Öryrkjar smá saga og muna undirskriftarlistana

Þekki einn öryrkja sem kom í okkar hóp fyrir 3 árum, hann var búin að vera á sjúkradagpeningum í marga mánuði, svo kom í ljós að hann muni að öllum líkindum aldrei komast aftur út á vinnumarkaðinn.

Þá er farið af stað með þetta flókna kerfi að sækja um örorkulífeyri, hjá TR og lífeyrissjóðunum, TR var ca. 2 mánuði að afgreiða umsóknina, en lífeyrissjóðirnir voru heldur lengur um að afgreiða málið.

TR náttúrulega mótreiknar sjúkradagpeningana og allt það á móti bótunum, og eins og vanalega vissi starfsfólkið hjá TR ekkert hvað það var að gera, þannig að ég þurfti að fara niður í TR og útskýra fyrir þeim allt hel... klúðrið hjá þeim, það munaði ekki nema rétt um 250.000 kr hjá viðkomandi. Svo kemur úrskurðurinn frá lífeyrissjóðunum og þá er endurreiknað hjá TR og viðkomandi er í skuld upp á 230.000 kr. hjá TR. Svo kom að því að skila inn skattaskýrslunni, og þá enn eina ferðina er klúður hjá TR og enginn veit neitt í sinn haus þar niður frá frekar enn fyrri daginn. Ríkisskattstjórinn fékk 4 mismunandi tölur frá TR og var í heljarinnar veseni á klára alla útreikninga.

Svo kemur aftur að því að gera tekjuáætlun fyrir áramótin, sem viðkomandi gerir og gefur upp ríflegar greiðslur frá lífeyrirssjóðunum. Svo um haustið, það er að segja í fyrra þá kom aftur reikningur upp á 130.000 kr skuld við TR, bara smá viðbót við hinar 230.000 krónurnar. Ég fer að skoða málið og tek þá eftir því að það sem vinur minn hafði gefið upp sem lífeyrisgreiðslur, hafði verið skráð sem launagreiðslur. Launagreiðslur skerða bætur um 40% en lífeyrisgreiðslur skerða bætur um 60%. Vinur minn bað um að fá ljósrit af tekjuáætluninni sem hann gaf upp og þessar greiðslur voru skráðar í réttan reit. Það kom svo í ljós að fyrst var þetta skráð rétt en svo fór einhver starfsmaður hjá TR að breyta þessu og skráði þetta sem laun, ég fór með vini mínum og talaði við starfsmenn á 2 eða 3 hæðinni, nennti ekki að tala við misgáfaða fólkið í þjónustuverinu, og sagði að það væri ekki ásættanlegt að starfsfólkið væri að vesenast og rugla með hlutina fram og til baka og svo er fólk bara með skuldir upp fyrir haus, sem tekur svo nokkur á að komast út úr.

En með smá rökfærslu og hótunum tókst að fá þá að fella þetta niður,það er að segja 130.000 krónurnar, þar sem að þetta var starfsmaður TR sem var að fikta í málum sem hún hafðir ekkert vit á. 

En svona er líf lífeyrisþegaAngry


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég held að það sé orðið reglan í stað undantekning að illa gangi í samskiptum við TRST.  munið hlekkinn  

http://www.petitiononline.com/lidsauki/

Ásdís Sigurðardóttir, 18.10.2007 kl. 21:43

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þetta er náttúrulega bara ekki í lagi. Ætli það sé einhver sem skilur reglurnar og útreikningana hjá TR??? Ég hef aldrei skilið þetta og hef þó átt í samskiptum við þessa stofnun í nokkur ár. 

En við berjumst áfram! Baráttukveðjur

Ragnhildur Jónsdóttir, 19.10.2007 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 38083

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband