Keisaramartröð

Fyrir 10 árum var ég svo óheppin að þurfa að fara í keisara, sonur minn var tekin fyrir tímann og var léttburi. Hann kom í heiminn klukkan 14:14 og settur beint á vökudeildina, ég fékk mynd af honum nokkru eftir fæðingu og fékk að sjá hann eftir miðnætti, þegar ein hjúkkan kom með hann inn til mín í nokkrar mínútur. Þetta var algjör martröð að geta ekki fengið að sjá nýfætt barnið sitt og vita í raun ekki neitt. Ég sjálf var alveg ferlega veik eftir keisarann og lá sjálf uppi á vöknun þar til daginn eftir, allir aðrir í fjölskyldunni fengu að sjá hann og ef það hefði ekki verið fyrir þessa yndislega hjúkku sem kom með hann til mín, þá hefði ekki ekki séð hann fyrr en daginn eftir, nema bara á mynd.

Daginn eftir var ég flutt niður á deild, ég var það veik að ég komst ekki sjálf upp á vöku til þess að sjá drenginn. Það var alveg sama hvað ég suðaði, starfsfólkið þar var ekki til í að keyra mig upp til þess að sjá hann, ég sá son minn aftur þegar maðurinn minn kom og keyrði mig upp á vökudeildina seinnipartinn. Um kvöldið suðaði ég út hjólastól og komst sjálf upp til þess að sjá hann, með vökvastatív og blóðpokann í eftirdragi. Þá voru þær reglur að foreldrar voru beðnir að koma ekki meðan að stofugangur væri á vökudeildinni, sem er skiljanlegt, því það er þröngt þarna uppi og það er verið að tala um lífshorfur barnanna, sem getur verið erfitt fyrir nýbakaðar mæður að hlusta á. Allt starfsfólkð á vökudeildinni var alveg frábært og eiga mikklar þakkir skildar fyrir hugulsemi og hlýju.

En ég get ekki sagt það sama um starfsfólkið á kvennadeildinni, það var martröð að þurfa að vera þar, sérstaklega þegar maður er fárveikur. Þar lá ég með hita og mikla verki, en þær voru ekki mikið að tilkynna það til læknanna. Svo þegar kom að útskrift hjá okkur mæðginum og ég spurð hvernig ég hefði það, þá lét ég lækninn vita að ég væru búin að vera með hita og verki og skutlað aftur upp í rúm. Þegar vika var liðin frá keisaranum kom í ljós að ég var með innvortisblæðingar, yfirlæknirinn kom og baðst afsökunar á þessum mistökum, ég send beint í aðgerð aftur og komst svo heim fyrir rest. En þegar ég ætlaði svo að fara að kæra þessi mistök til landlæknisembættisins, þá var sagt á þeim bænum að allt væri eðlilegt við framkvæmd og eftirlit eftir keisarann, þó ég hafi verið með innvortisblæðingar í heila viku. Þrátt fyrir að yfirlæknirinn hafi sagt við okkur að þetta væru hræðileg mistök.

Enn alla vega starfsfólk vökudeildarinnar á mikið hrós skilið fyrir hlýju og almennilegheit, þar er alveg úrvals starfsfólk að vinna góð störf. 


mbl.is Fékk ekki að sjá nýfæddan son sinn strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá Ingunn, ég verð bara örg að lesa þetta!  Það er ekkert lítið kæruleysið sem þarna hefur átt sér stað, þvílíkt og annað eins

Annars hef ég góða reynslu af minni spítalavist þegar tvíburarnir fæddust 9 vikum fyrir tímann.  Reyndar átti ég ekkert að fá að sjá krílin mín strax, og fékk ekki að sjá þau strax, en það var vegna þess hve snemma þau komu.  Ég var keyrð í rúminu upp á vökudeild seinna um daginn, þegar búið var að ganga úr skugga um að allt væri með felldu hjá þeim, eða allt væri búið að gera sem hægt væri að gera til að létta þeim lífið fyrst um sinn.  Ég var dauðhrædd um að eitthvað mikið væri að, en svo var sem betur fer ekki.  Ég var líka ofboðslega heppin með lækni.  Allavega, ég hef jákvæða reynslu af þessu og hafði aldrei spáð í að eitthvað gæti komið upp á eins og hjá þér.  Algerlega ótrúlegt gáleysi og fávitaskapur. 

En við sjáumst nú hressar á morgun í fjöryrkjastuði!  Kveðja, Arna fjöryrki

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 37858

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband