25.10.2007 | 01:37
Góður endir á erfiðum degi
Eftir hádegi hringdi skólahjúkrunarfræðingurinn í mig og sagði mér að Stefáni hefði verið hrint og væri með mikla verki í baki og mjöðm. Við hentumst að stað og í skólann að sækja hann, hann situr hágrátandi inn hjá hjúkrunarfræðingum, og ég þurfti enn og aftur að útskýra það að hann hafði lent í slysi og væri ekki í topp formi, það er eins og það eru ekki allir að fá upplýsingarnar í skólanum. arrrrg . Hjúkkan sagðist ætla að skoða málið og hringja í mig á morgunn. En jæja við mæðginin áttum tíma í hnykk, sem hefur hjálpað okkur báðum mjög mikið.
Á meðan við bíðum hjá hnykkjaranum hringir hjúkkan í mig, var búin að tala við alla kennarana, skoða og bera saman námsárangur frá því vor og svo núna í haust, og eins og hún og kennararnir sáu er honum að hraka í náminu Hjúkkan ákvað að ræða þessi mál og hafa samband við sálfræðing sem hún vill að hann fari til. Hún var svo hneyksluð á því að læknarnir á slysó sáu enga ástæðu til að fylgjast með honum. Þannig að hún setur af stað teymi til að vinna með honum í skólanum og hún vill að drengurinn fái áfallahjálp, telur það vera alveg lífsnauðsyn fyrir hann, eins og hún segir að þá verður að huga að líkama og sál við svona slæmt slys og áfall. Jibbbbíiiiii
Svo seinna var handboltaæfing hjá honum, alveg sama hvað, hann vill ekki missa af æfingu, æeg sit alltaf og horfi á og tek hann á bekkinn, þegar ég sé að hann byrjar að fá verki og haltra. Því hann getur ekki stoppað sjálfur, vill ekki hætta út af verkjum, en líkamin er að senda skilaboð.
Við fengum tölvupóst í gær þar sem börnum sem æfir handbolta var boðið á æfingu hjá landsliðinu, ég var svo utan við mig í gær að ég tók ekki eftir því að það átti að skrá sig í gær, og Stefáni langaði svo að fara Þá ákvað ég að ég ætlaði að gera allt til að hann kæmist, sérstaklega eftir erfiðan skóladag, þá var bara að taka upp símann og hringja, fyrst í formanninn í okkar félagi og svo bara beint í gemsan hjá Róbert hjá HSÍ og þessu var bara reddað. Þvílíkt bros sem ég fékk hjá guttanum þegar hann vissi að við kæmust á landsliðsæfinguna. Á æfingunni fengu öll börn plakat af liðinu og boðsmiða á leikinn á föstudag. Við verðum þá í Laugardalshöllinni að hvetja STRÁKANA OKKAR.
Stefán og Sigfús, smá stærðarmunur
Stefán stoltur með Snorra Steini.
Alla vega góður endir á erfiðum degi, að fá að hitta hetjurnar.
Jæja 2.718 undirskriftir en minni samt enn og aftur á UNDIRSKRIFTARLISTANN
Baráttukveðjur til allra fjöryrkja
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 38083
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Yndislegt að strákurinn þinn átti góðan dag. Gangi ykkur vel mín kæra
Ásdís Sigurðardóttir, 25.10.2007 kl. 01:59
Gott að skólinn ætlar að aðstoða Stefán og halda betur utan um hann Ég sé að við eigum sameiginlegann áhuga á handbolta en ég elska líka handbolta
Katrín Ósk Adamsdóttir, 25.10.2007 kl. 07:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.