Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Börn með hjálma lifa lengur

Ég ætlaði aldrei að byrja að blogga, hafði ekki áhuga á því að skrifa um mig og mitt líf svo að allir gætu lesið um það. En það er líka hægt að nota bloggið til að hjálpa öðrum og segja frá eigin reynslu, það er hægt að nota bloggið til góðs. Læra af því og miðla upplýsingum.

Mitt helsta og heitasta mál þennan mánuðinn, er umferðin og börnin. 

Yngri sonur minn Stefán sem er að verða 10 ára var ný komin heim úr ferð með skólagörðunum í fjölskyldu og húsdýragarðinn, þann 1.ágúst. Hann kemur inn og segir mér frá öllu sem hann gerði í garðinum og veðrið var æðislegt þennan dag, þannig að hann gat bara ekki stoppað mjög lengi inni. Hann sagðist ætla út að hjóla og finna vini sína, ég náttúrulega baula á hann og segi honum að setja á sig hjálminn og hafa gemsan með sér. Hann gerir það og flýtir sér út, ég og dóttir mín, Aníta að verða 5 ára vorum inni og eldri sonur minn Daníel 14ára var úti að slá grasið.

5 mínútum eftir að sonur minn fer út hringir gemsinn minn og ég sé að það er litli guttinn minn að hringja í mig, ég svara símanum og sonur minn segir bara við mig "Mamma getur þú komið" svo kemur einhver ókunngur maður í símann hans og segir mér að það var keyrt á son minn og segir mér hvar slysið var. Ég kalla á eldri soninn og segi honum að passa systur sína, það hafði verið keyrt á Stefán og svo er ég bara þotin út.

Að koma að litla barninu sínu liggjandi alblóðugan eftir að keyrt var á hann er bara það ömurlegasta sem hægt er að lenda í. Sonur minn lá í grasinu, og einhver kona sat hjá honum og lét höfuðið á honum liggja á lærinu á sér og huggaði hann. Gatan var full af fólki, ég hljóp til baka í bílinn minn og náði í bréf til að þurrka blóðið framan úr honum, svo kom einhver kona með teppi til að vefja utan um hann. Stuttu seinna kemur sjúkrabíllin og svo neyðarbíllinn, lögreglan og slökkviliðið.

Sonur minn var skoðaður og virtist vera óbrotinn, en var keyrður niður á slysavarðstofuna til skoðunnar, þegar neyðarbíllin var að fara að leggja af stað, ætlaði ég að drífa mig í að færa bílinn minn, en einn úr slökkviliðinu sagðist sjá um bílinn fyrir mig. Margir sem búa í hverfinu eru í löggunni, slökkviliðinu og á sjúkrabílunum, og hann var einn af þeim sem býr í hverfinu, þannig að ég rétti honum lyklana og fer með neyðarbílnum. Hringi í foreldra mína og segi þeim hvað hafi komið fyrir og  bið þau að fara heim til hinna barnanna. Í neyðarbílnum fer Stefán að hafa miklar áhyggjur af bílnum sem keyrði á hann, hvernig hann ætti að borga fyrir það að hafa skemmt bílinn. Svo fór hann að rugla og svo hvarf allt og hann mundi ekkert meir.

Stefán var með göt á enninnu og augabrúnum, marinn og tættur á mjöðm og olnboga, fékk slæmann heilahristing en alveg óbrotinn. Það skilur enginn hvernig hann slapp svona ótrúlega vel, hann þjáist af minnisleysi, en hann er hér og á lífi, út af því að hann var með hjálminn á höfðinu, ekki venjulegan hjólahjálm, heldur með brettahjálm eða svo kallaðann kúluhjálm.

Bíllinn var líklega bara á u.þ.b 30 km hraða, Stefán lenti á húddinu, sem beyglaðist, svo lenti höfuðið á honum í framrúðunni, sem brotnaði, svo flaug hann yfir bílinn og lenti með höfuðið á kantsteininum hinu megin við gatnamótin. Hjólið festist undir bílnum og fór í gegnum vatnskassan og bíllinn rann 12,5 metra með hjólið undir. Eftir þetta slys er náttúrulega hjálmurinn ónýtur, hjólið illa farið, en þó nokkuð heillegt, bíllinn mikið skemmdur og  þurfti að fjarlægja hann með kranabíl. 

Við höfðum samband við Hagkaup og töluðum við Hrafn sem sér um hjóladeildina og sögðum honum frá þessu slysi. Hjólið og hjálminn sem voru keypt þar. Hann vildi endilega fá að sjá hvernig hjólið og hjálmurinn höfðu farið við svona slys, það er reyndar alveg ótrúlegt hvað hjólið og hjálmurinn voru sterk. Í dag hringdi svo Hrafn í okkur og bað okkur að koma niður í Skeifuna, þegar við komum þangað var Hrafn búin að redda Free Style hjóli ( sem voru uppseld ) og kúluhjálmi, Hagkaup gaf Stefáni hjól og kúluhjálm.

Það var ekki ástæðan fyrir því að við höfðum samband við þá í Hagkaup, að fá hjól og hjálm gefins heldur var það að sýna þeim að hjólin frá þeim og kúluhjálmarnir eru mjög sterk og góð. Og einnig til að mæla frekar með kúluhjálmunum, frekar en reiðhjólahjálmunum sem er allt of hátt uppi, eða ekki nógu djúpir. Við prófuðum að setja venjulegan reiðhjólahjálm á Stefán eftir slysið og sá hjálmur fór ekki næginlega langt niður á ennið á honum, hann dekkaði ekki þá staði sem höggin sem Stefán  fékk komu á.

Hagkaup, takk kærlega fyrir hjólið og hjálminn.

Sem móðir með reynslu, þá mæli ég með því að foreldrar kaupi kúluhjálma fyrir börnin sín og sjá til þess að þau noti þá. Þeir eru ekki það dýrir, börnin eru svo dýrmæt. Ég segi það hreint út að kúlúhjálmurinn bjargaði lífi Stefáns.

Svo vill ég þakka öllum sem hjálpuðu okkur þennan örlagaríka dag. Frábærir nágrannar í hverfinu, takk kærlega fyrir hjálpina og hugulsemina. 


Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband