24.10.2007 | 12:19
Baráttan heldur áfram
Nú er allt að fara á fullt, maður er í baráttu alls staðar, ég stökk út í djúpulaugin með fjöryrkjahópnum, og þvílíkt fólk og baráttugleði. Samstaðan er á við vítamínsprautu í afturendan. 2352 undirskriftir komnar og við erum alls ekki hætt.
Eins og ég bloggaði um í gær er nú sonur minn loksins komin til lækna sem sjá ástæðu til að rannsaka og mynda hann betur. Svona heilbrigð skynsemi segir mér að 27 kg líkami getur ekki komið heill út úr því að fá eitt tonn af járnhrúgu á sig á 30-40 km hraða. En enn og aftur vill ég segja það að nota hjálma þegar þau eru að hjóla. Ef hann hefði ekki verið með sinn hjálm, þá væri hann ekki hér. Sá alveg eins hjálm og hann var með í Toys R us, sama merki og sama þyngd á hjálminum, og hann kostaði heilar 1.199 kr. Þannig að ég mæli með að foreldrar kíki þangað og kaupi hjálma á börnin, þó þeir eru ódýrir þá standa þeir svo sannarlega fyrir sínu.
Eftir 6 daga eða þriðjudaginn í næstu viku kl.9:15 á ég svo að mæta í Héraðsdóm Reykjavíkur, þá byrjar aðalmeðferðin í máli hjá mér gegn byggingaraðilanum sem byggði íbúðina okkar. Þetta er búið að vera hræðilega langt og dýrt ferli, en ég er þrjóskuhundur sem gefst ekki upp, er búin að standa í þessu í 7 ár. Byggingaraðilanum og lögfræðingnum þeirra finnst ég vera að kvarta að ástæðulausu, íbúðin heldur hvorki vatni né vindi, sem ég tel vera stórana galla, en ekki þeim en það er út af því að þeir þurfa ekki að búa í þessu, það er ég. Rakaskemmdir í útveggjum, þeirra lausn á því er að kynda vel og lofta út, get ekki loftað mikið betur út en ég geri, gluggarnir eru svo óþéttir að þetta er allt sjálfvirkt Og það versta er að allir hlaðnir veggir eru að losna frá lofti og farnir að hallast til. Svo voru settar 3 mismunandi stærðir af hurðum, þeim hefur líklega þótt það svo cool, en þar af leiðandi er íbúðin ekki hæf fyrir fatlaða eins og hún átti að vera. En Guð hvað ég vona að þessu máli lýkur fljótlega, þannig að það verði loksins hægt að mála og laga hurðar og glugga, því veðráttan sem er núna á þessum tíma er alveg óþolandi, á meðan íbúðin er svona og þetta bætir ekki heilsuna.
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 38058
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ÓmæGod Ingunn, þú ert ekki í neinu afslappelsi þessa dagana Já, skrítið að þú skulir ekki sætta þig við hús sem heldur hvorki vatni né vindum! eða þannig sko.
Baráttukveðjur til þín, vona að þú fáir rétt þinn/ykkar í gegn þarna, ... já á öllum sviðum
Ragga fjöryrki
Ragnhildur Jónsdóttir, 24.10.2007 kl. 12:56
Ég er ánægð með að undirskriftirnar séu að fjölga sér svona Gott mál að þú gefist ekki upp og haldir fast við það sem rétt er þótt að oft sé það erfiðari en að gefast bara upp og óskandi að þessu fari að ljúka á farsælann hátt og ég mæli með að þú hvessir augunum á þetta lið eða
Katrín Ósk Adamsdóttir, 24.10.2007 kl. 13:00
Nei, mér leiðist sko ekkert þessa dagan, En samstaða og stuðningur ykkar og fjöryrkjahópsins gefa mér líka gífurlega orku
Það væri gaman að fjöryrkjarnir færu að hittast yfir kaffibolla, Heiða kíkti í kaffi í fyrradag, búum nánast í sama hverfi, hún er reyndar nágranni systur minnar Lítill heimur.
Baráttu fjöryrkjakveður Ingunn
Ingunn Jóna Gísladóttir, 24.10.2007 kl. 13:22
Ingunn, já, ég er sko alveg til í að hittast í kaffi. Ég sé að netadressan þín er þarna fyrir ofan, ég sendi bara á þig.
Sjáumst
Ragga fjöryrki
Ragnhildur Jónsdóttir, 24.10.2007 kl. 14:40
Svakalegt að heyra um þessi íbúðarmál, ó mæ god, öfunda ykkur ekki Vona það besta fyrir þig og þína. Já, við djöflumst áfram fjöryrkjar ekki spurning
Ásdís Sigurðardóttir, 24.10.2007 kl. 21:57
Það er alveg nóg af baráttumálum í gangi hjá mér En ég fæ kraft frá Fjöryrkjum Sjáumst hressar. Fjöryrkjakveðjur
Ingunn Jóna Gísladóttir, 25.10.2007 kl. 01:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.