680.000 kr í laun!!!!!!

Hvað er að gerast í þessu velferðarþjóðfélagi ? Launin þurfa að vera 680.000 kr til hjón með 2 börn geti keypt sér þriggja herbergja íbúð, og greiðslubyrðin af því yrði um 152.000 kr á mánuði.

Það er greinilegt að almennur verkamaður eða þess þó heldur lífeyrisþegar munu aldrei eignas þak yfir höfuðið. Talandi um lífeyrisþegana, bölvaða fíflið hann Helgi Hjörvar er greinilega ekki á götunni, né að rembast við að lifa bótum, að berjast fyrir því að Sjálfsbjörg selji nokkur hundruð íbúðir sem hafa staðið lífeyrisþegum til boða.

Það fer að enda með því að Íslendingar þurfa að fara að búa í hesthúsum, gömlum togurum og öðrum þvílíkum stöðum með þessu áframhaldi.

Afborganir af þriggja herbergja íbúð 152.000 kr á mánuði, ekki er neitt ódýrara að leigja sér íbúðir.

Hversu margar fjölskyldur ætli séu með 680.000 krónur í mánaðalaun? Lífeyrisþegar eru með um 125-150.000 kr á mánuð. Þá verða þeir greinilega bara að lifa á götunni.

Hvað með að taka aftur í skyldusparnað eins og var í gamla daga? Ég komst í gegnum mitt nám á þeim sparnaði og þurfti sem betur fer ekki að taka námslán til að geta menntað mig.

Íslendingar mega líka fara að læra að spara. Þeir eru flest allir útlærðir í miklli eyðslu og kunna þá list. Er ekki komin tími til að fara að kenna þeim sparnað að leggja fyrir, væri ekki sniðugt að kenna þá list strax í grunnskóla. Eða ætlum við að sökkva þessu landi á mettíma, eða leifa þessu fáu útvöldu að eignast allt?????


mbl.is Launin 680.000 til íbúðarkaupa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Gíslason

Ég veit ekki alveg í hvaða bómullarhnoðra þú býrð Óskar minn, en maður þarf ekki að horfa langt til að sjá að þetta snýst um meira en sparnað.

Þeir sem hafa ekki átt íbúð sl. 3-4 ár t.d. námsfólk sem er að byrja lífið, fólk sem hefur búið erlendis o.s.frv. hefur misst af virðist-aukningu íbúðamarkaðsins. Þegar svo fólk byrjar á núllinu þá þarf það að byrja á að leigja sér íbúð fyrir allan sparnaðarpeninginn því mánaðarleiga íbúðar er oftast mun dýrari en greiðslubyrðin af keyptri íbúð. Sumir búa það vel að geta búið hjá foreldrum sínum. og í verstu tilfellunum gæti fólk þurft að flytja inn á elliheimilin með foreldrum sínum ;) því því að hækkunin á fasteignamarkaðnum hefur verið meiri heldur en sá sparnaður sem fólk safnar sér upp. En það eru bara alls ekki allir sem búa svo vel ...

Kannski er það rétt að þetta teljist sjaldgæft í dag, en vittu til, því að það fólk sem verður harðast úti er hinsvegar við það að koma inn á þennan markað á næstunni.

Það er kannski rétt í þínum vinahópi að heildarlaun pars sé um 340 þús á mann, en það er bara ekki staðreynd í mörgum vinahópum, sérstaklega ekki meðal yngra fólks.

-Sigurgeir

Sigurgeir Gíslason, 17.11.2007 kl. 15:18

2 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Óskar, ég er að einhverju leiti sammála því að fólk sem á engan sparnað ætti aðeins að bíða með það að kaupa sér íbúð. En eins og Sigurgeir bendir á að þá er ekki möguleiki fyrir fólk sem þarf að leigja sér íbúð að leggja neitt til til hliðar í sparnað.  Eins og kom fram í blöðunum á fimmtudag að þá eru Íslendingar með sjötta þykkasta veskið í Evrópu, þ.e.a.s. ráðstöfunartekjur eftir skatt, sú tala er ekki nema 150.000 kr á mánuði. Ekki veit ég í hvaða starfsstétt þú ert, þar sem þú ert að skrifa að laun upp á 340.000kr á mánuði eru nú enign sérstök laun í dag.  Laun kennara sem eru með háskólamenntun eru um 220.000kr, líferyisþegar eru að fá um 120-150.000 kr á mánuði fyrir skatta. Þannig að ansi stór hluti þjóðarinnar mun aldrei eignast sína eigin íbúð. Nema að þú ætlar að fara að berjast fyrir all verulegum launahækkunum fyrir okkur sem erum ekki í þínum vinahóp.

Ingunn Jóna Gísladóttir, 17.11.2007 kl. 18:46

3 Smámynd: unglingur

Og hvað viljið þið gera í þessu? Lækka vexti Íbúðalánasjóðs svo allir geti keypt íbúð. Og lækka þá svo meira þegar íbúðaverðshækkunin af fyrri vaxtalækkun er komin í gegn? Langbest að bíða bara róleg, þá róast þetta niður. Þá mætti líka leggja Íbúðalánasjóð niður eða breyta uppbyggingu hans, þá myndi fasteignaverð leita í "eðlilegan" farveg. Því eins og allir vita, það er ekki eðililegt að maður geti tekið lán hjá Íbúðalánasjóði nú, keypt strax verðtryggð skuldabréfa á almennum markaði og grætt á því. Þá er ríkið að styrkja menn til þess að skulda sem mest... það gengur varla upp er það?

Hvað varðar húsnæðisverðið... "everything is worth what its purchaser will pay for it" 

unglingur, 17.11.2007 kl. 20:07

4 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Góð lausn á þessu væri að byrja á því að hækka lægstu launin verulega, hækka skattleysismörkin, og vera bara með vextina, ekki þessa bölvuðu verðtryggingu sem þekkist hvergi nema á þessu skeri.

Ingunn Jóna Gísladóttir, 17.11.2007 kl. 23:04

5 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Svo mætti kenna sparnað strax í grunnskólum, foreldrar hafa ekki tíma til að kenna börnunum það, því þau þurfa að vinna allan sólahringin til að borga skuldirnar

Ingunn Jóna Gísladóttir, 17.11.2007 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 38058

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband