6.11.2007 | 11:55
Bölvuð spilling og siðblinda í þessu þjóðfélagi
Það er alveg ótrúlegt, hvað hægt er að fá háar greiðslur fyrir að mæta á tvo fundi í mánuði. Þetta útskýrir hækkandi rafmagnsreikninga hjá landsmönnum, það þarf að borga fyrir HÖLLINA OG STJÓRNARMENNINA.
Svo komast þeir upp með það að neita að gefu upplýsingar um launagreiðslurnar til handa æðstu mönnum hjá fyrirtækinu, almenningur á þetta, en okkur kemur bara ekki ras... við hvað þeir fái að hirða mikið af okkar eigum.
Á forsíðunni hjá fréttablaðinu í dag er skrifað um það að fatlaður einstaklingur fái greiddrar heilar 4.200 krónur í mánaðarlaun fyrir vinnu sína á Bjarkarási.
Þetta þjóðfélag er svo ógeðslega spillt og siðblint, níðumst á þeim sem minnst mega sín, sveltum þá. En herramennirnir sem vinna hjá OR, þeir skulu ekki svelta, það sést nú bara á þeim myndum sem sést af þeim alls staðar, þeir eru sko ekki að svelta.
Hvernig væri það að almenningur færi nú að standa upp og mótmæla þessu helvítis óréttlæti, það er verið að berjast fyrir því að fá lægstu launin hækkuð upp í 150.000 kr. á meðan hinir háu herrar fái þær greiðslur fyrir að mæta á 2 fundi. Ætlum við að sætta okkur við það að þetta ofalda lið steli og ræni eigum landsmanna. Fjandakornið látið í ykkur heyrast, eða eru þið sátt við það að lepja dauðann úr skel á meðan nokkrir útvaldi taka ykkur aftan frá.
Launin þola ekki dagsljós | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæstu laun hafa fylgt þróuninni í landinu en öryrkjar og lægstlaunaðir urðu eftir.
Hvenær er okkar tími kominn til að fá að vera með?
baráttukveðjur
Ragga fjöryrki
Ragnhildur Jónsdóttir, 6.11.2007 kl. 12:36
Við Fjöryrkjarnir tökum þetta í þessari lotu, með mannréttindarbrotin að leiðarljósi. Kveðja Ingunn
Ingunn Jóna Gísladóttir, 6.11.2007 kl. 12:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.