Smá fréttir af heimilinu

Fór í fyrsta tímann hjá sjúkraþjálfaranum í fyrradag, fyrsti tíminn er alltaf hræðilegur, því þá er verið að skoða, pota, snúa, fetta og bretta. Þannig að eftir fyrsta tímann er maður að drepast úr verkjum. Þjálfarinn vill meina að báðir liðþófar eru rifnir og að eitthvað mikið er að liðbandinu í utanverðu hnénu, því hnéið er svo laust og óstabílt, svo spurði hann mig hvað ég var eiginlega lengi í gifsi. Ég sagði honum að ég var ekkert í neinu gifsi, hann var hissa á því þar sem vöðvarnir í fætinum eru svo rýrir og slappir, að ég ætti varla að geta labbað. Ég brosti bara og sagði að ég hef labbað og komist áfram á þrjóskunni í mörg ár. Þetta er fóturinn sem hefur alltaf verið slappur og máttlaus út af bakvandamálunum eftir bílslysin, sem eru orðin 3 samtals. Það eina sem þjálfarinn getur gert er að reyna að minnka bólgurnar og draga úr verkjum.  Það gerðist alla vega ekki eftir þennan fyrsta tímaWink

Svo voru drengirnir að fá einkunnar blöðin afhent. Unglingurinn minn heldur áfram að brillera í skólanum. Hann er staðráðin í því að afsanna það sem kennararnir sögðu við hann og um hann fyrir nokkrum árum að hann mundi aldrei ná að klára skólann þar sem hann væri svo latur.Angry  Þetta voru skylningslausir kennarar sem gátu ekki móttekið eða skilið það að hann er með athyglisbrest. Við tókum okkur saman og fórum að vinna á fullu hér heima í náminu, bara til að sýna það og sanna að þessir kennarar voru bara svo lélegir að þeir gætu bara ekki kennt honum, hann væru hvorki vitlaus né latur. Það sannar unglingurinn minn svo tvisvar á ári með því að hækka alltaf í einkunn, meðaltalið hjá honum 8,6 og ætlar að taka nokkur samræmd próf núna í 9 bekk. Svo er hann að hjálpa kennurunum og nemendum í dönsku og ensku, hann er bara frábærInLove og æðislegur eins og hann er.

Yngri prinsinum gekk ágætlega, en vandamálin hjá honum eftir slysið eru þó nokkur, en við vinnum bara með það. Vorum að fá niðurstöðurnar hjá læknunum í gær, hann er með mikin einbeytingarskort, athyglisbrest og snert af lesblindu. Þannig að við höfum nóg að gera með að hjálpa honum í gegnum skólann og öllu sem því fylgir. En alla vega við vitum hvað er að og þá hjálpum við honum í samræmi við það.

Svo er litla prinsessan mín að plana brúðkaupið sitt, hún er 5 ára og var í gær að bjóða frændum og frænkum í brúðkaupið hjá henni og Tristan, sem er kærasti númmer 5 eða 6. Ég spurði hana hvort hún væri ekki til í að bíða aðeins áður en hún færi að gifta sig, hún er það ung. Hún var ekki lengi að svara mér " Nei, mamma, við Tristan erum svo ástfangin og skotinn í hvort öðru og ætlum að fara að gifta okkur"  HeartInLoveÉg sagði bara "OK" og er því byrjuð að spara fyrir brúðkaupinuGrin, var nú að vonast eftir því að ég fengi nú alla vega að ferma stelpuna fyrst, en nei, þau ætla að giftast núna bráðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 Wedding Cake  Bride Groom   ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Sonur minn sem er núna 20 ára gifti sig 4ra ára, stelpunni á hæðinni fyrir neðan, eldri syskyni sáum um hlutina, blúndu gardínur og gardínuhringir voru notaður, en þau eyddu brúðkaupsnóttinni í sínum rúmum, enda var það ekki aðalatriðið eins og gefur að skilja.  Vona að daman þín láti sér duga svon sýndar brúðkaup.  Vona að lappa skrappið sé ekki alveg að fara með þig, en mikið voðalega held ég að þér líði illa í kuldanum.  Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 1.2.2008 kl. 13:20

2 Smámynd: Ólafur fannberg

Gott hjá þeirri litlu að klára þetta bara strax...

Ólafur fannberg, 1.2.2008 kl. 13:25

3 identicon

Auðvitað ætlar Aníta að gifta sig strax þetta átti að vera tvöfalt brúðkaup. Ég og Gísli áttum að gifta okkur líka og hann mátti bara koma ef ég kæmi  En til hamingju með Daníel ekkert smá flott hjá honum, stendur sig ekkert smá vel. Átt æðisleg börn Ingunn mín

Ragnheiður (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 14:29

4 identicon

Þú átt greinilega bara yndisleg börn Ingunn mín!  Frábært að það sé búið að fá niðurstöður úr prófunum fyrir miðgorminn þinn svo hægt sé að aðstoða hann á réttan hátt.  Elsti er greinilega sterkur karakter, þvílíkur dugnaður í stráknum!  Og stelpurófan....HA HA HA HA, hún er bara frábær. 

Gangi þér sjálfri vel með fótgarminn.  Svakalegt að heyra þetta.  Sendi knús á þig í kuldanum

Arna 

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 02:32

5 Smámynd: Linda litla

Eg ætla að vona þin vegna að sjukraþjalfunin geri þer eitthvað gott, það er ekkert grin að standa i endalausum veikindum og verkjum.

Linda litla, 4.2.2008 kl. 08:55

6 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Börnin halda mér gangandi og alltaf nóg að gera

Ingunn Jóna Gísladóttir, 5.2.2008 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband