Öryrkjar ríka fólkið

Við öryrkjarnir erum í stöðugri baráttu við kerfið varðandi bætur og réttindi.Pinch

Fyrir helgina fékk ég sendandi bréf frá lífeyrissjóðnum GILDI, þar sem mér var bent á að heildar bætur sem ég fæ eru komnar upp fyrir þau laun sem ég var með á árunum 1988-1990, og þar af leiðandi munu þeir lækka  lífeyrisgreiðslurnar hjá mér um  24.500 kr eða sem samsvarar 45% lækkun á mánuði( jibbíii ég er svo tekjuhá)Tounge. Í bréfin frá GILDI benda þeir mér á að snúa mér til Tryggingarstofnun Ríkisins og gefa þeim upp nýja tekjuæátlun. Það nenni ég bara alls ekki að standa í, þar sem lífeyrissjóðirnir eru búnir að standa í þessum leik reglulega seinustu 3 árin og hafa  svo þurft að bakka með allar sínar hótanir gegn lífeyrisþegunum.

Hef farið niður í TR reglulega. þ.e.a.s. þegar lífeyrissjóðirnir hafa sent þessi bölvuðu bréf og tilkynnt um breytta tekjuáætlun og hef svo þurft að fara aftur þegar þeir hafa hætt við að lækka greiðslurnar. Ég hef bara ekki orku til að standa í þessari vitleysu.

Það skemmtilega og fyndna við þessi viðmið hjá Gildi er að þeir segja að mér er velkomið að hafa samband við þá ef þeirra viðmiðunartekjur gefi ekki rétta mynd af tekjunum fyrir orkutapið svo sem vegna, veikinda, náms, barrnsfæðinga og svo framvegis. Ég hef í mörg ár útskýrt það fyrir þeim að ég var nýbyrjuð í námi árið ´88 þegar ég lendi í bílslysinu og var í hlutastarfi, held samt áfram í námi og reyni að vinna eins og heilsan leyfði þar til ég gat ekki meir 3 árum seinna. En samt miða þeir við þessi ár sem ég held áfram í námi og vinnu á helvítis þrjóskunni.Angry

Ég legg til að við leggjum niður þessi helvíti stóru bákn sem heita lífeyrissjóðir og að við borgum sömu prósentu til ríkisins. Þá þegar að því kemur að fólk fer á lífeyri þá þarf það ekki að hlaupa á milli Tryggingarstofnunar og lífeyrissjóðanna eins og brjálað jójó, til að gefa upplýsingar um bætur frá hvort öðru svo að hinir geti nú reiknað út bætur miðað við bætur frá hinum aðilunum. Það gerist allt of oft að lífeyrisþegar enda skuldugir við Tryggingarstofnun vegna greiðslna frá lífeyrissjóðum og svo lækka lífeyrissjóðir greiðslur vegna þess að Tryggingarstofnun er búin að leiðrétta og látið uppfylla að hluta þau loforð sem ráðherrar gefa lífeyrisþegum. Það væri svo margfallt betra og auðveldara að þurfa bara að fara á ein stað sem væri með allan pakkann, en ekki að þurfa að hlaupa á milli staða og standa í endalausu stappi og veseni út þessum smánarlegu bótum sem lífeyrisþegar fá. Stundum er það fullt starf að vera lífeyrisþegi, og svo er líka eins gott að hafa heilsuna til að standa í þessu stappiShocking  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 37862

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband