Frábær Fjöryrkjahittingur

Í dag hittumst 5 fjöryrkjar fyrir austan, nánar tiltekið í Hveragerði, við erum svo hagkvæmar eða fátækar Tounge að Ragga fjöryrki koma á sínum bíl og sótti mig og svo rúlluðum við austur að hitta hinar skutlurnar. Hittumst heima hjá Heiðu fjöryrkja sem er nýflutt í Hveragerði og er í alveg yndilsegu húsi þar og útsýnið hjá henni er alveg æðislegt. Arna fjöryrki var einnig með okkur að fara yfir undirskriftarlistana. Það var yndislegt að hittast loksins, við vorum að yfirfara undirskriftarlistana og gera þá klára fyrir afhendingu, þegar við loksins náum í skottið á henni Jóhönnu Félagsmálaráðherra og fáum tíma hjá henni. Þið sem hafið fylgst með fjöryrkja báráttunni hafið kannski tekið eftir því að við gefumst ekki upp og erum alveg bölvanlega þrjóskarW00t

Yfirfjöryrkin hún Frú Ásdís er náttúrulega alveg hörkudugleg að koma þessum lista af stað, ég held að hún þekki hálft Ísland. Það var næstum alveg sama hvaða nafn var nefnt, hún þekkti viðkomandi og 3 ættliði aftur, ásamt  mökum, börnum, syskinum og  öðrum fjarskyldum ættingjum Wink

Það er alveg meiriháttar þegar að fólk tekur sig saman og berst fyrir réttlæti og breytingum, ekki veitir af að breyta kerfinu hjá Tryggingarstofnun því það er algjör grautur. Að hittast svona og spjalla saman um hlutina og finna það að við erum ekki ein að berjast og bölva hver í sínu horni. Fjöryrkjarnir fimm sem hittumst í dag eru alveg ofboðslega skemmtilegar og fjörugar skutlur.   Ragga fjöryrki er alveg æðislegur listamaður, ég hvet ykkur að kíkja á bloggið hennar og skoða myndirnar af verkunum hennar.  Það væri nú skemmtilegt ef að við gætum safnað saman enn fleirri fjöryrkjum og hittst einhver staðar einhverntíma fljótlega.W00t 

Myndir af sólsetrinu séð frá Hveragerði í dag. 

512_IMG_6480

512_IMG_6484

512_IMG_6489

Sólsetrið á myndunum tók ekki nema 3 mínútur. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Æ ég vona að það komi eitthvað útúr þessum undirskriftalista,ég hef mikla trú á Jóhönnu og það er aldrei að vita nema að ég gerist samfylkingarmaddama ef að ég sé einhverjar úrbætur í þessum málaflokk,knús á þig

Katrín Ósk Adamsdóttir, 20.11.2007 kl. 22:24

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Yndislegar myndir Ingunn! Þú ert nú algjör ljósmyndasnillingur! Takk fyrir yndislegan dag, mikið var gaman að hittast svona allar saman.

Gerum þetta aftur fljótlega

knús og kveðjur

Ragga fjöryrki 

Ragnhildur Jónsdóttir, 20.11.2007 kl. 22:42

3 identicon

Þetta eru svakalega fallegar myndir stelpa.  Þú hefur þetta svona mikið í þér, vaaaá! 

Vona að þú hafir það ljúft og gott í nóttinni - kveðja, Arna fjöryrki 

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 01:36

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 21.11.2007 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband