Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

DÓMUR: SÚR SIGUR Í GALLAMÁLINU GEGN BYGGINGARFÉLAGINU

Jæja, þá féll dómurinn í morgunn. Ég verð nú að segja það að mín tiltrú á dómskerfinu beið mikla hnekki í morgunn. Þetta var súr sigur og vægast sagt furðulegur dómur, þrátt fyrir að ég vann málið varðandi flest alla gallana í íbúðinni. Að mínu mati er dómsúrskurðurinn þversagnakendur. Mér voru dæmdar bætur vegna hinna ýmsu galla að upphæð 1.144.148 krónur ásamt dráttarvöxtum frá 18.ágúst 2006, svo var byggingarfélagið dæmt til að greiða mér 800.000 krónur í málskostnað, en ég var dæmd til að greiða byggingarstjóranum 600.000 krónur í málskostnað þar sem hann var sýknaður af öllum kröfum. Þetta þýðir bætur og málskostnaður sem ég á að fá greitt nemur 1.944.148 og svo reiknast dráttarvextir á hluta kröfunnar, en frá þessu dregst svo málskostnaður sem mér ber að greiða byggingarstjóranu, þá eru 1.344.148 krónur eftir.

Matið á göllum á íbúðinni unnu 2 dómskvaddir matsmenn, það þýðir að Héraðsdómari skipar 2 menn til að meta gallana, þeim var sagt að gera ýtarlegt og faglegt mat. Sem þeir gerðu að mestu leiti. Sú matsgerð kostaði mig 737.040 krónur. Þeirra mat á göllunum hljóðaði upp á tæpar 2,2 milljónir, svo bættist við þá kröfu vegna þess að við fengum ekki réttar höldur á fataskápa og eldhúsinnréttingu, þannig að heildarkrafan hljóðaði upp á 2.646.947 krónur. Málskostnaður hjá mér vegna lögræðinga var komið rétt yfir 900.00 krónur,kostnaður vegna matsgerðar dómskvaddra matsmanna og annara aðila var komin í ásamt innheimtukostnaði sem ég greiddi, þegar þeir stefndu mér vegna lokagreiðslunnar var komin í tæpar 1.148.000 krónur. Heildarkostnaður hjá mér við málaferlið er því rúmar 2 milljónir.  Alls hljómaði krafan mín upp á 4.438.667 krónur, það eru bætur ásamt kostnaði og svo bætast dráttarvextir við.

Þannig að mér eru dæmdar bætur sem eru rétt um 43% af matinu vegna gallana. Og svo er málskostnaðurinn sem ég mun sitja eftir með þegar ég hef greitt byggingarstjóranum, heilar 200.000 krónur, sem er rétt um 10% af útlögðum kostnaði hjá mér við þetta mál.

Samkvæmt byggingarreglugerðum ber byggingarsjóri ábyrgð á því að húsið er byggt samkvæmt reglugerðum og samþykktum teikningum. En hann var sýknaður af öllum kröfum.

Í dóminum stendur á bls.5

"Stefnandi kveðst telja byggingarstjórann samábyrgan seljanda þar sem hann beri ábyrgð á því samkvæmt 2. mgr. 32. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998 að byggt sé í samræmi við samþykkta uppdrætti, lög og reglugerðir." 

Í lið 9. Aðgengi fyrir hreyfihamlaða utanhús

" Samkvæmt byggingarreglugerð grein 203.1 skulu skábrautir fyrir umferð í hjólastól að jafnaði ekki vera brattari en 1:20. Matsmenn fundu út að kafli á bílastæði næst inngangi íbúðarinnar væri 1:8,7 og halli á gangstétt frá efri brún á kantsteini við götu og á móts við húshorn væri 1:9,8 en halli þaðan og á móts við útidyr íbúðar 1:27 eða minna" 

" Að þessu virtu er það niðurstaða dómsins að við gerð bílastæðis og gangstétt að húsi hafi verið gengið á svig við fyrrgreint ákvæði byggingarreglugerðar og því sé fasteigninni ábótavant að þessu leyti" 

Þarna kemur þversagnarkendi dómurinn inn í málið að minni meiningu, byggingarstjórinn sýknaður.

"Með hliðsjón af því sem að framan er rakið þykir ekki annað komið fram en að umrædd fasteign hafi verið byggð í samræmi við þessi ákvæði að því undandskyldu að því hefur verið slegið föstu að fasteigninni hafi verið áfátt að því leyti að halli á bílastæði og lóð hafi verið mun meiri en kröfur byggingarreglugerðar segja til um." 

Íbúðin var í byggingu þegar við keyptum hana, og þær teikningar sem við fengum og er samþykktar hjá Byggingarfulltrúa Ríkisins, eru þær að íbúðin á að vera fyrir fatlaða, það þýðir hurðir skuli ekki vera minni en 90 cm, við erum með 3 þannig hurðar en allar hinar eru minni. Þeir eru sýknaðir af þessari kröfu þar sem dómarar segja það óumdeilt að íbúð stefnanda er hönnuð með þessar þarfi í huga og verður ekki af gögnum málsins annað ráðið en að hana megi innrétta samkvæmt þörfum hreyfihamlaðra.

Þetta finnst mér vera í hæsta máta fáránlegt, ég kaupi íbúð og fæ teikningar sem búið er að  stimpla og samþykkja að íbúðin sé fyrir fatlaða, þar af leiðandi þurfa hurðargöt að vera 90cm.  Eins og ég segi, eru 3 hurðar 90 cm breiðar hinar hurðarnar eru 80 cm og ein þeirra er 60cm. Þannig að ég kaupi íbúð fyrir fatlaða og það er svo mitt vandamál að fara að brjóta og stækka hurðargötin til að íbúðin verði eins og ég taldi mig hafa keypt hana. Þröskuldar eða uppstig í aðalútidyrum húss fyrir fatlaða skulu ekki vera hærri en 25mm, þröskuldurinn í útidyrahurð hjá mér mældist 60mm inni en 90mm utan frá. 

Hér er linkurinn á dómsúrskurðinn 

Eins og ég segji, jú ég vann málið, en djöfulli er þetta súr sigur.  Það er svo margt sem mig virkilega langar að segja, en það er ekki þorandi. Ég er alls ekki sátt við þennan dóm, sem er frekar  illa lyktandi, að mínu mati.  En ég er alls ekki hlutlaus.


Lífeyrissjóðirnir og skerðingarnar

Skerðing lífeyrissjóðana á greiðslum til öryrkja/lífeyrisþega nema 400 milljónum króna.  Þeir 9 lífeyrissjóðir sem ætla að skerða greiðslur og jafnvel fella þær alveg niður hjá mörgum lífeyrisþegum núna um mánaðarmótin ætla að reyna að svara ráðherra í dag. Sjóðirnir segjast vera að framfylgja samþykktum sjóðanna. "Við eigum að fylgja eftir þeim LEIKREGLUM sem okkur eru búnar og hugsa um hag allra sjóðsfélaga, ekki bara öryrkja," segir Sigurbjörn Sigurðsson, formaður Greiðslustofu lífeyrissjóða."

Lífeyrissjóðirnir breyttu sínum LEIKREGLUM árið 2005, ekki voru sjóðsfélagar spurðir að því. Það er eins og þessir menn sem stjórna þessu telja þetta vera þeirra peningar, málið er að þetta er eign okkar allra og er ekki rétt að nokkrir einstaklingar, sem eru búnir að vera í framapoti í mörg ár og hafa komið sér í góðar stöður ákveði að öryrkjar og líferyrisþegar eigi að skerðast. Ég er búin að vinna fyrir mínum réttindum og nú eru sjóðirnir að ákveða að stela þeim af mér og ég hef bara ekkert um það að segja.

Hvað ætli allt þetta stóra bákn sem þeir eru búnir að byggja upp kosti? Hvaða peningar hafa farið í það? Ætli það séu ekki lífeyrisdréttindi landsmanna sem hafa kostað og borgað fyrir það allt saman. Hvað ætli það séu margir öryrkjar sem eru ekki að fá neinar greiðslur frá sínum lífeyrissjóði, þar sem logið hefur verið að þeim að ef þeir sækji um greiðslur úr lífeyrissjóði, þá muni það skerða allar greiðslur frá Tryggingarstofnun? Hvað ætli það séu margir sem hafa látist um aldur fram og verið einir og alltaf greitt í sjóðina. Hvert fara þeir peningar? Fólk sem er svo óheppið að missa heilsuna og geta ekki unnið, fer að leita réttar síns og fær þær upplýsingar að þeir eiga svo lítil réttindi að það taki því varla að standa í því að sækja um sín réttindi hjá lífeyrissjóðunumDevil Látið ekki ljúga að ykkur og stela ykkar réttindum frá ykkur. Mikið af okkar réttindum fara í að borga fyrir stjórnarformenn, nefndarmenn og fleirra rugl. Þetta eru eigur okkar allra.

Þið sem hafið ekki sótt um greiðslur frá lífeyrissjóðunum þar sem ykkur hefur verið sagt að þið eigið svo lítil réttindi. Þá vill ég eindregið hvetja ykkur til að sækja um, ef þið hafið verið að vinna og eignast réttindi og verðið óvinnufær, þið eigið rétt á að ykkar réttindi eru framreiknuð. Það þýðir að réttindin ykkar eru framreiknuð eins og þið hefðuð greitt til sjóðsins til 67 ára aldurs, og greiðslurnar eru svo miðaðar við það.

Látið ekki ljúga að ykkur og stela af ykkur því sem þið hafið unnið ykkur inn. Þetta eru ykkar réttindi. Þegar ég varð óvinnufær eftir bílsslys, þá fékk ég greiðslur frá mínum lífeyrissjóði, í upphafi voru þær að mig mynnir 1.500-1.800 krónur á mánuði, ég fór að lesa mér til um reglur og lög, og þá kom i ljós að ég átti rétt á framreikningi og greiðslurnar hækkuðu all verulega. Mánaðarleg greiðslur hjá mér fóru úr 1.500-1.800 krónum upp í tæpar 18.000 krónur. Þannig að látið ekki ljúga að ykkur og hætta við að sækja ykkar réttindi, þær skerða ekki allar greiðslur frá TR. 


Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband