Íslenskt fjármálavit.

Hann er örvæntingafullur bíleigandinn sem auglýsti í Fréttablaðinu í gær. Hann skuldar allt verðmæti bílsins, og gott betur. Til að losna við ökutækið býður hann kostaboð.

Bíllinn er til sölu á hundrað prósent láni og að auki fylgir ókeypis gasgrill með sem er metið á 130 þúsund krónur. Gallinn er samt sá að grillið er enn í kassanum og því á eftir að setja það saman. Ef einhver hefur áhuga er rétt að taka fram að bíllinn er 2000 árgerðin af Suzuki Baleno, metinn á 560 þúsund.

Las þetta á DV.is, er þetta ekki týpiskur Íslendingur með frábært fjármálavitWink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Typiskur íslenskur hálfviti, stundum er mikið til í setningunni "fólk er fífl".  Nú fer ég til Gauta á morgun, mikil spenna í gangi hjá mér, var að tala við dóttir mína, aðgerðin hennar gekk vel og hún komin heim. Ætla að vera hjá henni á morgun.  Kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 14.1.2008 kl. 20:16

2 Smámynd: Ólafur fannberg

hver bíður hæst....ekki ég

Ólafur fannberg, 14.1.2008 kl. 20:32

3 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Já eimitt asskoti fínt blogg hjá þér, bara að bjóða"bjarnargreiða"gasgrill-ósamsett þó það skipti ekki máli. Allt gert til þess að geta haldið áfram á þessu líka kolbrjálaða(neyslufylleríi) Skítt með það þó aðrir sitji í súpunni eftir að einhver  lætur"glepjast"og kaupir útekna DRUSLU. Þó bíltegundin sé út af fyrir sig góð.

Eiríkur Harðarson, 14.1.2008 kl. 20:46

4 Smámynd: Linda litla

Verð að skella mér á þetta fyrst að það fylgir gasgrill he he he he

Linda litla, 14.1.2008 kl. 23:53

5 Smámynd: Gísli Sigurður

jább... þetta er íslenskt.

Gísli Sigurður, 15.1.2008 kl. 00:38

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Já ég las líka um þetta.Veit varla hvort þeta segir meira um viðkomandi eða ástandið í þjóðfélaginu.........hver lítur við 8.ára gömlun bíl í dag......reyndar væri ég að yngja upp um helming ef ég skellti mér á bíl og grill

En ég get nú bara ekki annað en brosað út í annað.....betra en að ég fari að argast út í neyslubrjálæðið.........er hætt.......

Solla Guðjóns, 15.1.2008 kl. 02:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 37878

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband