Kennaraskortur og skólamálin

Þá er vorið að koma, bjart og fallegt veður og sólin skín, það þýðir líka að nú fer að styttast í að skólastarfinu lýkur. Börnunum hlakkar auðvita mikið til, en það sem ég sé er stórt vandamál fram undan, vandamál sem er ný búið að redda fyrir horn á þessu skólaári, kennaraskortur. Það eru bara nokkrir mánuðir síðan þessum málum var reddað í skólanum hjá mínum börnum og samkvæmt því sem ég hef séð í blöðunum þá verður vandamálið ekki minna í haust, ef eitthvað er þá get ég ekki betur séð að það verður meiri kennaraskortur en var í fyrrahaust.

Hvað er verið að aðhafast í þessu máli, jú það er mikil umræða búin að vera um þetta vandamál. Þarf mikla umræður um kennaraskort??? Nei, það held ég ekki, lausnin er ekki flókinn, auðvitað er alltaf hægt að flækja alla hluti, sérstaklega þegar pólitíkusar koma að málunum. Lausnin er að hækka launin hjá kennurum, grunnlaunin hjá þeim í dag eru 242.349 kr og heildarlaunin eru 285.921 kr. Eru þetta ásættanleg laun fyrir þá sem sjá um börnin okkar í 6 klukkustundir á dag, mennta þau og undirbúa börnin okkar fyrir lífið? Þetta er fólkið sem oft á tíðum eyðir meiri tíma með börnunum á hverjum degi heldur en foreldrar barnanna gera.

Hver er helsti hausverkur pólitíkusana þegar þeir eru að ræða um mentun á Íslandi, jú þeir hafa áhyggjur af því hvernig við komum út úr einhverjum alþjóðlegum könnunum eins og Písa og fleirra. Hvernig væri að það yrði gerð könnun á því hvernig börnum, foreldrum og kennurum líður, með þetta ástand sem er í öllum grunnskólum landsins á hverju hausti, kennaraskortur?

Ég verð að segja það fyrir mitt leiti, mig kvíður fyrir haustinu þegar skólinn byrjar aftur. Hvaða kennarar verða eftir í skólanum ? Hversu margir nýjir kennarar koma inn ? Tekst skólanum að manna allar stöður ? Eldri sonurinn sem er búin að vera í skólanum í tæp 9 ár hefur haft svo marga umsjónarkennara að ég er hætt að telja, þeir eru allavega þó nokkuð fleirri en árafjöldinn sem hann hefur verið í skóla. Yngri sonur minn var með sömu kennarana fyrstu 4 árin, svo var vandamál í haust, kennaraskortur. Skólanum tókst að redda 3 kennurum til að vera með bekkina tvo í haust, í skólanum hjá þeim eru tveir og tveir bekkir saman, samkennsla, það þýðir allt að 50 börn saman. Eftir áramótin tókst skólastjóranum að ná inn umsjónarkennurum fyrir bekkinn, en við vitum ekkert um það hvort að þeir halda áfram í haust.

Þá þarf að byrja upp á nýtt, nýir kennara sem þurfa að kynnast skólastarfinu og þurfa að kynnast öllum börnunum, það tekur tíma, foreldrar þurfa svo að kynnast þeim líka, sem tekur einnig tíma, þannig að það getur tekið nokkra mánuði áður en skólastarfið kemst á fullt skrið. Þetta er erfitt fyrir alla aðila, það fer of mikill tími í þetta að þjálfa nýtt starfsfólk, skólarnir spóla í sama farinu á hverju ári, þar sem alltaf er verið að byrja upp á nýtt og allir vægast sagt pirraðir og þreyttir á þessu, foreldrar sem skammast í skólanum og kennurum, börnin sem eru og verða erfið á þessu rótleysi, og kennara sem gefast upp á þessu öllu saman og hætta, bæði vegna lélegra launa og erfiðra vinnuaðstæðna. Þetta er gríðarleg sóun á tíma og almanna fé að byrja alltaf upp á nýtt.

Mér finnst það erfitt að þurfa á hverju haust að hlaupa á milli nýrra kennara til að útskýra og segja frá því sem er í gangi hjá börnunum mínum, yngir sonurinn hefur breyst eftir slysið sem hann lenti í og hefur þurft á meiri hjálp og aðstoð að halda við námið. Eldri með athyglisbrest. Ég þarf alltaf að byrja upp á nýtt, ég er að endurtaka sömu hlutina aftur og aftur. Svo eru kennarar jafn misjafnir og þeir eru margir, yngri sonurinn dýrkar kennarana sem komu eftir áramótinn, þær halda upp mjög góðum aga og reglum í þessum stóra hóp, og eru vægast sagt yndislegar við börnin. Syni mínum líður vel í skólanum hjá þessum kennurum og þá er ég ánægð. Ég vildi óska þess að það væri eitthvað sem ég gæti gert til að halda í þessa kennara, en hvað get ég gert? Ekki get ég ein og sér séð til þess að kennarar fái mannsæmandi laun, fyri mjög mikilvægt starf. 

Öllum líður illa á meðan ástandið er svona í skólamálum, börnin líða fyrir þetta, foreldrar og kennarar líka, skólastarfið versnar og versnar og er að hruni komið. Af hverju? JÚ, kennarar eru með léleg laun. Væri ekki mesti sparnaðurinn í því að halda í kennarana með því að hækka launin þeirra, þannig að skólarnir væru ekki alltaf að byrja upp á nýtt á hverju hausti? Væri ekki betra að skólastarfið gæti haldið áfram þar sem frá var horfið um vorið.

Þetta er þreytandi fyrir alla. Ég er alla vega drullu þreytt á þessu ástandi sem móðir, hvernig ætli kennurum og skólastjórnendum líður??  Hvað þá með börnin, sem eiga að vera framtíð þessa lands?? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr !!!

Heiða (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 14:33

2 Smámynd: Linda litla

Þetta er alveg rétt hjá þér, það gengur alltaf erfiðlega að manna skólana á haustin. Auðvitað væri réttast að hækka launin hjá kennurum, það er mikil ábyrgð á þeim að kenna og fræða börnin okkar. Fyrir utan að þeir eru jú búnir að eyða einvherjum árum í skóla til að mennta sig fyrir kennarastöðuna og ættu að fá almennilega borgað fyrir það.

Linda litla, 10.4.2008 kl. 15:19

3 Smámynd: Ólafur fannberg

innlitskveðja

Ólafur fannberg, 10.4.2008 kl. 18:05

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Alveg er þetta laukrétt hjá þér.Við eru þó svo heppin að hér í Þorlákshöfn hafa ekki miklar breytingar á kennarastöðum og aldei að ég held vantað kennara að ég man.

EN MÉR FINNST SKILYRÐISLAUST AÐ ÞAÐ EIGI AÐ HÆKKA LAUN KENNARA SVO UM MUNAR OG ÞEIRI VERÐI ÞÁ AÐ STANDA UNDIR SÍNU.

Solla Guðjóns, 11.4.2008 kl. 09:58

5 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 11.4.2008 kl. 11:18

6 identicon

Hæ skvís takk fyrir góð orð í minn og okkar garð sem kennum yngri syni þínum ekki oft sem maður les svona og þetta verð ég að þakka þér fyrir gamla(unga)skólasystir....við fengum sem betur fer góða kennara og aga enda erum við svona frábærar ekki satt?? Vonandi leysast kennarmálin í landinu bráðlega með hækkandi launum og meira til:)

Þórhildur Þórhallsdóttir Lindu Rósardóttir líka!! (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 18:54

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gott hjá þér, ég hef alltaf sagt að þeir sem kenna og fræða æsku lands okkar eiga að vera á forstjóralaunum.  Vona að þú hafir það gott og allt sé í lukkunnar velstandi.  Endilega kíkið við oftar ef þið eruð á ferðinni, reglulega gaman að hitta ykkur öll um daginn. Thank You

Ásdís Sigurðardóttir, 15.4.2008 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband