Dagur og laun kennara

Ég horfði á fréttirnar um helgina og sá umfjöllunina um kennarana, launin þeirra og ölmusuna sem Borgarstjórinn er búin að senda þeim.

Skil það vel að kennarar eru móðgaðir yfir þessu fáranlega boði borgarstjóranns að bjóða kennurum frítt í sund, fjölskyldu og húsdýragarðinn og frítt bókasafnsskirteini. Það verða ekki margir saddir á þvíShocking .

Launin eftir 29 ára starf 270.000kr, hvernig dettur Degi í hug að senda kennurum þetta boð, það er bara komið að því að hækka bæði laun og bætur í þessu landi.

Við öryrkjarnir, lífeyrisþegarnir erum með fáranlega lágar bætur, og erum með sömu fríðindi og kennurum standa til boða, frítt í sund, frítt í fjölskyldu og húsdúragarðinn og frítt bókasafnsskírteini, en það er ekki það sem hjálpar okkur að borga, fyrir mat, reikninga, lyf og fleirra. Þetta er skömm, hvernig þetta þjóðfélag er að fara, foreldrar þurfa að vinna myrkrana á milli til að eiga nóg að bíta og brenna, kennarar eiga því að sjá um uppeldið á lélegum launum, en fá þessu frábæru fríðindi.

Dagur borgarstjóri er með margfallt hærri laun, hann fær bíl, greiðslur til að reka bílinn og launin hans ættu að duga fyrir reikningum og mat. Lífeyrisþegar eru með um 120.000 kr á mánuði, leiga á húsnæði kostar alla vega það, ef þú ert heppinn, við kaupum okkar eigin bíla, þótt margir okkar þurfum á sérútbúnum bílum að halda, getum að vísu fengið styrk upp á 250.000 kr til að kaupa bíl og rúmar 9.000 kr á mánuði til að reka hann.

Er ekki komin tími til að gera einhverjar breytingar í þessu þjóðfélagi og hækka launin og það eina sem hjálpar þeim lægst launuðu er að hækka skattleysismörkin, ekki fríkort í söfn, sund og fjölskyldugarðinn.

Ef kennarar hefu ekki samið af sér verkafallsréttinn, þá sæum við fram á verkföll og fjör eftir áramótin, sem er vel skiljanlegt. Kennarar eru með háskólamenntun og eru að fá rúmar 200.000 kr í byrjunarlaun. Þetta er skammarlegt. En þeir fá alla vega sömu fríðindin og lífeyrisþegarnir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Hvaða bull er þetta . . . breytt starfsmannastefna felur í sér að starfsmönnum Reykjavíkur (og fleiri sveitarfélaga) býðst aðgangur að ýmis konar þjónustu sveitarfélagsins án endurgjalds.

Þetta hefur ekkert að gera með ölmusur - miklu frekar löngu tímabær breyting - og í takti við að fyrirtækin greiða nú í meiri mæli en áður t.d. fyrir aðgang ´fólks að líkamsrækt.

Það er leiðinlegt að þegar menn blása sig út með svona vitleysu eins og þess og reyna að snúa henni gegn einhverjum í pólitík

Benedikt Sigurðarson, 12.11.2007 kl. 15:35

2 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Benedikt, það er greinilegt að þessi færsla fer mikið fyrir brjóstið á þér.  Þú verður bara að afsaka það en þetta eru staðreyndir, launin eru léleg og þetta er það sem kennarar fengu sendandi frá borgarstjóranum.  Þú skrifar um þetta sem bull og vitleysu, hvað er það sem þú ert að meina með því?????  Ertu að tala um ölmusu til handa kennarastéttinni eða launakjörin þeirra. Ef það er það sem þú kallar bull og vitleysu þá er ég alveg sammála þér.

Ingunn Jóna Gísladóttir, 12.11.2007 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband