Gallar í nýbyggingum

Gallar í nýbyggingum eru mikið algengari en fólk heldur, því það eru ekki nema smá brot af kaupendum sem gera eitthvað í málunum. Ég keypti íbúð árið 2000, hún átti að vera samkvæmt auglýsingu LÚXUS ÍBÚÐ, en þrátt fyrir ýtarlega leit hef ég ekki enn rekist á þennan svo kallaða lúxus. Það voru eingöngu Íslendingar sem sáu um lokafrágang hér.

Íbúðin heldur hvorki vatni né vindi, allir hlaðnir veggir illa sprungnir og hafa gengið til, hæstu punktar á gólfinu inni á baðherbergi er þar sem niðurfallið er. Blindur maður hefði flísalagt betur en þeir sem sáu um að flísaleggja hér, fúgur eru frá 3mm og upp í 1 cm, rakaskemmdir í útveggjum og ýmislegt fleirra. Og það besta við allt saman er svo það að íbúðin á að vera fyrir fatlaða, sem þýðir 90 cm breiðar hurðir, en hurðirnar hér eru 70,80 og sumar 90 cmCrying

Þegar við fórum að benda á hina ýmsu galla við byggingaraðilan, þá var alltaf einn starfsmaður sem við nágrannarnir kölluðum hirðfíflið, með fullt af æðislegum svörum. Þegar við sögðum að hurðar og gluggar héldu hvorki vatni né vindi þá var hann snöggur að svara að við værum náttúrulega alltaf með ferskt loft í íbúðinni og við gætum bara notað regnvatnið til að skúra með. Við vorum alveg æðislega ánægð að þurfa ekki að burðast um með skúringarfötu. LÚXUS!!!!!

Af 8 íbúðum er ég sú eina sem fór af stað með málaferli, hinir ætluðu að bíða og sjá til hvernig okkur gengur. Dómskvaddir matsmenn búnir að koma, það var kostnaður upp á tæpar 740.000kr, heildarkostnaður komin yfir 2 milljónir. Þegar byggibgaraðilinn var spurður af hverju íbúðin væri ekki með hurðar sem eru 90cm breiðar eins og teikingarnar sína, þá var svarið "Eigum eftir að skila inn nýjum teikningum til byggingarfulltrúa, þar sem íbúðin er ekki byggð fyrir fatlaða." Hann vildi sem sagt meina að það er hægt að selja íbúð sem er með samþykktar teikningar og fara svo nokkrum árum seinna og skila öðrum breyttum teikningum eftir sölu. Þeir gátu heldur ekki svarað af hveju hurðirna á íbúðinni eru í 3 mismunandi breiddum.

Lögfræðingurinn minn sendi kröfugerðina á þá í fyrra, þeirra lögfræðingur átti að svara inn 2 vikna, en tók sér 14 vikur. Loka orð lögfæðings byggingaraðilanns í svari hans við kröfunni voru,  "Umbj. minn hefur haft mikinn kostnað af málsvörn sinni í máli þessu. Umbj. minn mun gera kröfu um að fá hann bættan að fullu sjái umbj. yðar ekki að sér í máli þessu og láti mál þetta niður falla" Málið er í Héraðsdómi og verður aðalmeðferðin í október, geiðveikt hlakka ég til þegar þessu líkur, þá mun ég líka gefa upp nöfn og fleirra.

Málið er að það á að fara fram lokaúttekt á öllum nýbyggingum áður en flutt er inn í þær, því sleppa byggingaraðilarnir í flestum tilfellum.  Hvernig er hægt að veita íbúðarlán og veðsetja íbúðir ef ekki hefur verið gerð lokaúttekt????? Hvernig er hægt að senda fólki reikninga fyrir fasteignagjöldum ef ekki er búið að gera lokaúttekt og ekki á að flytja inn fyrr en úttektin hefur farið fram????. Lokaúttekt þýðir að byggingu er að fullu lokið, hvernig geta byggingarfyrirtæki verið með mörg hundruð íbúðir í byggingu og löngu búið að selja þær allar en alveg sleppt því  að láta gera lokaúttekt ????????? Af hverju fá þeir að halda áfram að byggja ef þeir klára aldrei neinar byggingar????????

Það þarf að gera eitthvað rótækt í þessum málum, og reyna að fara að framfylgja öllum þessum lögum og reglugerðum, sem að byggingaraðilar komast endalaust um með að hundsa.  Kaupendur eru í flestum tilfellum að setja aleiguna sína í þetta, og eru ekki með allan þann pening sem þarf til að standa í málaferlum.


mbl.is Gallar í nýbyggingum alvarlegt og algengt vandamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 38083

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband