Ekki skaflar hjá Séra Jóni, bara hjá Jóni

Starfsgreinasambandið segist halda að Samtök atvinnulífsins dragi lappirnar í viðræðum um kjarasamninga. Vilhjálmur Egilsson framkvæmdarstjóri segir að hlutirnir gangi hægt og engin ástæða til að örvænta. Þetta sé eins og keyra í gegnum snjóskafl, gengur hægt en þegar út úr skaflinum er komið skotganga hlutirnir. Auðvitað eru alltaf heljarinnar skaflar á veginum þegar verið er að semja fyrir þá lægst launuðu. Það liggur víst ekkert mikið á að semja fyrir það fólk sem eru með lægstu launin sem eru undir fátækramörkum, nei, setjum himin háa skafla á vegin og dúllumst við að semja í rólegheitunum.  Það er  bara búið að skella hellings hækkunum á fólkið bæði  hvað varðar  hækkanir á fasteignasköttum, matvörum og öllu öðru. Hækkanir sem verða alltaf að koma strax eftir áramótin, en launahækkanir geta tekið smá tíma.

Ekki eru margir skaflar á veginum þegar hækka á launin hjá þeim sem best eru settir, ráðamenn þjóðarinnar eru svo heppnir að það er kjaranefnd sem ákveður launahækkanir hjá því liði og þar er ekki verið að þrasa og draga lappirnar, eða berjast um 1-2% hækkun launa. Nei, þar er hægt að hækka launin um mörg prósent með einni undirskrift á 10 mínútum, án þess að vara við því að þjóðarbúið og fyrirtækin fari á hausinn. Það eru alltaf til nóg af peningum fyrir þær launahækkanir.

Hvar er almenningurinn í landinu, eru allir svo sáttir við að launin þeirra hækki ekki fyrr en búið er að moka skaflana í burtu með teskeið. Á meðan verið er að moka skaflinn með teskeið, þá er Vilhjálmur Egilsson að moka í skaflinn með gröfu.


mbl.is Hægur gangur í kjaraviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir Villarnir í Sjallaflokknum eru trúir og dyggir "sínum umbjóðendum" Þeirra háttur er ekki að brúka matskeiðar í láglaunaða. Helst teskeið og smjörklípu...annað slagið.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 11:29

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vel orðar hjá þér stelpa,  það lækka seint laun hinna lægst launuðu þannig að maður finni verulegan mun á. Kveðja til þín.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.1.2008 kl. 18:09

3 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Skratti ertu orðheppin kona, því er og verður ekki logið uppá Villa "vælukjóa" Egilsson að hann vinni fyrir ALMENNING.

Eiríkur Harðarson, 29.1.2008 kl. 23:36

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Skammarlegt en mjög svo góður pistill.

Solla Guðjóns, 29.1.2008 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 37835

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband