7.11.2007 | 13:16
Verslunarferðir erlendis
Já, við húsmæðurnar erum alveg stór hættulegar þegar við komum með fullar ferðatöskur af fötum og dóti frá útlöndum, við stofnum íslenskum verslunum í stór hættu, gætum valdi mikilli kreppu og átt sök á því að íslenskir verslunar menn færu á hausinn
Fyrir tveimur árum fór ég með systir minni og mömmu til Minneappolis, vorum aftarlega í röðinni að innritunarborðinu þegar við vorum að koma heim eftir all hressilegan verslunarleiðangur. Flugvélin stútfull af hressum kellum sem voru búnar að versla frá sér allt vit fyrir jólin, eftir lendingu hér heima kemur í ljós að allar okkar ferðatöskur urðu eftir í USA, þannig að það var ekkert hægt að skoða eða tolla okkar smyglvarning Tveim dögum seinna koma loksins töskurnar okkar, starfsfólkið hjá Flugleiðum sá um að keyra þær heim að dyrum, og ríkið fékk ekki krónu í vsk eða ofurtolla af því sem við versluðum.
Kannski að þetta sé besta leiðin að losna við að greiða íslenska ríkinu fyrir ódýru jólagjafir sem keyptar eru erlendis, vera aftarlega í röðinni þannig að farangurinn ykkar komi ekki með sömu vél og þið. Að vísu fúllt fyrir börnin að koma tómhentur heim úr verslunarferð, en í staðinn er ekki hægt að tolla verslunarvarninginn
Ólíkar reglur um tollfríðindi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er ekkert svo vitlaus hugmynd,enda er hundleiðinlegt að drösla dótinu í gegnum flugstöðina
Katrín Ósk Adamsdóttir, 7.11.2007 kl. 19:20
Ég hef nú alltaf komist í gegn með það sem ég kaupi án þess að tékkað sé á því. Heppin eða eitthvað, veit ekki. Góða nótt til þín.
Ásdís Sigurðardóttir, 7.11.2007 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.