Færsluflokkur: Bloggar

Kennslustofurnar

Borgarstarfsmenn eiga ekki erfitt með að ljúga að borgarbúum.

Búið er að selja færanlegu kennslustofurnar sem voru við Korpuskóla Shocking,  Mygluðu sýktu skúradruslurnar standa enn á lóðinni við Korpuskóla,var kannski partur af skólalóðinni seldur með þessum skúrum, alla vega þeir standa enn ásama stað og ekkert hefur gerst í viðbyggingunni sem átti að byrja að byggja við skólann strax um haustið fyrir 2 árum síðan.

Að vísu komu borgarstarfsmenn 5 mínútum fyrir kostningar í vor og settu upp girðingu þar sem þessi viðbygging á að vera, búið að moka eina skóflu upp úr lóðinni og svo ekki söguna meir. Með þessu áframhaldi verður stækkunin á Korpuskóla lokið árið 2100, hún er allavega ekki tilbúin haustið 2010 eins og lofað var. 


Ég er í Danaveldi

Sæl öll sömul, ég er alls ekki hætt að blogga, tók bara óþarflega langa pásu. Nú erum við í Danmörk að hitta fjölskylduna og slappa af og skemmta okkur.

Er bara búin að vera á fullu að vesenast í öllu og haft lítin tíma til að blogga, en ég kem á fullu aftur þegar við komum  heim, um næstu helgi. Þá mun ég segja ykkur meira frá því hvað ég er búin að vera að gera seinustu mánuði.

Er búin að sakna ykkar mikið, hef að vísu kíkt á ykkur öll af og til en ekki komið mér í að blogga, en ég er að hlaða batteríin og kem á fullu trukki þegar ég er komin heim.

Ég bara varð að blogga um þessar bölvuðu heisluspillandi skólastofur sem börnunum okkar er boðið upp á.Devil

Ég bið að heilsa ykkur öllum, elsku bloggvinir og hafið það sem allra best, kíki á ykkur öll eftir viku.

 


Ekki er ég hissa

Ég er alls ekki hissa á þessari niðurstöðu. Ég tók myndir þarna inni fyrir meira en ári síðan og fór með þær í menntasvið Reykjavíkurborgar, nokkrar þeirra hef ég sett inn á bloggsíðuna mína. Skólastjórinn vissi af okkar kvörtunum út af þessum skúrum, en það var svo foreldraráðið sem fór af stað og lét taka sýnin sem staðfestu okkar grun.

Þessir skúrar skulu burt og engin börn eiga að stíga fæti þarna inn meir. Sumir nemendur sem hafa verið þarna inni hafa verið veikir í hverri einustu viku, einnig var ansi mikið um veikindi á kennurum á síðasta vetri, en það er svo sem ekki skrítið.

En að það skuli vera hægt að bjóða börnunum upp að vera í 6 klukkustundir á dag í þessum ógeðslegu skúrum og þvílík vinnuaðstaða sem borgin er að bjóða sínu starfsfólki upp á.

Borgin eyddi nú mörg hundruð milljónum í að bjarga einhverjum kofum á Laugveginum, þannig að það ætti nú ekki að vera mikið máll að redda nokkrum milljónum til að henda þessum heilsuspillandi kofaræflum og byggja við skólan sem var sprunginn löngu áður en hann var byggður.

En ennþá halda þessir borgarstarfsmenn áfram að reyna að lappa upp á þessa skúra til að hafa þá tilbúna áður en skólinn byrjar eftir 3 vikur. Þvílík peningasóun, því foreldrar hafa ákveðið að ekkert barn fari aftur inn í þessar svo kölluðu kennslustofur, sem eru svo sýktir af sveppum og mörgum mismunandi tegunum af bakteríum að manni blöskraði þegar við sáum niðurstöðurnar úr sýnatökunni.

 


mbl.is Heilsuspillandi kennslustofur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er á lífi

Ég er á lífi W00t Ég gerði mér bara enga grein fyrir því hvað tíminn líður ofboðslega hratt, það eru 10 dagar síðan ég bloggaði síðastWhistling

Ég er búin að vera ansi upptekinn undanfarið. Er náttúrlega á fullu í sjúkraþjálfun að reyna að koma löppinni í lag, alla vega eins og hægt er. 

Svo er nóg að gera við að  undirbúa keppnisferðina með handbolta strákana á Akureyrarmótið, það er þó nokkur vinna við það, betla styrki og afslætti, selja og safna.

Ég bauðst til að vera farastjóri og svo var ég allt í einu komin í foreldraráðið sem sér um allan undirbúningin, og var svo látin vera gjaldkeri líka. Ég verð bara að segja það eins og það er, börnin eru ekkert vandamál, það eru foreldrarnir sem geta gert vandamál og vesen úr öllu.Pinch Foreldrarnir vilja fetta fingur út í alla hluti og halda að það sé ekkert vesen að vera með alls konar sérþarfir, meira fyrir sjálfan sig en barnið. Þeir eru ekki alveg að gera sér grein fyrir því að það þarf ansi mikið plan og upplýsingar um börnin áður en farið er af stað með 40 stráka á aldrinum 10-12 ára heila helgi. Það verður alla vega æðislega gaman að fara til Akureyrar með strákana á mótið, og ég held bara svei mér þá að sumir þeirra hafa nú bara gott af því að komast aðeins í burtu frá foreldrunumWink  


Kennaraskortur og skólamálin

Þá er vorið að koma, bjart og fallegt veður og sólin skín, það þýðir líka að nú fer að styttast í að skólastarfinu lýkur. Börnunum hlakkar auðvita mikið til, en það sem ég sé er stórt vandamál fram undan, vandamál sem er ný búið að redda fyrir horn á þessu skólaári, kennaraskortur. Það eru bara nokkrir mánuðir síðan þessum málum var reddað í skólanum hjá mínum börnum og samkvæmt því sem ég hef séð í blöðunum þá verður vandamálið ekki minna í haust, ef eitthvað er þá get ég ekki betur séð að það verður meiri kennaraskortur en var í fyrrahaust.

Hvað er verið að aðhafast í þessu máli, jú það er mikil umræða búin að vera um þetta vandamál. Þarf mikla umræður um kennaraskort??? Nei, það held ég ekki, lausnin er ekki flókinn, auðvitað er alltaf hægt að flækja alla hluti, sérstaklega þegar pólitíkusar koma að málunum. Lausnin er að hækka launin hjá kennurum, grunnlaunin hjá þeim í dag eru 242.349 kr og heildarlaunin eru 285.921 kr. Eru þetta ásættanleg laun fyrir þá sem sjá um börnin okkar í 6 klukkustundir á dag, mennta þau og undirbúa börnin okkar fyrir lífið? Þetta er fólkið sem oft á tíðum eyðir meiri tíma með börnunum á hverjum degi heldur en foreldrar barnanna gera.

Hver er helsti hausverkur pólitíkusana þegar þeir eru að ræða um mentun á Íslandi, jú þeir hafa áhyggjur af því hvernig við komum út úr einhverjum alþjóðlegum könnunum eins og Písa og fleirra. Hvernig væri að það yrði gerð könnun á því hvernig börnum, foreldrum og kennurum líður, með þetta ástand sem er í öllum grunnskólum landsins á hverju hausti, kennaraskortur?

Ég verð að segja það fyrir mitt leiti, mig kvíður fyrir haustinu þegar skólinn byrjar aftur. Hvaða kennarar verða eftir í skólanum ? Hversu margir nýjir kennarar koma inn ? Tekst skólanum að manna allar stöður ? Eldri sonurinn sem er búin að vera í skólanum í tæp 9 ár hefur haft svo marga umsjónarkennara að ég er hætt að telja, þeir eru allavega þó nokkuð fleirri en árafjöldinn sem hann hefur verið í skóla. Yngri sonur minn var með sömu kennarana fyrstu 4 árin, svo var vandamál í haust, kennaraskortur. Skólanum tókst að redda 3 kennurum til að vera með bekkina tvo í haust, í skólanum hjá þeim eru tveir og tveir bekkir saman, samkennsla, það þýðir allt að 50 börn saman. Eftir áramótin tókst skólastjóranum að ná inn umsjónarkennurum fyrir bekkinn, en við vitum ekkert um það hvort að þeir halda áfram í haust.

Þá þarf að byrja upp á nýtt, nýir kennara sem þurfa að kynnast skólastarfinu og þurfa að kynnast öllum börnunum, það tekur tíma, foreldrar þurfa svo að kynnast þeim líka, sem tekur einnig tíma, þannig að það getur tekið nokkra mánuði áður en skólastarfið kemst á fullt skrið. Þetta er erfitt fyrir alla aðila, það fer of mikill tími í þetta að þjálfa nýtt starfsfólk, skólarnir spóla í sama farinu á hverju ári, þar sem alltaf er verið að byrja upp á nýtt og allir vægast sagt pirraðir og þreyttir á þessu, foreldrar sem skammast í skólanum og kennurum, börnin sem eru og verða erfið á þessu rótleysi, og kennara sem gefast upp á þessu öllu saman og hætta, bæði vegna lélegra launa og erfiðra vinnuaðstæðna. Þetta er gríðarleg sóun á tíma og almanna fé að byrja alltaf upp á nýtt.

Mér finnst það erfitt að þurfa á hverju haust að hlaupa á milli nýrra kennara til að útskýra og segja frá því sem er í gangi hjá börnunum mínum, yngir sonurinn hefur breyst eftir slysið sem hann lenti í og hefur þurft á meiri hjálp og aðstoð að halda við námið. Eldri með athyglisbrest. Ég þarf alltaf að byrja upp á nýtt, ég er að endurtaka sömu hlutina aftur og aftur. Svo eru kennarar jafn misjafnir og þeir eru margir, yngri sonurinn dýrkar kennarana sem komu eftir áramótinn, þær halda upp mjög góðum aga og reglum í þessum stóra hóp, og eru vægast sagt yndislegar við börnin. Syni mínum líður vel í skólanum hjá þessum kennurum og þá er ég ánægð. Ég vildi óska þess að það væri eitthvað sem ég gæti gert til að halda í þessa kennara, en hvað get ég gert? Ekki get ég ein og sér séð til þess að kennarar fái mannsæmandi laun, fyri mjög mikilvægt starf. 

Öllum líður illa á meðan ástandið er svona í skólamálum, börnin líða fyrir þetta, foreldrar og kennarar líka, skólastarfið versnar og versnar og er að hruni komið. Af hverju? JÚ, kennarar eru með léleg laun. Væri ekki mesti sparnaðurinn í því að halda í kennarana með því að hækka launin þeirra, þannig að skólarnir væru ekki alltaf að byrja upp á nýtt á hverju hausti? Væri ekki betra að skólastarfið gæti haldið áfram þar sem frá var horfið um vorið.

Þetta er þreytandi fyrir alla. Ég er alla vega drullu þreytt á þessu ástandi sem móðir, hvernig ætli kennurum og skólastjórnendum líður??  Hvað þá með börnin, sem eiga að vera framtíð þessa lands?? 


Það er gagnslaust að lækka álögur á heimilin.

Ég er búin að fylgjast með fréttunum undanfarið varðandi mótmæli vegna bensínverðs og álögur, ég er alveg ofboðslega ánægð með þessi mótmæli hjá atvinnubílstjórum. Það er kominn tími til að Íslendingar fari að standa upp og láta í sér heyra.

Það sem ég hef verið að hugsa um er að alltaf er verið að berjast fyrir því að ríkið lækki álögur á almenna borgara. Fyrir rúmu ári gerði ríkistjórnin frábærar breytingar á matarskatti og virðisaukaskattinum, en ég verð að segja það eins og það er, að matarverðið er löngu komið upp fyrir það verð sem það var fyrir lækkunina og þá er ég ekki að tala þær hækkanir sem hafa átt sér stað seinustu vikurnar. Heldur á ég við að það tók ekki nema nokkra mánuði fyrir verðið að vera orðið það sama og það var og jafnvel orðið hærra. Fyrir lækkunina á matarskattinum fór að bera á því að birgjar og innflytjendur hækkuðu verðið á sínum vörum og svo lækkaði það við breytinguna á matarskattinum, ekki var um gengissveiflur að ræða á þeim tíma.  Margir veitingastaðir lækkuðu ekki verðið hjá sér, sögðust ekki hafa hækkað verðið í langan tíma og þar með voru þeir komnir með fína afsökun til að breyta ekki verðinu, þvílíkt kjaftæðiAngry Sniðgengu Íslendingar þá staði, sem lækkuðu ekki sín verð, eða jafnvel hækkuðu verðið, nei það gerðu Íslendingar ekki. 

 Hverjir græddu á þessari breytingu og lækkun á matarskattinum??? Ekki var það almenningur sem græddi mikið á því, jú verðið lækkaði aðeins fyrstu vikurnar og svo fór það í sömu hæðir og áður. Ríkið lækkar álögur til að létta undir með heimilinum í landinu, innflytjendur, framleiðendur og verslanirnar stálu því öllu, tróðu því í eigin vasa sem var ætlað almenningi.

ÍTR og Reykjavíkurborg fóru af stað með frístundarkortin, svo að öll börn höfðu möguleika á að stunda einhverjar frístundir. Því það eru ekki öll heimili það vel sett að foreldrar hafi efni á að leifa börnum sínum að stunda frístundir og æfa íþróttir. Þetta byrjaði haustið 2007 með 12.000 króna framlagi, svo hækkaði það upp í 25.000 krónur í janúar í ár og á næsta ári fer styrkurinn upp í 40.000 krónur per barn. Þetta var frábært framlag hjá ÍTR og borginni, að veita öllum börnum möguleika á því að stunda íþróttir, sama hver fjárhagur foreldrana er. Þegar þetta átak fór af stað þá fór að bera á hækkunum á æfingagjöldum hjá sumum íþróttafélögum, það var talað um þetta í fréttum í nokkra daga, talsmenn íþróttafélagana svöruðu því til að verðið hjá þeim hafi ekki hækkað í einhvern tíma og í sumum tilfellum var ástæða hækkunar æfingagjalda að nú fylgdi félagspeysa með í gjöldunum. Þetta er nú meira helvítis kjaftæðið, ég er búin að skoða æfingagjöld hjá nokkrum félögum og sum þeirra eru búin að hækka gjöldin mikið síðan frístundarkortin komu til sögunnar, í handboltanum getur munur á árgjöldum verið 10.000-15.000 krónur á milli félaga. Sum félög hafa breytt verðinu á æfingum eins og í fótboltanum, áður fyrr voru æfingargjöldin tvískipt þ.e.a.s vetraræfingar og svo sumaræfingar, en ég veit um félag sem hefur breytt þessum gjöldum þannig að nú þarf að greiða árgjald, sum börn æfa fótbolta bara á sumrin og aðrar íþróttir á veturnar, en nei nú þarf að borga fyrir allt árið i fótboltanum.

Þannig að allt sem ríkið og sveitarfélögin gera til að létta undir með heimilunum í landinu er stolið af okkur af fégráðugum óprúttnum framleiðendum, innflytjendum, verslunareigendum og íþróttarfélögum. Þannig að ef ríkið mundi lækka sínar álögur á bensínið, þá er ég ansi hrædd um að það fari á sama veg og með matarskattslækkunina og frístundarkortin, Olíufélögin mundu bara hækka sína álagningu og stela þeirri lækkun, því þannig er það á Íslandi, siðferðið er ekkert og þeir fégráðugu hika ekki við að troða í eigin vasa því sem var ætlað að almenningi.

Öllu sem okkur almenningi er ætlað er stolið af okkur, það er talað um það í nokkra daga, svo höldum við bara áfram með okkar líf, röflum aðeins en sættum okkur við þetta ástand á endanum. 


Pabbi heiðraður

Þá er þessi fallega helgi búin. Fór á föstudaginn til læknis og náði mér í lyf, nú er ég búin að taka þá ákvörðun að reyna að hætta að styrkja ríkið svona mikið með því að reykja, byrjaði að taka lyf á föstudaginn sem eiga að hjálpa við að hætta þessum ósóma.

Um kvöldið fór ég  með mömmu og pabba á afmælissýningu á JCB vinnuvélum hjá Vélaver, JCB er búið að vera á Íslandi í 45 ár. Pabba var boðið sérstaklega þar sem JCB framleiðandinn ætlaði að heiðra pabba og einn annan sem eru búnir að vera með JCB vélar í yfir 40 ár. Ég mætti náttúrulega með myndavélina á svæðið og tók fullt af myndum. 

512_IMG_8605

 

 

Hér tekur pabbi við fallegu úri sem honum var gefið í tilefni þess að vera diggur stuðningsmaður JCB á Íslandi .

 

 

 

 

 

 

  

 

512_IMG_8609

 

 

 

 

Hér er pabbi ásamt hinum manninum sem var heiðraður af JCB verksmiðjunum, með þeim er  Mark sölustjóri JCB í Evrópu. 

 

 

 

 

512_IMG_8485

 

 

 

 

 

 

Svo var náttúrulega haldin smá sýning, hér er einn af Bretunum úr  THE DANCING DIGGERS að sýna listir sínar

 

 

 

512_IMG_8509

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Enn eitt sýningaratriðið frá Bretunum.

 

 

 

512_IMG_8534

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo sýndu Íslendingar sína færni á gröfunum, hér er hann að koma vélinni upp á pallinn á vörubíl.

 

512_IMG_8569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi var ekki lengi að koma þessari beltagröfu, bæði niður og upp aftur á pallinn.


Sparaði helling á að goggla og leita á netinu

Mikill sparnaður í að hafa netið og kunna að leita og nota það.

Fyrir páska ákvað bakaraofninn að bila, hann hætti bara að hitna almennilega á blæstrinum, fór aldrei upp fyrir 100 gráður. Þar sem ég nota ofninn mjög mikið þá var ég hálf vængbrotinn, gleymdi biluninni eitt kvöldið og bauð fólki í mat, geri oft pizzur og nota þá pizzastillinguna sem er með blæstri, þá tekur enga stund að elda, en þar sem hann var bilaður þá hélt ég að við yrðum með miðnætur boð.

Þegar gestirnir fóru þá var sest við tölvuna og beint á GOOGLE, þar var skoðað og leitað, fundum svo upplýsingar um bakaraofninn eins og okkar, þá fundum við út af því að það eru tvö element í ofninum, eitt sér fyrir blásturinn, það var sú stilling sem virkaði ekki hjá okkur. Á síðunni eru svo allar upplýsingar um varahluti, verð, myndir og hvernig átti að gera við ofninn. Varahluturinn erlendis kostaði um 1400-1700 krónur, sem var bara mjög ódýrt.

Daginn eftir hringjum við svo í verkstæðið hjá Húsasmiðjunni og útskýrum bilunina í ofninum, sá sem svaraði var ekki lengi að segja okkur að ofninn væri líklegast bara ónýtur að það borgaði sig  að kaupa nýjanShocking (Nýr kostar ekki nema rúmar 100 þúsund kallinn), við ekki alveg sátt og sögðum honum að við hefðum heyrt það að það væru tvö element og að það væri líklegast annað þeirra sem væri bilað. Jú, svaraði hann það væri möguleiki á að það væri biluninn, nýtt element kostar hjá þeim um 5.800kr og svo kostaði 9.500 kr að fá viðgerðarmann heim í hálftíma. 

Við tókum innan úr ofninum, kipptum elementinu úr og fórum svo á verkstæðið og báðum þá að athuga hvort það væri bilað, það tók þá 3 mínútur að staðfesta, elementið bilaðTounge Við fjárfestum í nýju elementi, notaði svo græna kortið, lífeyrisþegar fá afslátt hjá Húsasmiðjunni með því að sýna TR kortið. Varahluturinn kostaði því um 4.500 krónur, við settum hann í þegar við komum heim og bakaraofninn virkar eins og hann sé alveg nýr. En alltaf er reynt að fá íslendinga til að henda öllu sem bilar og kaupa nýtt, en með því að goggla er hægt að spara bara heilan helling, viðgerðin hjá okkur tók ekki nema um 30 mínútur og varhluturinn frekar ódýr, miðað við nýjan bakaraofnW00t


Landafræði kynjanna

Landfræði konunnar:


Þegar konan er á aldrinum 18-21 árs er hún eins og Afríka eða Ástralía.
Hún hefur verið uppgvötuð að hálfu leyti, en er annars villt og skartar náttúrulegri fegurð.
-Á frjósömustu svæðunum er mikill gróðurvöxtur.

Þegar konan er á aldrinum 21-30 ára er hún eins og Bandaríkin eða Japan.
Hún hefur verið uppgötvuð að fullu, er mjög þróðuð og er opin fyrir öllum viðskiptum
-Og þá sérstaklega þeim sem snerta bíla eða peninga.

Á aldrinum 30-35 er konan eins og Indland eða Spánn.
-Hún er heit og afslöppuð og þykir mikið til eigin fegurðar koma.

Þegar konan er á aldrinum 35-40 ára er hún eins og Frakkland eða Argentína.
-Hún gæti hafa farið illa út úr styrjöldum, en er samt nokkuð hlýr og eftrisóknarverður heimskóknarkostur.

Á aldrinum 40-50 er konan eins og Júgóslavía eða Írak.
Hún tapaði stríðinu og fær ekki frið fyrir mistökum sem hún gerði á árum áður.
-Nauðsynlegt er að ráðast í viðamikla endur uppbyggingu.

Á aldrinum 50-60 ára er konan eins og Rússland eða Kanada.
-Hún er mikil um sig, þögul og landamærin eru nánast óvarin, en hið kalda loftslag heldur fólki fjarri.

Þegar konan er á aldrinum 60-70 ára er hún eins og England eða Mongólía.
-Hún skartar stórkostlegri og sigursælli fortíð en engri framtíð.

Eftir sjötugsaldurinn verður konan eins og Albanía eða Afganistan.
-Allir vita hvar hún er en enginn vill fara þangað.

Landfræði karlsmannsins:

Þegar karlmaðurinn er á aldrinum 15-70 ára er hann eins og Zimbabwe
-Honum er stjórnað af drjóla

 


Komin aftur

Ég er búin að vera í smá blogg leti, ég var að vísu næstum því búin að klára bloggfærslu á mánudaginn þegar að rafmagnið fór af og allt hvarfAngry

Hef haft nóg að gera, er í ferðanefndinni í handboltanum hjá strákunum, við erum að fara í næsta mánuði með þá á mót á Akureyri, 50-60 strákar 10-12 ára gamlirWizard

Yngri prinsinn er búin að vera ofsakátur, hann er búin að missa tvær barnatennur á 4 dögum, þá er hann í heildina búin að missa 6 stykki og er að verða 11 ára í haust. Hann er svo sparsamur þessi elska, vill fullnýta barnatennurnar áður henn hann tekur fullorðinstennurnar í notkun. 

Gísli systursonur minn sem er næstum einn af mínum börnum, var að trúlofast á föstudaginn. Hann náði sér í eina af fallegustu og yndislegustu stelpunum á Þorlákshöfn.

512_IMG_0147 - Copy copy copy

 

 

Elsku Gísli og Ragnheiður, hjartanlega til hamingju með trúlofunina.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

   

Gísli minn það er eins gott að þú verður góður við Ragnheiði, því hún er sjaldgjæfur gullmoli.

Í fyrradag varð rafmagnslaust hjá okkur í tæpa 5 klukkutíma, ég átti auðvitað að mæta í sjúkraþjálfun og þurfti að komast í sturtu. Baðherbergið er gluggalaust, þannig að þá var baðherbergið bara upplýst með kertum svo ég gæti nú þrifið mig. Hjá sjúkraþjálfurunum var sama ástand, allt rafmagnslaust, þannig að þá gat ég bara hjólað og komist aðeins í tækin. Ég hló mig máttlausa á meðan ég var þar, það kom einn sem átti tíma í þjálfun og hann þurfti nauðsynlega að komast á klósettið, sem var auðvita gluggalaust og almyrkvað. Þjálfararnir bentu honum á það, en maðurinn sagðist nú alveg geta sest niður og gert það sem hann þurfti og svo væri hann með gemsa og gæti notað ljósið frá honum til að hittaGrin Ég fór að hugsa um hvort þjálfararnir væru búnir að halda í sér allan tímann út af ljósleysinu, svo þeir mundu nú ekki sulla út um allt.

Svo kemur auðvitað fólk í heimsókn þegar allt er rafmagnslaust, einn nágranninn kom til að athuga hvort það væri rafmagnslaust hjá okkur líka, hún átti að fara á Reykjalund en bíllinn hennar var inni í bílskúr og hann opnast bara með rafmagni, þannig að hún komst ekki neitt, djöfulli var ég feginn að minn bíll stóð bara fyrir utan. Ég bauð henni upp á kaffi og hún hélt ég væri að grínast í henni, ég er alltaf með soðið vatn á brúsa þannig að hún fékk bara instantkaffi. Svo var soðið meira vatn, útilegu búnaðurinn dreginn inn í eldhús, gaskúturinn skutlað upp á borð og primsusinn tengdur og málinu reddað.

Börnunum fannst þetta ferlega erfitt, að komast ekki í tölvur, leikjatölvur né neitt annað, unglingurinn á mac tölvu sem er með batterí sem lifir endalaust, þannig að nokkrir unglingar hittust með tölvuna hans til að geta hlusta á tónlist. Mikið ofboðslega eru börnin orðin háð rafmaginu, þau kvörtuðu yfir því að það væri ekkert að gera, á meðan mér fannst þetta ósköp kósý. 


Næsta síða »

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband