Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Skýjamynd

512_PICT10168

Skýin geta verið furðuleg, út úr þessu skýi sá ég kisu með vængiErrm

Hvað finnst ykkur? 


Vááá þvílík samstaða.

Fjöryrkjarnir eru að afsanna þá sögu að Palli var einn í heiminum( þannig líður manni oft), 1557 undirskriftir.

Tölvan, netið, bloggið og tölvupósturinn eru greinilega hin bestu vopn fyrir svona baráttu, fréttamenn og fleirri búnir að vera í sambandi, og boltinn stækkar og stækkar. Þetta er frábær samstaða, hjartans þakkir til allra sem hafa skrifað á undirskriftarlistann og endilega haldið áfram að senda mail til allra sem þið þekkið og hafa áhuga á að styðja okkur í þessari baráttu. Við Fjöryrkjar erum komin til að vera og höldum áfram að berjast.


Myndir af Náttúrunni

IMG_5826

Fann loksins ramma fyrir myndir sem ég tók og breytti litum í.  Þetta er mynd sem ég tók í sumarbústað í Úthlíð í sumar. 


Söknuður, reiði, og gleði

Þegar verkirnir eru slæmir verð ég stundum alveg ferlega pirruð og reið og þá fer hausinn á fullt. Svo er það hugsanlega líka andlegt, yngri sonurinn fór á föstudaginn í bústað með nágrönnum okkar, og þetta er reyndar í fyrsta sinn sem hann fer yfir nótt eftir að hann lenti í slysinu í ágúst. Hann hefur sjálfur ekki viljað fara neitt langt frá heimilinu eftir þessa reynslu, hef tekið eftir því hvað slysið breytti honum mikið.

Ég fór með hann á endurkomuna í lok ágúst og talaði þar við yfirlækni út af þessum breytingum á drengnum, hann þjáist af mynnisleysi, höfuðverkjum og bakverkjum og er alveg ofboðslega skapstyggur stundum. Ég er sjálf hjá hnykkjara sem ég var búin að láta skoða hann og hann sá greinilega hryggskekkju, ég sagði yfirlækninum það, sem var bara með helv... stæla og spurði hvort hann ætti að taka upp verkfærin, svo sagðist hann ekki sjá neina ástæði til að skoða hann eða mynda hann neitt meir, á slysó var tekin tölvusneiðmynd af höfði og hann var límdur og saumaður og svo sendur heim. Ég var alveg brjáluð eftir að hafa talað við þennan lækni á endurkomunni, við  fórum í heimsókn til mömmu og pabba, sagði mömmu sem vinnur á BSP hvað læknirinn hafði sagt, hún var snögg að hringja og hella sér yfir hann.Whistling

Hnykkjarinn tók röntgenmynd af syni mínum og var mikill hryggskekkja hjá honum og miklar bólgur og tog í öllum vöðvum í bakinu, guð hvað mig langaði að fara og drepa helvítis lækninn á endurkomunni, sem mér fannst gefa skít í heilsu sonar míns. Lögfæðingur ráðlagði mér að fara reglulega með hann til heimilislæknis og láta fyrlgjast með og skrá allar kvartanir hjá honum, sem sendi okkur áfram til barnasérfræðings, hann sagði að það væri ekki séns á að svona lítill líkami gæti lent í því að fá eins tonna bíl á sig á 30-40 km hraða og sloppið alveg óskaddaður frá svoleiðis höggi. Höfuðið á honum fór í húddið, svo í framrúðuna sem brotnaði og eftir það flaug hann yfir bílinn og lenti hinum meginn á gatnamótunum og þar skall höfuðið aftur í kannststeininn. Barnalæknirinn sendi mig svo áfram með sonin til heila og taugasérfræðings, það er búin að vera 6 vikna bið, ofboðslega er tíminn búin að vera lengi að líða, en þriðjudagurinn er alveg að koma. Það sem bjargaði lífi hans var kúluhjálmurinn sem hann var með, en ég er bara svo drullu ósátt við framkomuna og hrokann sem hrá ansi marga í læknastéttinni og þá sérstaklega á slysó og endurkomunni.  Ég ætla ekki að sætta mig við það að það er gert lítið úr heilsu barnsins míns, við eigum bara einn líkama og hann þurfum við að lifa með og hugsa um ævilangt. Ég samþykki ekki sinnuleysi og hroka frá læknum. Enda er ég fjöryrki og mun halda áfram að berjast, við allt og allaDevil

Vá hvað ég sakna hans, smá bilun, en svona er víst móðureðlið í okkur, tel klukkustundirnar þangað til þú kemur heim. Ein mynd af okkur saman, Stefán Óli og ég á Gamlárskvöld.  Var að kíkja á Undirskriftarlistann Leiðréttum kjör öryrkja og aldraðra ,1251 undirskriftir, geðveiktWizard

Stefán Óli og ég


1027 undirskriftir

Vá, mikið ofboðslega er ég ánægð, það eru komnar 1027 undirskriftir á listann, og fjölgar hratt.

Ég verð að viðurkenna það að ég ætlaði aldrei að blogga, mér fannst margir vera að veita of mikinn aðgang inn í líf sitt og fjölksyldunnar. En seinustu daga hef ég komist að því að ég er ekki lengur jafn einangruð og ég er ekki ein að berjast gegn þessu óréttláta kerfi sem lífeyrisþegar þurfa að eiga við, ég er ekki eini tuðhausinn. Það eru svo mörg hundruð jafnvel þúsundir aðrir sem eru í sömu sporum og ég. Og það er á hreinu að þegar við stöndum saman þá verðum við sterkari og háværari. Einnig held ég að það ség gott að blogga um ástandið hjá lífeyrisþegum og um önnur málefni þannig að hinir fari að skilja og sjá að þetta er ekki öfundsvert líf.

Minnihlutahóparnir verða svo oft undir og gleymast, nema bloggarar láta í sér heyra og vekja athygli á því sem er í gangi í þessu velferðarþjóðfélagi. Að lesa það í blöðunum í vikunni var til dæmis skrifað um það að vistmenn á Droplaugastöðum, gamla fólkið sem byggði upp þetta land fær pakkasúpu í kvöldmat og tekex í kvöldkaffinu. Getum við ekki gert betur en þetta fyrir eldriborgara.

Við verðum að standa saman og halda áfram að berjast fyrir réttlátara kerfi, bótum sem hægt er að lifa á. Lífeyrisþegar eru oft örmagna á að standa í þessu stappi, en þegar við stöndum saman þá getum við dreift þessu á milli okkar eftir því sem heilsa og geta leyfir.

Munið Undirskriftarlistann  Leiðréttum kjör öryrkja og aldraðra

Fjöryrkjar gefast ekki upp 


Undirskriftalistinn, nýjar tölur 964 veiiiiiii

Smá upplýsingar fyrir svefninn. Undirskriftarlistinn gengur vel en endilega haldið áfram að senda hann og minna á hann, láta alla vita. Undirskriftirnar eru orðnar 964 Húrraaaaa.

Áfram Fjöryrkjar, frábær árangur. 


Öryrkjar, skerðingar alls staðar í einu.

Sælir allir fjöryrkjar var að kíkja á listann 834 undirskriftir komnar, og við höldum áfram.

Ég var að skoða síðuna hjá öryrkjabandalaginu og sá þar frétt sem gladdi mig alveg rosalega, Í gær 18.október var þingfest í Héraðsdómi Reykjarvíkur,  máli ÖBI gegn lífeyrissjóðnum Gildi. Gildi lífeyrissjóðnum er stefnt af ÖBI fyrir hönd eins þeirra lífeyrisþega sem fengu bréf um "lækkun eða niðurfellingu" örorkulífeyrisgreiðslna frá og með 1.nóvember næst komandi.

Lögmaður ÖBI í þessu máli er Ragnar Aðalsteinsson.

Þetta er líka eitt af mínum hitamálum þar sem að ég hef fengi bréf frá Gildi síðastliðin 3 ár, fyrst átti að fella allar greiðslur niður og svo núna ætla þeir að skerða greiðslurnar mínar um 24.500 kr á mánuði, þetta samsvarar 294.000 kr tekjuskerðingu fyrir mig á ári.  Mig munar um þessa skerðingu, því ekki fæ ég svo miklar bætur frá TR.

Fyrir tveimur árum hækkaði verð á íbúðum all mikið og Fasteignamat Ríkisins ákvað að leiðrétta mat á íbúðum og það hækkaði um allt að 30% á minni eign varð hækkuninn um 5 miljónir (Ríkið gerði mig 5 millim ríkari á einni nóttu)  og þar af leiðandi breyttist minn fjárhagur ansi mikið, hafði verið með fullar vaxtabætur sem í dag eru um 218.000kr á ári í 0 kr.

Þannig að ef Gildi vinnur málið þá hef ég orðið fyrir 500.000kr skerðingu á tveimur árumFrown

Lífið sem lífeyrisþegi er enginn dans á rósum. 

Munið undirskriftarlistann 


Bölvuð vitleysa og hroki

Þvílíkur hroki í honum Gylfa að segja að öryrkjabandalagið vinnur gegn eigin hagsmunum. Talsmenn öryrkjabandalagsins eru öryrkjar en ekki hálvitar.

Fyrirsögnin er "Öryrkjar eru sjálfum sér verstir" ekki eru það öryrkjarnir sem hafa unnið að og skapað þetta yndislega velferðarkerfi sem er við líði í dag, heldur eru það þið hinir sem kallið ykkur heilbrigðWoundering

Öryrkjabandalagið ætlar greinilega ekki að samþykkja enn eitt fáranlegt flókið rugl í viðbót, lífeyrisþegum vantar ekki fleirri flækjur að berjast við.

Fjöryrkjar eins og frábær hópur baráttuglaðra lífeyrisþega kallar sig er nú að afsanna þessa fyrirsögn, fjöryrkjar eru með undirskriftarlista í gangi til að mótmæla endalausum skerðingum á bótum og það kallast samstaða. Endilega skrifið undir og áframsendið linkinn til allra. Undirskriftarlistinn. 


mbl.is Öryrkjar sjálfum sér verstir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífeyrisþegar skuldugir vegna laga.

Eftir að ég fékk bréfið frá TR varðandi upphæðina sem ég skulda þeim, þá hafði ég samband við þjónustuverið og bað um að fá sendandi tekjuyfirlýsingar seinustu ára, þar sem mér finnst það furðulegar tölur á tekjuáætlunum sem TR gerir. Á tekjuáætluninni frá þeim fyrir árið í fyrra er skráð upphæð sem er lægri greiðslur en ég fékk frá lífeyrissjóðinum árið 2004.Woundering Í þessari viku fæ ég svo póst frá TR og í því var tekjuáætlunin sem þeir gera en ekki tekjuyfirlýsingin sem ég sendi sjálf inn og skrifa undir og bað um að fá. Og viti menn með í póstinum frá TR var tekjuáætlun annarar konu sem einnig er lífeyrisþegi og þar sé ég hennar nafn, kennitölu og áætlaðar greiðslur frá lífeyrissjóðunumPinch En svona eru vinnubrögðin hjá TR, og þetta er ekki undantekning, heldur er það undantekning ef starfsfólkið viti hvað það er að gera, segja og svo framvegis.

Við erum ekki að biðja um að fá Orkuveituna gefins eða neitt svoleiðis, bara að TR og ríkið eru ekki að stefna lífeyrisþegum í margra ára skuldir, vegna furðulegra laga og  vinnubragða. Þetta eru hrein og klár mannréttindabrot að hegna fólki fyrir að spara, vera í sambúð eða gift, og að miða við hvaða önnur réttindi viðkomandi hefur. Ekki eru pólitíkusarnir að fá bara greitt fyrir að sitja á alþingi, heldur eru þeir að fá mörg hundruð þúsundir aukagreiðslur fyrir hin og þessi nefndarstörf, og þá skiptir engu máli hvaða laun þeir eru með í öllum þeim störfum, það eru engin viðmið eða skerðingar hjá þeim. Ekki fá makar þeirra greiddar lægri tekjur vegna tekjur maka, engar skerðingar þar á bæ. 

Kæru vinir muna eftir undirskriftarlistanum http://www.petitiononline.com/lidsauki/  og áfram sendið linkinn til allra sem þið þekkið.


Öryrkjar smá saga og muna undirskriftarlistana

Þekki einn öryrkja sem kom í okkar hóp fyrir 3 árum, hann var búin að vera á sjúkradagpeningum í marga mánuði, svo kom í ljós að hann muni að öllum líkindum aldrei komast aftur út á vinnumarkaðinn.

Þá er farið af stað með þetta flókna kerfi að sækja um örorkulífeyri, hjá TR og lífeyrissjóðunum, TR var ca. 2 mánuði að afgreiða umsóknina, en lífeyrissjóðirnir voru heldur lengur um að afgreiða málið.

TR náttúrulega mótreiknar sjúkradagpeningana og allt það á móti bótunum, og eins og vanalega vissi starfsfólkið hjá TR ekkert hvað það var að gera, þannig að ég þurfti að fara niður í TR og útskýra fyrir þeim allt hel... klúðrið hjá þeim, það munaði ekki nema rétt um 250.000 kr hjá viðkomandi. Svo kemur úrskurðurinn frá lífeyrissjóðunum og þá er endurreiknað hjá TR og viðkomandi er í skuld upp á 230.000 kr. hjá TR. Svo kom að því að skila inn skattaskýrslunni, og þá enn eina ferðina er klúður hjá TR og enginn veit neitt í sinn haus þar niður frá frekar enn fyrri daginn. Ríkisskattstjórinn fékk 4 mismunandi tölur frá TR og var í heljarinnar veseni á klára alla útreikninga.

Svo kemur aftur að því að gera tekjuáætlun fyrir áramótin, sem viðkomandi gerir og gefur upp ríflegar greiðslur frá lífeyrirssjóðunum. Svo um haustið, það er að segja í fyrra þá kom aftur reikningur upp á 130.000 kr skuld við TR, bara smá viðbót við hinar 230.000 krónurnar. Ég fer að skoða málið og tek þá eftir því að það sem vinur minn hafði gefið upp sem lífeyrisgreiðslur, hafði verið skráð sem launagreiðslur. Launagreiðslur skerða bætur um 40% en lífeyrisgreiðslur skerða bætur um 60%. Vinur minn bað um að fá ljósrit af tekjuáætluninni sem hann gaf upp og þessar greiðslur voru skráðar í réttan reit. Það kom svo í ljós að fyrst var þetta skráð rétt en svo fór einhver starfsmaður hjá TR að breyta þessu og skráði þetta sem laun, ég fór með vini mínum og talaði við starfsmenn á 2 eða 3 hæðinni, nennti ekki að tala við misgáfaða fólkið í þjónustuverinu, og sagði að það væri ekki ásættanlegt að starfsfólkið væri að vesenast og rugla með hlutina fram og til baka og svo er fólk bara með skuldir upp fyrir haus, sem tekur svo nokkur á að komast út úr.

En með smá rökfærslu og hótunum tókst að fá þá að fella þetta niður,það er að segja 130.000 krónurnar, þar sem að þetta var starfsmaður TR sem var að fikta í málum sem hún hafðir ekkert vit á. 

En svona er líf lífeyrisþegaAngry


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 37858

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband