Lesblinda vs Sjúkdómar

Ég er mikið búin að vera að hugsa um lesblinda og það að lítið sem ekkert er gert fyrir þá sem hafa þessa fötlun. Þorgerður Menntamálaráðherra setti saman nefnd og þeirra lausnir og úrræði fyrir lesblinda er vefsíða, eitthvað fræðasetur og aðkoma heilsugæslunnar. Ég bara skil ekki hvaða árangur á að nást úr þessu lausnum?????  Það er alltaf sama sagan á öllu sem viðkemur menntun og börnum, það eru ekki til peningar og enginn segir neitt við því, það eru ekki margir að berjast fyrir minnihlutahópana.Angry BÖRNIN OKKAR OG FÓLK FRAMTÍÐARINNAR.

Það er svipað með lesblindu og sjúkdóma, það þarf að greina þá.

Ef ég færi til læknis vegna einhverra þreytu og kvilla, þá er ég send í rannsóknir og greiningu. Segjum sem svo að ég greindist með krabbamein, þá yrði ég send að öllum líkindum í meðferð og fengi hjálp, stuðning og skilning.

En ef grununr leikur á að barn eigi við námsörðugleika, þá er það líka sent í greiningu, en það er að vísu heljarinnar biðtími eftir því að koma barni að í greiningu.  Barnið fær greiningu og í ljós kemur að barnið er lesblint, og hvað gerist eftir það????? EKKERT, það fær að vísu einhverja aðstoð, en enga meðferð til að hjálpa og leiðrétta þessa fötlun. NEI ÞAÐ ER OF DÝRT. Foreldrarnir þurfa sjálfir að hafa pening og greiða það allt sjálft. Þannig að ef foreldrarnir eru ekki vel staddir fjárhagslega, þá er það bara því miður fyrir barnið. 

Hvernig í helvítinu getum við samþykkt það og þótt það vera í lagi, að barn sem er sent í greiningu og er lesblint fái enga meðferð. En ef um sjúkdóm er að ræða sem greinist þá er það alveg sjálfsagt og við sem þjóð eigum rétt og heimtingu á að fá meðferð við því.

Lesblindugreining og leiðrétting kostar ekki nema 250.000 kr. Með henni stuðlum við að því að nemendur með lesblindu, geti lært og komist áfram í lífinu og stuðlum að því að einstaklingar með háa greindarvísitölu og hugsanlegir frumkvöðlar í þjóðfélaginu komist áfram með því að veita þeim þessa þjónustu, sem ég tel eigi að vera sjálfsögð í öllum grunnskólum á landinu og reyndar framhaldsskólum líka.

En með því að veita þeim ekki þessa grundvallarþjónustu sem á að vera réttur hvers einstaklings, þá stuðlum við að því að þau hætta í skóla, þar sem þeim líður alveg ferlega illa, oft á tíðum enda þau í rugli og vitleysu, þar sem að þeim finnast þau vera heimsk og vitlaus. Með þessar fötlun fylgir yfirleitt hegðunarvandamál í skóla vegna vanlíðunar. Einhvers staðar hef ég lesið að stórt hlutfall þeirra sem eru á Litla Hrauni þjáist af þessari fötlun líka, þannig væri það ekki margfallt ódýrara og betra að eyða smá meiri pening í að hjálpa þeim og veita þeim kennslu við hæfi????  Virkja og hjálpa þeim sem eru með lesblindu, í staðinn fyrir að senda þau í greiningu og gera svo ekki neitt.

Þetta eru bara mannréttindarbrot sem við erum að fremja á börnum og fullorðnum með fötlun sem heitir lesblinda. Mörg vandamál myndu fækka með því að borga fyrir þessa leiðréttingu, minni hegðunarvandamál í skólunum, færri sem færu út í eiturlyfjaneyslu og hugsanlega fækkun á afbrotum.

Íslendingar vilja eiga gott heilbrigðiskerfi, þar sem þú færð meðferð þegar þú greinist með sjúkdóm.

En hvað með Menntakerfið????? Viljum við ekki vera stolt af því líka???? Er það ásættanlegt að nemendur eru sendir í greiningu en við tímum ekki að veita þeim tilhlíðilega meðferð við þeirra greiningu. Eða er bara betra að spara og loka augunum fyrir því að við erum ekki að standa okkur í því sem börnin okkar eiga rétt á. MENNTUN. Viljum við frekar spara krónuna og henda þúsundköllunum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er algjörlega með ólíkindum.  Ég veit um mörg börn sem hafa verið greind með lesblindu og svo þegar sú niðurstaða er komin þá er bara eins og það sé gefist upp á þeim og þeim rúllað áfram í gegnum kerfið og mörgum því miður út í vítleysu. Þetta er skammarlegt.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.11.2007 kl. 20:30

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Já há kona góð orð í tíma töluð........Ég kom inn á þetta í mínum skrifum um lesblindu með fangana á Litla-Hrauni....Ég held að það þurfi að byrja á báðum endum.En það er svo anskoti hárrétt að það er ekki nóg að greina skólarnir hafa ekki þá þekkingu sem til þarf og þó börnin fái leiðréttingu þá þarf það mikla vinnu og eftirfylgni að halda því við OG hverir eru það sem það gera?? FORELDRARNIR.

Flott skrif hjá þér og gott að finna að einhverir láti sig þennan málaflrkk varða.

Solla Guðjóns, 15.11.2007 kl. 04:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband