Áhugalausir Forledrar

Í gær vorum við með yngri stráknum á handbolta skemmtun hjá Fram.  Fram skipuleggur alltaf svona hátíðir fyrir börnin sem æfa handbolta, í gær var sem sagt skemmtun hjá 6.flokki, þá eru strákarnir sem æfa í Grafarholtinu og strákarnir sem æfa í Safarmýrinni saman.  Liðunum er blandað saman og svo er keppt á milli liða, eftir það er svo pizza, nammi og skemmtun og horft á leik Íslands og FrakklandsWhistling

Fjörið byrjaði klukkan 13:30, þeir sem gátu ekki mætt voru beðnir um að láta vita, ekki voru nú margir að hafa fyrir því. En alla vega um 35-40 strákar voru mættir og var mikið fjör hjá þeim. Það sem mér fannst skammarlegt var að foreldrum var boðið með og hvattir til að mæta og skemmta sér með drengjunum. Mæting foreldra var arfaslök, foreldrar 4 drengja voru mættir, hinir skiluðu börnunum af sér á til settum tíma og fóru svo, nokkrir drengir þurftu svo að biðja um far til að komast heim til sín eftir skemmtunina, sem lauk klukkan 19 þegar leikurinn var búin.

Hvað er að með foreldra í dag, hefur enginn tíma eða áhuga á að vera með börnunum sínum, skemmtunin var haldin á sunnudegi þannig að sem flestir gætu nú verið með þar sem að sunnudagur er nú frídagur hjá flestum. Maður er nú farinn að taka eftir því hjá mörgum þeirra sem koma alltaf einir að þeir eiga við gífurleg hegðunarvandamál að stríða. Er það ástæðan fyrir því að foreldrarnir koma ekki með eða er það út af áhugaleysi og sinnuleysi foreldra sem þeir láta svona? Ég hallast að því síðarnefnda. Strákarnir hafa spilað á 3 mótum síðan í haust, og alltaf eru það sömu börnin sem koma foreldralausir, með pening í vasanum til að kaupa sér snúð og kókómjólk á meðan á mótinu stendur, ekkert nesti eða neitt haft fyrir þeim, bara skutlað, skildir eftir með klink í vasanum til að kaupa sér eitthvað. Við höfum alltaf farið á 9 manna bílnum þegar mótin eru því við vitum að það eru alltaf þeir sömu sem eru ekki sóttir, þannig að við skutlum þeim heim, oft koma þeir að læstum dyrum og enginn heima til að hleypa þeim inn.

Af hverju er fólk að eignast börn ef það hefur engan áhuga eða tíma til að eyða með börnunum sínum. Þetta er farið að valda mér mikilli reiði að horfa upp á þetta.

Eitt skipti var ég liðstjóri og sá alveg um liðið, 3 af strákunum voru algerlega stjórnlausir og hlustuðu ekki á neitt, voru endalaust að slást og vesenast, þannig að ég ákvað að setja þá ekkert inn á í seinasta leiknum, foreldrar þeirra voru ekki með frekar en vanalega. Ég var búin að tala við drengina oft, en það virkaði ekki, þannig að mín ákvörðun var sú að þar sem að þeir gátu ekki hagað sér utan vallar, þá höfðu þeir ekkert að gera inni á vellinum heldur. Og viti menn, strax um kvöldið hringdu foreldrarnir og kvörtuðu og skömmuðust yfir því að strákarnir fengu ekki að spila með. Ég útskýrði fyrir þjálfaranum mína ákvörðun og sagði henni að ég væri alveg til í að útskýra mína ákvörðun fyrir foreldrunum, en þeir létu aldrei sjá sig. 

Er þetta sinnuleysi og áhugaleysi foreldrana ekki ástæðan fyrir því að hegðun barna fer versnandi, börnin eiga að sjá um sig sjálf og ala sig sjálf.  Börnin eru að fara í hundana vegna þess að þau eru svo óheppin að eiga foreldra sem sinna þeim lítið sem ekki neitt. 

Ég bara varð að blogga um þetta, ég er orðin svo reið fyrir hönd barnanna, því þetta kemur fram í hegðun þeirra og það eru þau sem eru skömmuð fyrir hegðunina, en ætti í raun að vera foreldrarnir sem ættu að fá skammirnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Eg held að þvi miður se þetta orðið allt of algengt i dag að foreldrarnir megi ekki vera að þvi að fylgjast með iþrottum eða ahugamalum barnanna.

Linda litla, 21.1.2008 kl. 14:38

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Leiðinlegt að heyra þetta en því miður virðist þetta vera víða staðreyndin.Ég hef starfað mikið í foreldrafélaginu hérna staðnum og nú í foreldraráði.

Ég hef líka lennt í þeirri aðstöðu að vera liðstjóri en þjálfarinn kom svo fljótlega það var á 3.ja. daga fótboltamóti í Aratungu.Það er skemmst frá því að segja að ég var eina foreldrið sem var á staðnum að næturlagi.Ég og þjálfarinn með 18 níu til ellefu ára stráka....man eftir þrem foreldrum sem kíktu þessa 3.daga.

Ég hef undarað mig á því að síðan fyrra barnið mit byrjaði í skóla fyrir 21 ári þá var það ég sem fer með í ferðirnar  handbolta,körfubolta,fimleika og lúðrasveitamót.Hverju sem er sem börnin mín hafa verið í þá er ég þar og oftast að vinna í kringum það OG ÉG NÝT ÞESS.

sKIL SUMA FORELDRA EKKI ÞAÐ ER EINS OG BÖRNIN SÉU EINHVER ÓVELKOMINN BAGGI ÞA ÞEIM......

Solla Guðjóns, 22.1.2008 kl. 23:44

3 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Mér finnst yndislegt að fara með í keppnisferðir og vera liðstjóri hjá börnunum. Taka þátt í skólastarfinu og eyði miklum tíma með börnunum mínum og annara, og oft þekki ég börnin betur en þeirra eigin foreldrar.

Ingunn Jóna Gísladóttir, 24.1.2008 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband