Umferðarmenningin ;)

Þegar ég  var á leiðinni upp Ártúnsbrekkuna í morgun leit ég til hliðar og
þar var  kona á splunkunýjum BMW. Hún var á svona 120 km hraða með andlitið
upp í  baksýnisspeglinum og var á fullu að sminka sig með meikup-græjurnar í
sitt hvorri hendi og annan olbogan á stýrinu. Ég leit  fram á veginn   eitt
augnablik og næst þegar ég leit á hana  var bíllinn hennar á leiðinni yfir á
mína akrein og  samt hélt hún áfram að mála sig eins og ekkert sjálfsagðara.
Mér brá svo mikið að ég missti ferðarakvélina mína á  roastbeefsamlokuna sem
ég hélt á í vinstri hendinni. Í panikkinu  við að afstýra árekstri við
konuhelvítið og ná stjórn á bílnum sem ég  stýrði með hnjánum, datt gemsinn
minn úr hálsgrófinni og ofan í kaffibollann  sem ég var með á milli
fótanna. Það varð til þess að  brennheitt kaffið sullaðist á Orminn Langa og
tvíburana tvo. Ég rak upp  öskur og missti við það sígarettuna úr munninum
og brenndi hún stórt gat  á sparijakkan og ég missti af mikilvægu símtali!
Hvað er að þessum helv.  kellingum?

Ákvað að láta þennan flakka í tilefni mikillar umfjöllunar á umferðarómenningunniW00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Godur humor og væntanlega gott dæmi frå umferdar"menningunni" å Islandi.

Þórarinn Jóhann Jónsson (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 38084

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband