25.10.2007 | 11:18
Dýru kremin
Ég hef nú verið að horfa á bresku þættina á skjá 1 How to look good naked. Mér finnst þessir þættir alveg ofboðslega skemmtilegir, stíllistinn gerbreytir konum, bara með sma snyrtingu og með því að breyta um fataval hjá þeim, ekki eins og Americu þar sem hnífarnir eru óspart notaðir. Í tveimur síðustu þáttunum hafa verið gerðar prófanir á kremum, í gær voru það brjóstakremi eða krem til að lifta og stinna brjóstin og í seinust viku voru það krem til að vinna cellulite/ appelsínuhúð. 100 konum var skipt í 4 hópa og voru látnar prófa þessi krem í 4 vikur, þær vissu ekki hvaða krem þær fengu, dýru eða ódýru kremin. Og viti menn það voru ódýru kremin sem höfðu vinninginn, dýru kremin fengu virkilega lélega dóma frá þessum bresku konum.
Kremið fyrir appelsínuhúðina sem kom best út var frá Nivea en ég man ekki hver var framleiðandinn sem kom best út í gær, en það var eitt af ódýru kremunum.
Ég fæ útbrot og ofnæmisviðbrögð í andlit af þessum dýru flottu kremum, t.d Lancome sem á að vera ofsalega gott, ef ég set það framan í mig þá hreinlega kviknar í andlitinu á mér, þannig að ég nota bara Nivea.
Íslenskar konur nota 45 þúsund króna andlitskrem | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 38083
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Guðmundur hann heitir Venni Páer og er bara nokkuð skondinn gaurinn, gerir góðlátlegt grín af einkaþjálfurum. Íslenskt vatn og stöku kremdollur hafa dugað mér fínt, meik og púður kemur aldrei við mitt andlit. Enda er ég sérlega slétt og fín er þaggi bara?? Ingunn viltu hringja í mig þegar þú getur er heima í síma 4824262 og svo er ég með gemsa 8658698
Ásdís Sigurðardóttir, 25.10.2007 kl. 13:47
Hringdu bara í hádeginu eða eftir 4
Ásdís Sigurðardóttir, 25.10.2007 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.