6.10.2007 | 17:39
Okkar tími hlýtur að vera komin!!!!
Ég er ánægð með ÖBI og þann þrýsting sem þeir setja á stjórnvöld og lífeyrissjóðina. Það er vonandi að stjórnvöld ætla loksins að fara að breyta og laga þetta flókna velferðarkerfi.
Helstu áherslur ÖBÍ eru að grunnlífeyrir (örorkulífeyrir) verði tvöfaldaður frá því sem nú er, en hann er í dag kr. 24.831 á mánuði. ÖBÍ vill að grunnlífeyririnn verði hækkaður upp í kr. 50.000 frá og með áramótum. Samanlagður grunnlífeyrir og tekjutrygging nemur í dag kr. 104.000 krónum en mundi eftir hækkun nema kr. 130.000. Þá er lögð áhersla á að skattleysismörk verði hækkuð upp í kr. 140.000 og að frítekjumark verði hækkað úr kr. 300.000 í kr. 900.000. Að lokum leggur ÖBÍ áherslu á að heilbrigðisþjónusta verði notendum að kostnaðarlausu.Svo er bara spurning hvað lífeyrissjóðirnir ætla að gera. Á seinasta greiðsluseðli sem kom frá þeim stendur "Vinsamlegast athugið að síðasta óbreytta greiðsla á örorkulífeyri verður fyrir októbermánuð" það eina sem mér fannst vanta aftan við þessa tilkynningu frá lífeyrissjóðnum er "Vonum að þú megir svo eiga Gleðileg Jól" Október greiðslan er greidd 1. nóvember þannig að mín greiðsla verður tæpum 25.000 kr lægri þann 1.desember. Mig hlakkar svo til Jólana
Örkyrkjar nú er bara um að gera að fara að láta heyra almennilega í sér. Það er alveg örugglega einhverjir öryrkjar, sem eru í þeim hópi að missa sínar íbúðir á uppboði í hverri viku. ÞRJÁR FJÖLSKYLDUR Á VIKU.
ÖBÍ fagnar stefnu stjórnvalda um umbætur í velferðarkerfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 38083
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.