9.11.2007 | 16:25
Æðislegir Tónleikar
Í gærkvöldi fór ég á tónleikana í Grafarvogskirkju sem Lionsklúbburinn Fjörgyn á veg og vanda að. Þetta voru sjöundu tónleikarnir sem þeir skipuleggja til styrktar BUGLI, eða barna og unglingageðdeild LSH.
Alli tónlistarmennirnir og aðrir sem komu að þessum tónleikum gáfu sína vinnu, og voru þeir hver öðrum betri. Yngsti söngvarinn á tónleikunum var Árni Þór Lárusson aðeins 13 ára gamall, mikið ofboðslega söng hann vel.
Eins og ég sagði áðan þá eru þessir tónleikar til styrktar BUGLI og allir gáfu sína vinnu og flestir tónlistarmannana hafa verið með frá upphafi. En það er að vísu ekki öll upphæðin sem kemur inn á þessum tónleikum sem rennur til BUGLS, nei, STEF vill fá sín gjöld. Það er enginn sem virðist losna undan því að greiða gjöld til STEF, ekki einu sinni tónleikar til styrktar góðgerðarmálum. Nei, STEF vill sitt. Og ekki gleyma því að það er ekki ókeypis að halda tónleika í Guðshúsi, nei partur af því sem safnast þarf að fara í það að borga leigu til kirkjunnar í eigu ríkisins, þar er heldur ekki hægt að gefa neitt frítt, þótt verið sé að safna fyrir börn sem þurfa á hjálp að halda og ríkið á að sjá um að reka. Nei, það er ekki hægt að fá Guðshús lánað frítt til að styðja við og safna fyrir góðu málefni. Engin ókeypis góðgerðarmál í kirkjunni.
Lionsklúbburinn Fjörgyn á miklar þakkir skilið fyrir það mikla og góða starf sem þeir vinna að, FRÍTT. Einnig allir tónlistarmennirnir sem koma ár eftir ár og syngja og spila á þessum tónleikum, eins og margir þeirra sögðu í gær, þá finnst þeim þetta vera byrjunin á jólaundirbúningnum.
Eins og ég segi, er það skömm að STEF og kirkjan þurfi að taka leigu og gjöld af svona frábærum tónleikum, sem eru til styrktar góðum málum.
Listamenn sungu fyrir BUGL | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta hafa örugglega verið alveg meiriháttar tónleikar.
Takk fyrir yndislegt komment á síðunni minni og góða helgi
Ragnhildur Jónsdóttir, 9.11.2007 kl. 16:59
Þar er ég alveg sammála þér Ingunn mín. Það er algjörlega fáránlegt að Fjörgyn þurfi að borga þessi gjöld.
Spurning um að nota kvörtunarhæfileikana okkar í þetta ? hvað finnst þér ?:P
Annars er ég algjörlega sammála þér, frábærir tónleikar að vanda. Verst að ég skuli hafa ekki náð Páli áður en hann fór. Ég verð að fá að vita nafnið á klæðskeranum hans. :) Finndist þér ég ekki flottur ef ég mætti í gulljakkafötum í jólamatinn hjá ömmu? :D
Annars er ég sammála þessum frábæru söngvurum sem tróðu upp í gær, að "BUGL-Tónleikarnir" séu ómissandi partur í undirbúningi jólanna. Þannig er það allaveganna hjá mér. Og ég hlakka sko mikið til að vera þriðji ættliður minnar fjölskyldu sem stendur að undirbúningi þessara tónleika. Ég mun sko halda þeim á lífi um ókomin ár.
Þetta er atburður sem maður hlakkar alltaf jafn mikið til á hverju ári. Ég er sko í sárum yfir að hafa misst af þeim eitt árið.
Annars held ég að það sé næsta mál að fá STEF og Kirkjumálaráðuneytið til þess að hætta gjaldtöku fyrir þessa tónleika, því það er einungis til háborinnar skammar að þetta skuli líðast!
Gísli Sigurður, 10.11.2007 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.