6.11.2007 | 17:39
Korpúlfsstaðarvegurinn er orðin að hraðbraut
Eftir að Korpúlfsstaðarvegur var tengdur við Vesturlandsveginn, þá breyttist hann í hraðbraut.
Við foreldrar í hverfinu erum marg oft búin að kvarta undan umferðarhraðanum og er það bara gott að lögreglan er farinn að vera með hraðamælingar hérna. Stórir vörufluttningarbílar og sorpubílarnir fara um þennan veg mörgum sinnum á dag, og þeir eru ekki að aka á 50 km hraða. Svo eru ansi margir ungir ökumenn sem fara hér í gegnum hverfið á fleygiferð.
Ég keyrir um þennan veg daglega og keyri yfirleitt á löglegum hraða í kringum 50 km hraða, það er ansi oft sem bílstjórarnir fyrir aftan verða alveg brjálaðir og taka fram úr við fyrsta tækifæri.
Korpuskóli er við hliðina á veginum, foreldrar bíða eftir því að það verður alvarlegt slys á þessum vegi, bæði vegna gífurrlegs hraða og allra stóru fluttningarbílana sem nú keyra í gegnum hverfið okkar.
Þriðjungur ökumanna á Korpúlfsstaðavegi ók of hratt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 38058
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
útúrkeyrðir bílstjórar
Brynjar Jóhannsson, 6.11.2007 kl. 20:46
Það er gjörsamlega glatað að fólk getur ekki sýnt tillitssemi og skynsemi í umferðinni.
Það sem mér finnst alvarlegast við þetta einstaka mál að þarna eru tveir grunnskólar sem liggja mjög þétt upp við götuna og þetta á eftir að enda með alvarlegu slysi. Sérstaklega þar sem að þarna er nóg af skuggastöðum sem börn og unglingar leika sér, þar sem ekki sést til þeirra
Svo kemur eitthvað uppá, og þá er viðkomandi ökumaður alls ekki í þeirri aðstöðu að geta stoppað bílinn.
Ég vitna nú bara í slysið hjá frænda mínum, syni þínum sem var keyrt á þarna rétt hjá ekki alls fyrir löngu. Sem betur fer fór það nú betur en á horfðist.
Gott átak hjá lögreglunni.
Vonandi lagast þetta áður en illa fer.
Gísli Sigurður, 7.11.2007 kl. 00:14
Þetta er nú barasta að því er virðist vera, orðið algert "möst" til að úr sumum hlutum verði bætt. Ekki þarf að líta lengra en til Reykjanesbrautar þar sem ljósastaurar eru ekki nægilega "brothættir" samkvæmt fréttaflutningi RUV í hádegisfréttum 06,11,07. Síðan má taka fram að hér á Selfossi voru stórhættuleg gatnamót ekki löguð fyrr heldur en slys hafði orðið.
Eiríkur Harðarson, 7.11.2007 kl. 00:25
Þetta er rosalegt og þvílíkt stressandi að búa við svona götu. Hraðinn í umferðinni og í lífinu almennt er alltof mikill. Vonandi að þið fáið þessi mál í lag, áður en það er of seint fyrir einhvern.
bestu kveðjur
Ragnhildur Jónsdóttir, 7.11.2007 kl. 12:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.