9.11.2007 | 15:50
Fyrsta Hækkun Á Borgarbúa komin.
Frábær byrjun hjá VG og SF í borginni. Hækka leikskólagjöldin og fæðisgjaldið líka. Ósköp var þetta stutt sem við fengum að njóta lækkananna sem Sjálfstæðisflokkurinn kom með. Þeir lækkuðu leikskólagjöldin í september í fyrra um 25% og svo lækkaði fæðisgjaldið þegar að vsk á matvælum lækkaði. En flokkarnir sem lofuðu gjaldfrjálsum leikskóla hrifsuðu völdin í borginni og þetta eru þeirra fyrstu verk, að svíkja loforðin sem þeir gáfu kjósendunum Ég vona svo sannarlega að þið sem kusuð þessa lygara eru nú ánægð með ykkar fólk.
Það var augljóst að við borgarbúar fengjum skell frá þessu bölvaða liði sem situr nú við völd í borginni, Dagur var snöggur að reyna að bæta launin hjá leikskólastarfsfólkinu, sem á það fyllilega skilið og ríflega það, en það er greinilegt að sú hækkun skellur strax á foreldrana.
Ég er ofboðslega ánægð með leikskólann sem dóttir mín er í og hef alls ekkert yfir matnum að kvarta, hann er bæði hollur og góður, skil ekki alveg af hverju þetta lið sem ætlar að reyna að stjórna borginni segir að það þurfi að bæta það sem gott er.
En aftur á móti er maturinn í grunnskólanum ekki upp á sitt besta, ég er að borga fyrir heitan mat í hádeginu fyrir börnin, en einu sinni í viku er skyr og brauð, veit ekki til þess að það flokkast sem heitur matur, alla vega mundi ég ekki vilja borða heitt skyr.
En alla vega nú er ég farinn að bíða eftir fleirri fréttum að auknum hækkunum og álögum hjá borginn, fíflin eru komin við völd og við borgarbúar munum borga all hressilega fyrir það.
Leikskólagjöld hækka um 2,5% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alltaf jafngaman að heyra í Reykvíkingum kvarta yfir þessum fáráðlingum sem þeir kjósa.
Gísli Sigurður, 10.11.2007 kl. 00:15
Ekki kaus ég þá sem eru nú búnir að ræna völdum í Rvík
Ingunn Jóna Gísladóttir, 10.11.2007 kl. 00:36
neibb, en það er til fólk, og nóg af því, sem kýs alltaf sömu hálfvitana og bölva því svo í sand og ösku hversu illa þeir standa sig.
Gísli Sigurður, 10.11.2007 kl. 03:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.