sín verð, eða jafnvel hækkuðu verðið, nei það gerðu Íslendingar ekki. 

 Hverjir græddu á þessari breytingu og lækkun á matarskattinum??? Ekki var það almenningur sem græddi mikið á því, jú verðið lækkaði aðeins fyrstu vikurnar og svo fór það í sömu hæðir og áður. Ríkið lækkar álögur til að létta undir með heimilinum í landinu, innflytjendur, framleiðendur og verslanirnar stálu því öllu, tróðu því í eigin vasa sem var ætlað almenningi.

ÍTR og Reykjavíkurborg fóru af stað með frístundarkortin, svo að öll börn höfðu möguleika á að stunda einhverjar frístundir. Því það eru ekki öll heimili það vel sett að foreldrar hafi efni á að leifa börnum sínum að stunda frístundir og æfa íþróttir. Þetta byrjaði haustið 2007 með 12.000 króna framlagi, svo hækkaði það upp í 25.000 krónur í janúar í ár og á næsta ári fer styrkurinn upp í 40.000 krónur per barn. Þetta var frábært framlag hjá ÍTR og borginni, að veita öllum börnum möguleika á því að stunda íþróttir, sama hver fjárhagur foreldrana er. Þegar þetta átak fór af stað þá fór að bera á hækkunum á æfingagjöldum hjá sumum íþróttafélögum, það var talað um þetta í fréttum í nokkra daga, talsmenn íþróttafélagana svöruðu því til að verðið hjá þeim hafi ekki hækkað í einhvern tíma og í sumum tilfellum var ástæða hækkunar æfingagjalda að nú fylgdi félagspeysa með í gjöldunum. Þetta er nú meira helvítis kjaftæðið, ég er búin að skoða æfingagjöld hjá nokkrum félögum og sum þeirra eru búin að hækka gjöldin mikið síðan frístundarkortin komu til sögunnar, í handboltanum getur munur á árgjöldum verið 10.000-15.000 krónur á milli félaga. Sum félög hafa breytt verðinu á æfingum eins og í fótboltanum, áður fyrr voru æfingargjöldin tvískipt þ.e.a.s vetraræfingar og svo sumaræfingar, en ég veit um félag sem hefur breytt þessum gjöldum þannig að nú þarf að greiða árgjald, sum börn æfa fótbolta bara á sumrin og aðrar íþróttir á veturnar, en nei nú þarf að borga fyrir allt árið i fótboltanum.

Þannig að allt sem ríkið og sveitarfélögin gera til að létta undir með heimilunum í landinu er stolið af okkur af fégráðugum óprúttnum framleiðendum, innflytjendum, verslunareigendum og íþróttarfélögum. Þannig að ef ríkið mundi lækka sínar álögur á bensínið, þá er ég ansi hrædd um að það fari á sama veg og með matarskattslækkunina og frístundarkortin, Olíufélögin mundu bara hækka sína álagningu og stela þeirri lækkun, því þannig er það á Íslandi, siðferðið er ekkert og þeir fégráðugu hika ekki við að troða í eigin vasa því sem var ætlað að almenningi.

Öllu sem okkur almenningi er ætlað er stolið af okkur, það er talað um það í nokkra daga, svo höldum við bara áfram með okkar líf, röflum aðeins en sættum okkur við þetta ástand á endanum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Góð og mikið rétt færsla hjá þér Ingunn.

Linda litla, 8.4.2008 kl. 15:46

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Flott færsla stelpa, það er endalaust sparkað í okkur liggjandi og við virðumst bara fíla það.  Hvar er til ráð??? ég er úrræðalaus.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.4.2008 kl. 17:46

3 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Vel get ég tekið undir allt í þessari grein,  

Eiríkur Harðarson, 8.4.2008 kl. 20:30

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Virkilega góð grein hjá þér.

Svo skrítið sem það er þá virðist maður alltaf vera svo lítið peð að mað getur ekkert að gert...

Ég segi oft að það þurfi að gera uppreisn á Íslandi en spurning er á ég að vera upphafsmaður.......

Solla Guðjóns, 8.4.2008 kl. 20:54

5 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Góð og umhugsunarverð færsla hjá þér Ingunn mín  Það virðist vera þannig að allir vilja alltaf stærri bita af kökunni,eins og td.með frístundarkortin,alveg örugglega eru fleiri krakkar að æfa íþróttir núna, heldur en áður en samt hækka og hækka félögin til að fá aðeins meira af kökunni.Það var nú ekki í margar vikur sem við fengum að njóta góðs af lækkunum af matvælum,en í minningunni voru þetta góðar vikur,en nú er allt mikið hærra en það var áður, þannig að ég veit ekki hvort að þetta var að gera sig.Ég hef fengið hækkun á laununum mínum sl.ár en samt reynist mér erfiðari með hverjum mánuðinum að lifa,þannig að greinilega hækkar allt mikið meira en launin  Já,það er grátlegt hvað við látum yfir okkur ganga en hvað skal gera ?    Hafðu það sem best Ingunn mín  

Katrín Ósk Adamsdóttir, 9.4.2008 kl. 20:48

6 Smámynd: Brynja skordal

Mjög góð færsla hjá þér Góða nótt

Brynja skordal, 10.4.2008 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 37832

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband