11.10.2007 | 13:47
Lesblinda, kostar foreldra kvartmilljón
Ég var að lesa fréttablaðið og sá þar frétt um umræður á alþingi
Þingmaður vill að ríkið greiði kostnað vegna greiningar og leiðréttinga á lesblindu:
Kostar foreldra kvartmilljón
ALÞINGI. Ríkið á hiklaust að greiða kostnað við lesblinduleiðéttingu, og færa má rök fyrir því að það sé skylda grunn- og framhaldskóla að bjoða upp á slíkt, sagði Atli Gíslason, þingmaður vinstri grænna.
Atli vakti máls á lesblindu í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Hann spurði menntamálaráðherra hvort hún ætli að beita sér fyrir því að lesblindir nemendur í grunn- og framhaldskólum eigi kost á lesblinduleiðréttingu, sér og foreldrum sínum að kostnaðarlausu.
Kostnaður foreldra við greiningu og leiðréttingu fer nærri því að vera 250 þúsund krónur, sagði Atli. Mikilvægt sé að bjóða nemendum upp á leiðréttingu til þess að umbreyta náðargáfunni lesblindu í snilligáfu.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði að nefnd sem hún skipaði síðla árs í fyrra hafi lokið störfum, og framkvæmdahópur hafi í kjölfarið verið stofnaður til að koma tillögum nefndarinna í framkvæmd.
Ákveðið hafi verið að koma á fót heimasíðu um lestrarerfiðleika þar sem nemendur og foreldrar geta fengið upplýsingar. Auk þess hafi Námsmatsstofnun verið falið að breyta samræmdum prófum í grunnskóla þannig að þar sé skimað eftir lesblindu.
Alltaf þarf að skipa einhverjar nefndir og framkvæmdahópa sem kosta skattborgarana heilan helling, sem eru svo vita gagnslausar. Ákveðið var að koma á fót heimasíðu um lestrarerfiðleika, það er til mjög góð heimasíða um lesblindu og því er alveg óþarfi að gera aðra. Námsmatsstofnun falið að breyta samræmdu prófunum, hvaða gagn á að vera í því, þeir sem eru lesblindir geta ekki lesið og skilið þetta bölvaða próf. Þannig að það er alveg sama hvernig prófum, bókum og fleirra er breytt, þau eru verða lesblind með takmarkaðan skilning á því sem þau lesa, þar til lesblinduleiðrétting hefur farið fram.
Ég er búin að lesa mér mikið til um þetta, þó að ekkert af mínum börnum eru með lesblindu, og málið er bara það að við bókaormarnir erum of ferkönntuð til að skilja þá sem eru lesblindir og því tel ég að menntamálaráðherra ætti að kynna sér lesblinduna. Lesblindir eru yfirleitt með miklu hærri greindarvísitölu en við hin og það eru við læsa fólkið sem stöndum í vegi fyrir því að snilligáfa lesblindra komi í ljós. Allir kennarar eru bókaormar og skilja því ekki lesblinda nema þeir sem hafa lært lesblinduleiðréttingu. Lesblindir sjá allt í þrívídd og venjulegar hvítar bækur með svörtu letri, er það verst sem við látum lesblinda fá, stafirnir í bókunum eru á fleygiferð hjá þeim sem eru lesblindir og þess vegna eiga þeir erfitt með að vera kyrrir og lesa. Lesblindir eru snillingar með mikla náðargáfur en vegna skilningsleysis okkar hinna, þá líður þeim illa í skóla, hreint og beint hata skólagönguna og hætta í mörgum tilfellum eftir að skólaskyldunni líkur, og þó nokkrir þeirra hafa nú bara endað í vitleysu vegna vanlíða.
Það er okkar skylda að hjálpa lesblindum, það stendur nú bara í grunnskólalögunum, þannig að það er alger óþarfi að setja af stað nefndir og framkvæmdarhópa til að ræða þessi mál. Það á bara að borga fyrir lesblinduleiðréttinguna og það strax í dag, við eigum ekki að missa hugsanlega framtíðarsnillingana í dóp og vitleysu, út af nísku. Það eiga öll börn rétt á að fá menntun, og þá er tilgangslaust að láta lesblinda sitja í grunnskóla í 10 ár ef þeir fá ekki þessa nauðsynlegu leiðréttingu á lesblindunni.
Það er mannréttindarbrot af okkar hálfu að neita þeim um lesblinduleiðréttingu, svo að þau geti lesið og skilið það sem við eigum að læra í grunnskólum. Snilligáfan mun aldrei koma í ljós hjá þeim á meðan bókaormarnir neita lesblindum um þeirra hjálpartæki. LESBLINDULEIÐRÉTTINGU
Endilega kíkið á vefsíðuna http://www.lesblind.is
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.