Brjálað að gera.

Var búin að bíða lengi eftir þessum degi, í dag átti yngri sonur minn sem lenti fyrir bíl tíma hjá heila og taugasérfræðingi, ég hef haft miklar áhyggjur af honum vegna minnisleysis, svo er hann ferlega uppstökkur og bara breytturFrown. Læknum á Borgarspítalanum sáu enga ástæðu til að vera að skoða eða athuga hans heilsu neitt meir, við vorum svo greinilega að trufla læknana þar upp frá. 

En þessi sérfræðingur gerði helling af taugaprófum, og ákvað að senda drenginn í segulómun af höfði, mikið ofboðslega létti mér við það, mér fannst ég ekki vera að trufla hann og hann hafði áhuga og áhyggjur af þeim persónuleika breytingum  sem drengurinn hefur orðið fyrir. Svo á hann að fara til taugasálfræðings sem mun skoða hann og vinna með hann.

Jæja eftir hádegið var svo komið að foreldraviðtölum í skólanum, unglingurinn minn er bara að standa sig svo geðveikt vel, svo kurteis og með frábærar einkunnir, að ég sá vængina vaxa út úr herðablöðunum á honum og það kom skær geislabaugur fyrir ofan höfuðið á honumHalo, hann er algerlega punktalaus, sá eini í bekknum, OMG hvað ég er stolt af honum, ekki lengur skilningslausir kennarar sem kalla hann latanAngry, heldur skilja þeir að hann er með athylisbrest, en lyfin hjálpa alveg geðveikt mikið.

Yngri sonurinn ofboðslega duglegur og kurteis, gengur vel en er að dragast aftur úr, hefur versnað þó nokkuð í lestri og öðrum fögum, þannig að afleiðingar slyssins virðist hafa skert  námsgetuna að einhverju leiti, en það er vonandi að þetta er tímabundið.

Svo var farið á handboltaæfingu, og eftir það beint út í skólann aftur á bekkjarkvöld, sem ég átti að hafa umsjón með. Úffff 50, 9 og 10 ára hress börn með raddböndin í lagiWhistling En börnin voru ánægð með bekkjarskemmtunina, að fá að sleppa sér í leikfimissalnum í tvo klukkutíma og engir kennara að skammast í þeim og segja þeim að vera stillt og hafa ekki læti, þau voru vel þreytt og sveitt þegar þau fóru heim. Við foreldrarnir sem sáum um þetta, með smá hausverk, en hann lagast, alla vega hjá þeim hinum, þau losna við sína verkiPinch.

En eins og ég sagði í gær þá fannst mér ekki ólíklegt að undirskriftarlistinn færi á flug í dag og þegar ég loksins settist niður fyrir framan tölvuna og kíkti, þá varð maður bara klökkur 2129 búnir að skrifa, og það tikkar hratt. Frábært, æði ég gæti öskrað að gleði, ætti kannski að hringja í lögguna og fá þá að skutla mér út í Heiðmörk og öskra þarLoL 

En þið sem eruð ekki búin að skrifa á undirskriftarlistann, endilega kíkið á hann og skutlið nafni ykkar á hann hér

Fjöryrkja baráttukveðjur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ skvís. Sonur minn breyttist mjög mikið eftir fyrsta slysið sitt, framheilaskaði eins og það er kallað, persónu breytingar verða mjög miklar. Gott að verið er að skoða strákinn vel, höfuðið er viðkvæmt og eins gott að vita hvað er að svo hægt sé að hjálpa börnunum sínum. Þú lofar okkur að fylgjast með.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.10.2007 kl. 23:43

2 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Til hamingju með duglega unglinginn þinn  Ef þú ætlar með löggunni í Heiðmörk að þá væri fínt ef að þið leyfðu mér að koma með

Katrín Ósk Adamsdóttir, 24.10.2007 kl. 08:30

3 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Takk fyrir hlý orð frá ykkur skutlum, og jú auðvitað fái þið að fylgjast með.  Katrín ég læt þig vita ef ég fæ far í Heiðmörkina

Ingunn Jóna Gísladóttir, 24.10.2007 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 38083

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband