17.10.2007 | 01:01
Friðarsúlan virkar ekki í Reykjavík!!!!!
Guð minn góður hvað þetta er kaldhæðnislegt allt saman, þá á ég við allt þetta rugl varðandi Orkuveiturna, REI og allt það mál. Það var haldin stór athöfn í Viðey og kveikt á friðarsúlu og svo fer bara allt í bál og brand, greinilega of mikilli orku hleypt á þar. Reykjavík fór bara til fjandans við þetta. Friðarsúlan ekki að virka í henni Reykjavík.
Það virðist vera að þeir ríku verða ríkari og stela öllu steini léttara með aðstoð pólitískra vina, mig langar að eiga svona vini. En ég er bara öryrki og verð víst að sætta mig við það sem mér er rétt, á víst ekki nógu valda mikla vini, svo að ég verði rík
Það er ekki nokkur leið að vita hver er að ljúga og hver ekki, en mikið ofboðslega er mikil skítalykt af þessu öllu saman, það virðast vera að nokkri flokksbræður hans Bjössa í þessum hóp sem vilja ná sér í nokkrar auka krónur.
Ísland kemur vel út í alþjóðlegum könnunum varðandi spillingu, hver svara þeim könnunum? Hvernig eru þær gerðar, ég bara spyr? Þetta land er að verða svo spillt og siðblint að þetta er orðið ógeðslegt.
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 38083
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.