Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

FJÖRYRKJAR OG ALLIR HINIR, VIÐ EIGUM AÐ MÆTA HJÁ JÓHÖNNU Á MIÐVIKUDAGINN 28. NÓV. KL: 11.30 LÁTUM ÞAÐ BERAST ÚT UM ALLT.

Heiða Fjöryrki var að láta vita að Fjöryrkjar hafa fengið tíma hjá Jóhönnu Sigurðardóttir Félagsmálaráðherra á Miðvikudaginn 28. nóvember kl.11:30.

Þar ætlum við að ræða við hana um okkar kjör og málefni og afhenda henni undirskriftarlistann. 

FEL_SAM

Stöndum saman og fjölmennum.  


Lífeyrissjóðirnir og skerðingarnar

Skerðing lífeyrissjóðana á greiðslum til öryrkja/lífeyrisþega nema 400 milljónum króna.  Þeir 9 lífeyrissjóðir sem ætla að skerða greiðslur og jafnvel fella þær alveg niður hjá mörgum lífeyrisþegum núna um mánaðarmótin ætla að reyna að svara ráðherra í dag. Sjóðirnir segjast vera að framfylgja samþykktum sjóðanna. "Við eigum að fylgja eftir þeim LEIKREGLUM sem okkur eru búnar og hugsa um hag allra sjóðsfélaga, ekki bara öryrkja," segir Sigurbjörn Sigurðsson, formaður Greiðslustofu lífeyrissjóða."

Lífeyrissjóðirnir breyttu sínum LEIKREGLUM árið 2005, ekki voru sjóðsfélagar spurðir að því. Það er eins og þessir menn sem stjórna þessu telja þetta vera þeirra peningar, málið er að þetta er eign okkar allra og er ekki rétt að nokkrir einstaklingar, sem eru búnir að vera í framapoti í mörg ár og hafa komið sér í góðar stöður ákveði að öryrkjar og líferyrisþegar eigi að skerðast. Ég er búin að vinna fyrir mínum réttindum og nú eru sjóðirnir að ákveða að stela þeim af mér og ég hef bara ekkert um það að segja.

Hvað ætli allt þetta stóra bákn sem þeir eru búnir að byggja upp kosti? Hvaða peningar hafa farið í það? Ætli það séu ekki lífeyrisdréttindi landsmanna sem hafa kostað og borgað fyrir það allt saman. Hvað ætli það séu margir öryrkjar sem eru ekki að fá neinar greiðslur frá sínum lífeyrissjóði, þar sem logið hefur verið að þeim að ef þeir sækji um greiðslur úr lífeyrissjóði, þá muni það skerða allar greiðslur frá Tryggingarstofnun? Hvað ætli það séu margir sem hafa látist um aldur fram og verið einir og alltaf greitt í sjóðina. Hvert fara þeir peningar? Fólk sem er svo óheppið að missa heilsuna og geta ekki unnið, fer að leita réttar síns og fær þær upplýsingar að þeir eiga svo lítil réttindi að það taki því varla að standa í því að sækja um sín réttindi hjá lífeyrissjóðunumDevil Látið ekki ljúga að ykkur og stela ykkar réttindum frá ykkur. Mikið af okkar réttindum fara í að borga fyrir stjórnarformenn, nefndarmenn og fleirra rugl. Þetta eru eigur okkar allra.

Þið sem hafið ekki sótt um greiðslur frá lífeyrissjóðunum þar sem ykkur hefur verið sagt að þið eigið svo lítil réttindi. Þá vill ég eindregið hvetja ykkur til að sækja um, ef þið hafið verið að vinna og eignast réttindi og verðið óvinnufær, þið eigið rétt á að ykkar réttindi eru framreiknuð. Það þýðir að réttindin ykkar eru framreiknuð eins og þið hefðuð greitt til sjóðsins til 67 ára aldurs, og greiðslurnar eru svo miðaðar við það.

Látið ekki ljúga að ykkur og stela af ykkur því sem þið hafið unnið ykkur inn. Þetta eru ykkar réttindi. Þegar ég varð óvinnufær eftir bílsslys, þá fékk ég greiðslur frá mínum lífeyrissjóði, í upphafi voru þær að mig mynnir 1.500-1.800 krónur á mánuði, ég fór að lesa mér til um reglur og lög, og þá kom i ljós að ég átti rétt á framreikningi og greiðslurnar hækkuðu all verulega. Mánaðarleg greiðslur hjá mér fóru úr 1.500-1.800 krónum upp í tæpar 18.000 krónur. Þannig að látið ekki ljúga að ykkur og hætta við að sækja ykkar réttindi, þær skerða ekki allar greiðslur frá TR. 


Félagsmálaráðherra

Var að lesa laugardags Fréttablaðið áðan, svolítið sein á því þar sem ég er búin að vera á handboltamóti með syninum alla helgina.

Á forsíðunni sá ég fyrirsögnina, " Félagsmálaráðherra vill semja við lífeyrissjóðina sem boðað hafa skerðingar: Fá 100 milljónir fyrir óskertan lífeyri"  Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur sent þeim lífeyrissjóðum bréf sem hafa boðað skerðingar og niðurfellingar á greiðslum hjá sínum lífeyrisþegum. Samkvæmt fréttinni er þeim boðið 100 milljónir ef þeir falli frá þessum aðgerðum út næst ár. Við sem eigum yfir höfði okkar þessar skerðingar og niðurfellingar bíðum milli vonar og ótta eftir því hvað kemur út úr þessu, því þetta á að skella í hausinn á okkur núna í jólamánuðinum þann 1.desember.

Lífeyrisþegarnir eru  með lægstu árstekjur  í þessu þjóðfélagi og þar af leiðandi er þetta alveg hryllilega erfitt að fá svona skell, að vera skuldugur við Tryggingarstofnun Ríkisins og fá svo  300.000 króna tekjuskerðingu á ári eins og í mínu tilfelli.  Allir halda að þetta er eitthvert lúxuslíf að vera heima og fá bætur upp á 120-150 þúsund krónur á mánuði fyrir að gera ekki neitt, það er að segja annað en að vera aðnjótandi verkja allann sólahringinn. Margir segja við mann að það er ekki hægt að sjá það utan á mörgum að þeir eru lífeyrisþegar eða að neitt sé að þeim. Nei, það er alveg rétt, það sést ekki alltaf á öllum að þeir eru með verki og kvalir, við höfum lært að lifa með þetta og erum ekki endalaust að auglýsa það. Við erum yfirleitt ekki mikið á ferðinni þegar við erum slæm, þá erum við heima hjá okkur, rúmliggjandi og bryðjandi verkjalyf.

En vonandi er þetta það sem koma skal hjá Félagsmálaráðherra, að bæta kjör þeirra sem minnst mega sín og draga úr öllum þessum skerðingum. Þar sem hún er að vinna að því að draga úr skerðingum hjá lífeyrissjóðunum, þá vona ég svo innilega að það sama sé á döfinni hjá Ríkinu og Tryggingarstofnuninni. Alla vega eru Fjöryrkjarnir enn að bíða eftir því að fá tíma hjá Jóhönnu, svo að við getum afhent undirskriftarlistana okkar " BÆTUM KJÖR ÖRYRKJA OG ALDRAÐRA", ég hef trú á því að ráðherrann sýni okkur skilning og fara að breyta þessu kerfi sem enginn skilur, ekki einu sinni starfsfólkið sem vinnur hjá TR.  Þar sem Félagsmálaráðherra getur greitt lífeyrissjóðunum 100 milljónir til að draga úr skerðingum, þá hlýtur ríkið að sjá, að ríkinu beri að gera það sama og þeir eru tilbúnir  í borga lífeyrissjóðunum fyrir, að draga úr öllum þessum skerðingum.


Elsku mamma og pabbi Til hamingju

512_IMG_0163

Elsku Mamma og Pabbi hjartanlega til hamingju með 42ja ára brúðkaupsafmælið ykkar í dag.

Vona að þið eigið yndislegan dag saman, við elskum ykkur út af lífinu.InLove


Er ekki allt í lagi með dómara

18 ára piltur fær 7 mánaða skilorðsbundin dóm fyrir að stela leigubíl sem fannst svo tveimur dögum seinna. Hann rauf 6 mánaða skilorðsbundin dóm sem hann hlaut fyrir fíkniefnabrot á síðasta ári.

Bíddu er ekki allt í lagi með dómara í þessu landi, það er bara sagt skammastu þín og farðu svo heim til þín. Í hverjum mánuði er maður að lesa um afbrotamenn sem virðast alltaf ganga lausir hér, vera með marga dóma á herðum sér en alltaf eru þeir frjálsir. Eru jafnvel ný búnir á hlýða á dómsuppkvaðningu fyrir brot og fara beinustu leið úr Hérapsdómi í það að fremja annan glæp.

Erlendis eru glæpamenn sem eru á skilorði og brjóta af sér hentir beint í steininn, en ekki hér. Hér er bara slegið á hendurnar á þeim og svo er þeim sleppt.

Ég hef stundum verið að hugsa um það af hverju glæpamenn á Íslandi eru alltaf á götunni, frjálsir. Er ekki til pláss í íslenskum fangelsum. Eða er Dómarastéttin að sporna gegn því að verða atvinnulausir, ef þeir dæma glæpamenn í hámarksrefsingu og loka þá inni, þá mundi þeim að öllum líkindum fækka sem héldu áfram að fremja glæpi og þar af leiðandi mundi glæpum fækka.


mbl.is Stal leigubíl og sýpur nú af því seyðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ógeðslegt

Þvílíkur viðbjóður, að setja 15 ára stúlku í klefa með 20-34 afbrotamönnum í heilan mánuð þar sem henni er nauðgað marg oft. Þetta eru mannréttindabrot af verstu gerð. Ætli nauðgun muni bætast við ákærurnar á hendur afbrotamannanna? Sá lögreglumaður sem átti sök á því að setja stelpuna inn í klefan ætti að fá lífstíðardóm.  Það eru greinilega ekki sterk feminista samtök í Brasilíu.


mbl.is 15 ára stúlka sett í fangaklefa með 20 mönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar á þetta fólk að búa?????

Þetta er hræðilegt að fólk hafi ekki efni á því að kaupa sér þak yfir höfuðið. Launin eru það lág að það er stór hópur í þjóðfélagin sem eigir sér enga von um að eignast húsnæði og ekki er það ódýrara að leigja.

Launin eru of lág. Hvað þá bætur hjá þeim sem eru svo óheppnir að hafa ekki heilsu til að vinna.  Hjá þeim hópi eru heildartekjur kannski að ná 2.000.000 króna á ári.  Launin í þessu landi eru í engu samræmi við verðlagið, hvorki á húsnæði, matvörum eða neinu öðru. Þeir sem eru með nokkrar milljónir í árslaun lifa í þeirri trú að allir eru með há laun eins og þeir.

Nei, þessi velferð og hagvöxtur sem er alltaf verið að tala um hér á landi er bara hjá nokkrum sérútvöldum, sem vita ekki hvernig það er að þurfa að rembast við að lifa mánuðinn af með útborgaðar tekjur upp á um 150-180 þúsund.

Er ekki komin tími á að hætta þessum strútsleik, taka hausinn upp úr sandinum og hækka bætur og tekjur þeirra lægstlaunuðu, hækka skattleysismörkin all verulega, þannig að þeir sem eru í neðstir í fæðukeðjunni í þessu landi eigi von um að lifa út mánuðinn og hugsanlega geta einhverntíma eignast sitt eigið heimili. 

Eins og er skrifað í þessari frétt er fjórðungur, eða 25% para með tekjur undir 5 milljónum á ári og mun því aldrei geta keypt sér þak yfir höfuðið. Hvað á þetta fólk að gera? Leigja á uppsprengdu verði? Eða lifa í fátækt alla ævi?

 


mbl.is Meðaltekjur duga ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullt að gera.

Er búið að vera mikið að gera í dag, prinsessan búin að vera veik og skapið hjá henni í stíl við veikindinAngry Mikið ofboðslega hefur hún verið pirruð og hún er hálf andsetin af einhverjum púkum sem segja henni greinilega að gera líf bræðra sinna eins leiðinlegt og mögulegt er. Nú lögðum við hana í bleyti í smá stund og samt getur hún haldið áfram að bögga strákana.

Mætti með yngri strákinn á Landsspítalann í morgunn. Loksins kom að því að senda barnið í segulómun af höfði, hann lenti í slysinu 1.ágúst, við fáum svarið í næstu viku, vona bara eftir góðum fréttum. Bjóst við því að hann yrði órólegur í segulómuninni, þar sem þetta tekur alveg ferlega langan tíma og getur verið erfitt fyrir okkur fullorðna fólkið að fara í svona myndatöku, en hann var svo afslappaður, með dúndrandi popptónlist og var farinn að dotta. 

Unglingurinn búin að vera að lesa í allan dag, próf í Algebru á morgunn hjá honumWhistling

Mamma og pabbi eru nýfarinn, þau kíktu í heimsókn og komu með ís, kalda og heita súkkulaðisósu og nammi kurl út áTounge. Það var æðislegt að fá svona heimsendingarþjónustu og heimsókn í leiðinni. Ekki veitti af smá kaloríubombu eftir svona dag, mamma og pabbi eru svo æðisleg, held þau þurfi smá undirbúning með börnunum áður en þau passa þau í lok næstu viku. Þá skreppum við skötuhjúin til Minneapolis, mikið ofboðslega hlakka ég til að skreppa út í 4 daga og bara versla og versla og versla ÓDÝRTGrin  og líka að slappa af og fara út að borða og hafa það bara kósýýýýýý.

Fór í dag að prufukeyra bíl sem ég er búin að vera að skoða í nokkrar vikur, mig langar svo geðveikt í hann, þarf að fara að fá mér bíl með sjálfskiptingu og langar svo mikið í Peugeot 807 bílinn, en ég þarf alltaf langan tíma til að skoða og ákveða og reikna aftur og aftur og aftur. En svona er ég bara, varkár og lengi að taka ákvarðanir þegar kemur að svona málum. En það var alveg æðislegt að keyra hann og erfitt að skila honum aftur Frown, ég fer nokkrum sinnum aftur að skoða hann áður en ég tek ákvörðun um að kaupa hann.

Jæja nú er prinsessann að verða að sveskju og verð víst að fara að taka hana úr bleyti, hún ætti að vera orðin hrein.  


Voru þetta kosningarloforðin ???????

Jæja, það var svo sem fyrirfram vitað að nýja borgarstjórnin var bara rétt að byrja að tilkynna hækkanir í seinustu  viku byrjuðu á leikskólagjöldum og svo halda þeir áfram,útsvarið í hámarki og  nú eru það fasteignaskattarnirAngry

Sjálfstæðisflokkurinn lækkaði leiksskólagjöldin í fyrra, og svo taka vinstri fíflin við og hækka allt sem þeir geta. Auka álögur á borgarbúana. Voru þetta kosningarloforðin hjá þeim? Mig mynnir ekki.

En alla vega þeir sem voru svo almennilegir að kjósa þeta lið, þá vill ég bara óska ykkur til hamingju, ég vona svo sannarlega að þið eruð ánægð með  að þeir eru komnir til valda og setja allt á fullt og hækka allt eins fljótt og þeir mögulega geta.

Miklu hærri reikningar og álögur á alla sem búa í Reykjavík. Vá er þetta ekki æðislegt ?

Ég vill kosningar í borginni aftur, núna. 


mbl.is Tillaga um að lækka fasteignaskatt felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær Fjöryrkjahittingur

Í dag hittumst 5 fjöryrkjar fyrir austan, nánar tiltekið í Hveragerði, við erum svo hagkvæmar eða fátækar Tounge að Ragga fjöryrki koma á sínum bíl og sótti mig og svo rúlluðum við austur að hitta hinar skutlurnar. Hittumst heima hjá Heiðu fjöryrkja sem er nýflutt í Hveragerði og er í alveg yndilsegu húsi þar og útsýnið hjá henni er alveg æðislegt. Arna fjöryrki var einnig með okkur að fara yfir undirskriftarlistana. Það var yndislegt að hittast loksins, við vorum að yfirfara undirskriftarlistana og gera þá klára fyrir afhendingu, þegar við loksins náum í skottið á henni Jóhönnu Félagsmálaráðherra og fáum tíma hjá henni. Þið sem hafið fylgst með fjöryrkja báráttunni hafið kannski tekið eftir því að við gefumst ekki upp og erum alveg bölvanlega þrjóskarW00t

Yfirfjöryrkin hún Frú Ásdís er náttúrulega alveg hörkudugleg að koma þessum lista af stað, ég held að hún þekki hálft Ísland. Það var næstum alveg sama hvaða nafn var nefnt, hún þekkti viðkomandi og 3 ættliði aftur, ásamt  mökum, börnum, syskinum og  öðrum fjarskyldum ættingjum Wink

Það er alveg meiriháttar þegar að fólk tekur sig saman og berst fyrir réttlæti og breytingum, ekki veitir af að breyta kerfinu hjá Tryggingarstofnun því það er algjör grautur. Að hittast svona og spjalla saman um hlutina og finna það að við erum ekki ein að berjast og bölva hver í sínu horni. Fjöryrkjarnir fimm sem hittumst í dag eru alveg ofboðslega skemmtilegar og fjörugar skutlur.   Ragga fjöryrki er alveg æðislegur listamaður, ég hvet ykkur að kíkja á bloggið hennar og skoða myndirnar af verkunum hennar.  Það væri nú skemmtilegt ef að við gætum safnað saman enn fleirri fjöryrkjum og hittst einhver staðar einhverntíma fljótlega.W00t 

Myndir af sólsetrinu séð frá Hveragerði í dag. 

512_IMG_6480

512_IMG_6484

512_IMG_6489

Sólsetrið á myndunum tók ekki nema 3 mínútur. 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 37859

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband