Conserta

Fyrir nokkrum árum síðan var ákveðið að senda elsta son minn í greiningu, honum gekk ekki nógu vel í skólanum og var oftast úti á þekju, og heima námið tók alltaf margar klukkustundir á dag og stundum fóru heilu helgarnar í heimanámið þar sem hann þurfti að vinna upp allt það sem hann kláraði ekki í skólanum. Umsjónarkennarinn hans ræddi við mig um þetta, hún var kennari af líf og sál sem hafði mikin áhuga á kennslunni, nemendunum og reyndar foreldrunum líka.

Ferlið fer í gang og byrjað er að vinna með drenginn, hann greinist með athyglisbrest, ég fer að lesa mér til um þetta allt saman, svo að ég sem móðir fari að skilja hvað er að hjá syni mínum og hvernig hann hugsar. Við vorum á mánaðarlegum fundum í skólanum og ræddum um hans mál og hvað var hægt að gera til að hjálpa honum svo að honum myndi ganga betur og líða betur í skólanum. Áþessum fundum var alltaf sagt að hann þurfti að fá stuðning og fara í sérkennslu til að vinna sig upp, en það var mjög takmörkuð aðstoð sem hann fékk, því alltaf var sama svarið EKKI TIL PENINGUR NÉ TÍMI. Umsjónarkennarinn hans tók hann í munnleg próf, þar sem honum gekk erfiðlega að koma sér í gang og halda athyglinni. Og einkunnirnar hans hækkuðu all hressilega, strákurinn kom heim með einkunnarblöðin um vorið og sagði "Ég er ekki heimskur" Guð minn góður, því líkt áfall fyrir mig að heyra hann segja þetta, þetta var sú tilfinning sem hann var búin að hafa fyrir sjálfum sér frá því að hann byrjaði í skólanum. Honum fannst hann vera HEIMSKUR OG LATUR.  

Það tók tvö ár að komast að hjá sérfræðingi, ég var að vera geðveik á þessu öllu saman, en hringdi stöðugt og suðaði þar til hann komst loksins að. Ég og sonur minn vorum búin að ræða mjög mikið um athyglisbrest og ofvirkni og allt í tengslum við það. Hann var búin að taka þá ákvörðun að hann ætlaði ekki að láta setja sig á eitthvað DÓP eins og Rítalín, hann ætlaði ekki að enda sem einhver dópisti eins og hann sagði sjálfur, en umræðan í fjölmiðlunum á þeim tíma var alltaf sú að það var samhengi á milli þess að vera á Rítalíni og enda svo sem dópisti.

Sem sagt hann komst loksins að hjá sérfræðingi eftir langt ferli og ennþá lengri bið. Læknirinn spjallaði við okkur og talaði mikið við son minn og útskýrði sjúkdómin vel fyrir honum, svo var tekin sú ákvörðun að setja hann á lyf sem heitir Conserta. Það tók smá tíma að stilla hann af og finna rétta skammtinn fyrir hann.

Nú er hann búin að vera á Conserta í rúmlega eitt ár. Honum líður svo margfallt betur og gengur alveg frábærlega í skólanum, áður fyrr hataði hann skólann, nú hangir hann í skólanum í langan tíma eftir að skóldeginum lýkur. Hann hefur grennst um ansi mörg kíló, því eins og hann segir sjálfur þá er hann ekki lengur með þörf fyrir því að borða endalaust eins og áður, það er kannski ekki svo skrítið því hann var reyndar orðin þunglyndur á því að vera í skólanum, sitjandi þarna, með athyglina alls staðar annarsstaðar en við skólann og námsefnið. Oft sögðu kennarar við hann að vera ekki svona ferlega latur, en það voru kennarar sem höfðu engan skilning á ADD sjúkdóminum. Honum og reyndar allri fjölskyldunni líður bara svo miklu betur, honum finnst námið orðið svo auðvelt, það sést reyndar glögglega á einkunum hans, með yfir 8  meðaleinkunn. Núna er hann að stefna á það að taka samræmd próf í tungumálunum, ári á undan áætlun og hefur fulla getur til þess með einkunnir í tungumálum upp á 9,5Cool

Conserta lyfið er alla vega að svínvirka á drenginn, og honum sjálfum líður svo miklu betur og sjálfsálit hans er oðið himinhátt, hann var niðurbrotinn, þunglyndur og fannst hann vera heimskur og laturFrown


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 38083

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband