27.10.2007 | 01:10
Lúxuslíf fjöryrkjans
Ásdís fjöryrki bað mig að senda sér nokkra punkta, varðandi lúxuslífið sem öryrki.
Ég settis í dag yfir bókhaldið, fann bara 3 bréf frá Tryggingarstofnun frá í ár, varðandi bætur sem mér hefur verið ofgreiddar, heildasumman á skuld minni við TR er 86.944 kr.
Svo eru það vaxtabæturnar. Um áramótin 2005-2006 hækkaði Fasteignamat Ríkisins mat á íbúðum, og þau áramótin varð ég sko alveg ferlega rík, allt í einu. Jú íbúðin mín hækkaði um rúmar 5 millur, váááá. Og þar sem ég varð skyndilega svo rík og mikil stóreignarmanneskja að þá fór ég úr því að fá fullar vaxtabætur sem í dag eru 218.042 kr á ári í það að fá 0 kr.
Svo er það lífeyrissjóðurinn Gildi sem hefur ákveðið að lækka lífeyrisgreiðslurnar hjá mér um 24.443 kr á mánuði eða um 293.316 kr á ári.
Þannig að samanlagt er ég að skulda og lækka í greiðslum sem nemur 598.302 kr á ári.
Enn það er allt í lagi, ég er nefnilega svo rík og með svo miklar mánaðartekjur, ég er öryrki og það er sko ekkert mál að lækka um þessa upphæð. Ég sleppi bara eitthvað af þessum óþarfa lúxus sem ég er endalaust að veita mér.
Viljið þið PLÍÍÍÍS muna eftir undirskriftarlistanum LEIÐRÉTTUM KJÖR ÖRYRKJA OG ALDRAÐRA. Undirskriftirnar eru orðnar 3272, en við viljum fleirri, látið það fréttast.
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 38058
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ingunn, hvað er hægt að segja annað en AAAARRRGGGG!!!!
Ragnhildur Jónsdóttir, 27.10.2007 kl. 12:44
Sendu á mig stutta samantekt, við mætum svo galvaskar þú veist :):)
Ásdís Sigurðardóttir, 27.10.2007 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.