Hrokar í heilbrigðiskerfinu

Ég er búin að horfa á viðtölin við formann sálfræðingafélagsins Hr. Pétur Tyrfingsson, þar sem hann talar um kukl, skottulækningar og fjárploksstarfsemi. Þetta er nú meiri risaeðlan, hann heldur ábyggilega að jörðin er flöt. Þessi maður var sér og sinni stétt til háborinnar skammar.

En vandamálið í heilbrigðisgeiranum eru þau að þeir sem eru háskólamenntaðir telja sig vera yfir aðra hafna og vera alvitrir. Er hroki kenndur í Hákólanum?  Hroki er mjög algengt vandamál hjá læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki. 

Læknar og fleirri innan heilbrigðiskerfisins, telja að allt sem er ekki hægt að læra í Hákólanum á Íslandi er bara kukl, til dæmis nudd, höfuð,beina og spjaldhryggsjöfnun, hnykkur, nálastungur og fleirra. Í flestum löndum eru þetta viðurkenndar meðferðir og oft á tíðum eru þessar meðferðir notaðar inn spítalanna og mælt með því af læknum, eins og á norðurlöndunum.

Ef sálfræðingar væru svona gagnlegir, af hverju erum við Íslendingar með himin há útgjöld vegna þunglyndis- og geðlyfja? Eru sálfræðingar farnir að notast svo mikið við ÖMMUSÁlFRÆÐINA eins og Pétur Tyrfingsson segist gera, er ömmusálfræðin kennd í Háskólanum? Ef sálfræðingar eru svona færir, af hverju er þá svona margir Íslendingar á geðlyfjum?

Þetta er algengasta og þægilegasta og ofnotaðasta meðferðir hjá læknum, að hlusta ekki á sjúklingana og afgreiða flesta kvilla með lyfjum.

 Ég hef ekki heyrt um nein dauðsföll vegna óhefðbundinna lækninga, en mistök hjá læknum og öðru starfsfólki innan heilbrigðisstofnanna hafa valdið mörgum sjúklingum örorku og dauða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

“Ef sálfræðingar væru svona gagnlegir, af hverju erum við Íslendingar með himin há útgjöld vegna þunglyndis- og geðlyfja? Eru sálfræðingar farnir að notast svo mikið við ÖMMUSÁlFRÆÐINA eins og Pétur Tyrfingsson segist gera, er ömmusálfræðin kennd í Háskólanum? Ef sálfræðingar eru svona færir, af hverju er þá svona margir Íslendingar á geðlyfjum?”

Ja, ég skal svara þér því Ingunn mín ☺

Ástæðan fyrir því að Íslendingar eru með svona himinhá útgjöld vegna þunglyndis- og geðlyfja er sú að enn sem komið er fást sálfræðitímar ekki niðurgreiddir. Það er synd og skömm, þar sem sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að hugræn atferlismeðferð, sem er sú aðferð sem upprennandi sálfræðingum er kennd í okkar ágæta Háskóla Íslands, er mun árangursríkari en lyfleysa, sem er einmitt sá prófsteinn sem miðað er við þegar nýjar aðferðir og lyf eru teknar til athugunar.

Það að fara til sálfræðings kostar mikinn pening. Það kostar líka mikinn pening að fara til geðlæknis, en ríkið borgar á móti þér og þess vegna þarftu ekki að borga allt úr eigin vasa. Því er það að margir Íslendingar fara fremur til geðlækna heldur en sálfræðinga. Ekki það að geðlækningar séu slæmar, alls ekki, en raunin er sú að sýnt hefur verið fram á að fólk sem fær hugræna atferlismeðferð veikist síður aftur af þeim geðkvilla sem hrjáði það heldur en ef það fær bara lyfjagjöf.

Lilja sif Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband