Lífeyrisþegar skuldugir vegna laga.

Eftir að ég fékk bréfið frá TR varðandi upphæðina sem ég skulda þeim, þá hafði ég samband við þjónustuverið og bað um að fá sendandi tekjuyfirlýsingar seinustu ára, þar sem mér finnst það furðulegar tölur á tekjuáætlunum sem TR gerir. Á tekjuáætluninni frá þeim fyrir árið í fyrra er skráð upphæð sem er lægri greiðslur en ég fékk frá lífeyrissjóðinum árið 2004.Woundering Í þessari viku fæ ég svo póst frá TR og í því var tekjuáætlunin sem þeir gera en ekki tekjuyfirlýsingin sem ég sendi sjálf inn og skrifa undir og bað um að fá. Og viti menn með í póstinum frá TR var tekjuáætlun annarar konu sem einnig er lífeyrisþegi og þar sé ég hennar nafn, kennitölu og áætlaðar greiðslur frá lífeyrissjóðunumPinch En svona eru vinnubrögðin hjá TR, og þetta er ekki undantekning, heldur er það undantekning ef starfsfólkið viti hvað það er að gera, segja og svo framvegis.

Við erum ekki að biðja um að fá Orkuveituna gefins eða neitt svoleiðis, bara að TR og ríkið eru ekki að stefna lífeyrisþegum í margra ára skuldir, vegna furðulegra laga og  vinnubragða. Þetta eru hrein og klár mannréttindabrot að hegna fólki fyrir að spara, vera í sambúð eða gift, og að miða við hvaða önnur réttindi viðkomandi hefur. Ekki eru pólitíkusarnir að fá bara greitt fyrir að sitja á alþingi, heldur eru þeir að fá mörg hundruð þúsundir aukagreiðslur fyrir hin og þessi nefndarstörf, og þá skiptir engu máli hvaða laun þeir eru með í öllum þeim störfum, það eru engin viðmið eða skerðingar hjá þeim. Ekki fá makar þeirra greiddar lægri tekjur vegna tekjur maka, engar skerðingar þar á bæ. 

Kæru vinir muna eftir undirskriftarlistanum http://www.petitiononline.com/lidsauki/  og áfram sendið linkinn til allra sem þið þekkið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Þetta er alveg óþolandi, þetta er full vinna að eiga við þetta bölvaða kerfi, ég er alveg sammála þér Jón varðandi skerðingu vegna vinnu, en það ættu samt að vera einhver hæfilega leyfileg mörk á tekjuöflun en ekki hlæginlega lág mörk eins og eru í dag. Alla vega fyrir þá sem geta og hafa heilsu til að vinna eitthvað. En í dag er ég til dæmis skuldug við TR og svo ætlar lífeyrissjóðurinn að skerða mínar greiðslur um 24.500 kr á mánuði, þetta eru um 300.000 kr á ári, þetta er að verða alveg drullu erfitt að standa í þessu, en ég held áfram að berjast, ég gefst ekki upp.

Ingunn Jóna Gísladóttir, 18.10.2007 kl. 23:56

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Ótrúlegt!  Nei, það má ekki gefast upp, við verðum að fá leiðréttingu á þessari vitleysu.

Ragnhildur Jónsdóttir, 19.10.2007 kl. 00:27

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Ingunn Jóna, velkomin í bloggvinahópinn minn

Sameinuð stöndum við "Fjöryrkjar"

Ragnhildur Jónsdóttir, 19.10.2007 kl. 00:38

4 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Var að kíkja á listann, undirskriftirnar eru komnar yfir 700 , Heiða og Ásdís þetta er alveg frábært hjá ykkur. Takk og nei, við gefumst ekki upp og afsönnum fyrirsögnina í 24stundir "Öryrkjar eru sjálfum sér verstir"

Ingunn Jóna Gísladóttir, 19.10.2007 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 38058

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband