Er ekki allt í lagi með dómara

18 ára piltur fær 7 mánaða skilorðsbundin dóm fyrir að stela leigubíl sem fannst svo tveimur dögum seinna. Hann rauf 6 mánaða skilorðsbundin dóm sem hann hlaut fyrir fíkniefnabrot á síðasta ári.

Bíddu er ekki allt í lagi með dómara í þessu landi, það er bara sagt skammastu þín og farðu svo heim til þín. Í hverjum mánuði er maður að lesa um afbrotamenn sem virðast alltaf ganga lausir hér, vera með marga dóma á herðum sér en alltaf eru þeir frjálsir. Eru jafnvel ný búnir á hlýða á dómsuppkvaðningu fyrir brot og fara beinustu leið úr Hérapsdómi í það að fremja annan glæp.

Erlendis eru glæpamenn sem eru á skilorði og brjóta af sér hentir beint í steininn, en ekki hér. Hér er bara slegið á hendurnar á þeim og svo er þeim sleppt.

Ég hef stundum verið að hugsa um það af hverju glæpamenn á Íslandi eru alltaf á götunni, frjálsir. Er ekki til pláss í íslenskum fangelsum. Eða er Dómarastéttin að sporna gegn því að verða atvinnulausir, ef þeir dæma glæpamenn í hámarksrefsingu og loka þá inni, þá mundi þeim að öllum líkindum fækka sem héldu áfram að fremja glæpi og þar af leiðandi mundi glæpum fækka.


mbl.is Stal leigubíl og sýpur nú af því seyðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eða er Dómarastéttin að sporna gegn því að verða atvinnulausir, ef þeir dæma glæpamenn í hámarksrefsingu og loka þá inni, þá mundi þeim að öllum líkindum fækka sem héldu áfram að fremja glæpi og þar af leiðandi mundi glæpum fækka.

Jájá. Það hefur nefninlega virkað í BNA, ekki satt? 

Fantur (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 12:41

2 identicon

Já það hlýtur að vera eitthvað mikið að hjá dómurum á Íslandi enda margir þeirra komnir í embætti gegnum spillingarkerfi pólitíkusanna eins og skipanir hæstaréttardómara undanfarin ár hafa margsinnis sannað. Sú var tíðin að maður bar óttablandna virðingu fyrir hæstarétti og dómurunum þar og efaðist ekki um réttsýni réttvísinnar á þeim bæ. En eftir því sem árin líða fyllist ég meiri og meiri vantrú og fyrirlitningu á þeim dómstóli því hann er nákvæmlega eins og dómararnir sjálfir, verður a.m.k. aldrei betri því miður.

Frikki (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 12:42

3 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Fantur, ég geri mér alveg grein fyrir því að það er ekki hægt að útrýma glæpum eða glæpamönnum, en glæpum fækkar að öllum líkindum eitthvað ef glæpamenn yrðu lokaðir inni, í stað þess að dæma þá alltaf skilorðsbundið og sleppa þeim svo beint út á götuna aftur. Enda veit lögreglan yfirleitt  hvaða glæpamenn þeir þurfa að heimsækja þegar eitthvað er í gangi. En það kemur alltaf maður í manns stað. En það er samt ekki eðlilegt að síbrotamenn eru alltaf frjálsir, þeir væru hugsanlega ekki síbrotamenn ef þeir yrðu læstir á bak við lás og slá eftir að hafa framið glæp!!!!!

Ég er alveg hætt að skilja þetta dómskerfi hér, maður nauðgar og misnotar 6 ungar stelpur og fær 2,5 ár. Maður misnotar 5 stráka og fær 4 ár. Maður nauðgar ofurölvaðri konu og fær 15 mánuði. Eru semsagt vægari dómar fyrir að nauðga og misnota 6 ungar stelpur, heldur en strákum samkvæmt lögum??????  Eru líf ungra stúlkna minna virði en drengja eða fullorðinnar konu????

Ingunn Jóna Gísladóttir, 23.11.2007 kl. 13:00

4 identicon

jú um að gera að henda 18 ára gömlu barni í fangelsi fyrir það að nota fíkniefni og taka svo leigubíl ófrjálsri hendi.

Leifur (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 38084

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband