Smá viðbót við umræður um Tryggingarstofnun

Aðeins meiri upplýsingar varðandi vinnubrögð og reglur hjá Trygingarstofnun Ríkisins.

Fyrir 13 árum síðan veiktis tengdapabbi minn sálugi, hann greindist með krabbamein, var greinilega búin að vera veikur lengi, því hann var komin með krabbamein á lokastigi.

Hann fer náttúrelga á örorkulífeyri eins og gengur og gerist hjá fólki sem veikist eða slasast.

Tryggingarstofnun greiðir bætur fyrirfram, þ.e.a.s þann 1.nóvember er verið að greiða bætur fyrir nóvembermánuð, þetta var líka svona fyrir 13 árum síðan. Tengdapabbi lést þann 24.ágúst ´94 þá var hann náttúrulega búin að fá greiddar bætur fyrir ágústmánuð. Og eins skemmtilegar og allar fáránlegu reglurnar eru hjá TR, þá kemur bréf frá TR í september um það að þar sem maðurinn hafði látist þann 24.ágúst, þá var hann náttúrulega búin að fá of háar bætur fyrir þann mánuð. Og viti menn TR bakfærir upphæðina af reikningum hjá látnum manni. Devil

Þannig að kæru lífeyrisþegar, reynið nú að plana andlát ykkar þannig að þið deyið ekki skuldug við þá frábæru stofnun sem TR er .

Minni á Undirskriftarlistann


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Svakalega hittirðu þarna á MIKIÐ góðan punkt, þessi stofnun er sko EKKI hönnuð fyrir þá þegna sem hana þurfa á að treysta í dag. Man vel þá tíð þegar maður varð að koma í endurmat fjórða hvert ár, það nefnilega gæti verið að maður (jafnvel blindur maður fengi sjón) Lenti einu sinni í því að gleyma endurmatsárinu. Þá var sko ekki verið að senda manni boð um að komið væri að endurmati, bara klippt á frekari "himinháar" bótagreiðslur eða þannig.

Eiríkur Harðarson, 2.11.2007 kl. 16:34

2 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Eiríkur minn, þeir hjá TR virðast enn reikna með því að blindir fái sjónina, lamaðir einstaklingar muni rísa upp og ganga, þeir sem sagt reikna alltaf með kraftaverkum.

Það var ferlega oft sem ég lennti í því að það tók nokkra mánuði að gera endurmat, þá var bara um að gera að reyna að lifa á loftinu. Ef ég ætti ekki alveg frábæra fjölskyldu þá hefði maður oft drepist úr hungri.  Þetta kerfi er til háborinnar skammar í þessu svo kallaða velferðarþjóðfélagi.

Ingunn Jóna Gísladóttir, 2.11.2007 kl. 16:58

3 Smámynd: Sonja Súsanna Hallgrímsdóttir

Mér finnst að TR ætti að endurgreiða þeim sem lenda í þessu tjóni...ég meina....Pabbi þinn lést.. og þeir bakfæra reikninginn.....það er einmitt 'það' sem þeir ættu ekki að láta sér detta í hug að gera....!!!

Ég er öryrki og fæ mínar  bætur mánaðaðarlega en mér finnst samt að þeir ættu að hugsa aðeins um fólkið sem þarf að þjást fyrir mistök TR. Ég vona að þið fáið bætt þetta svindl hjá TR.

Gangi þér vel Inngun mín

Sonja Súsanna Hallgrímsdóttir, 3.11.2007 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband