Félagsmálaráðherra

Var að lesa laugardags Fréttablaðið áðan, svolítið sein á því þar sem ég er búin að vera á handboltamóti með syninum alla helgina.

Á forsíðunni sá ég fyrirsögnina, " Félagsmálaráðherra vill semja við lífeyrissjóðina sem boðað hafa skerðingar: Fá 100 milljónir fyrir óskertan lífeyri"  Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur sent þeim lífeyrissjóðum bréf sem hafa boðað skerðingar og niðurfellingar á greiðslum hjá sínum lífeyrisþegum. Samkvæmt fréttinni er þeim boðið 100 milljónir ef þeir falli frá þessum aðgerðum út næst ár. Við sem eigum yfir höfði okkar þessar skerðingar og niðurfellingar bíðum milli vonar og ótta eftir því hvað kemur út úr þessu, því þetta á að skella í hausinn á okkur núna í jólamánuðinum þann 1.desember.

Lífeyrisþegarnir eru  með lægstu árstekjur  í þessu þjóðfélagi og þar af leiðandi er þetta alveg hryllilega erfitt að fá svona skell, að vera skuldugur við Tryggingarstofnun Ríkisins og fá svo  300.000 króna tekjuskerðingu á ári eins og í mínu tilfelli.  Allir halda að þetta er eitthvert lúxuslíf að vera heima og fá bætur upp á 120-150 þúsund krónur á mánuði fyrir að gera ekki neitt, það er að segja annað en að vera aðnjótandi verkja allann sólahringinn. Margir segja við mann að það er ekki hægt að sjá það utan á mörgum að þeir eru lífeyrisþegar eða að neitt sé að þeim. Nei, það er alveg rétt, það sést ekki alltaf á öllum að þeir eru með verki og kvalir, við höfum lært að lifa með þetta og erum ekki endalaust að auglýsa það. Við erum yfirleitt ekki mikið á ferðinni þegar við erum slæm, þá erum við heima hjá okkur, rúmliggjandi og bryðjandi verkjalyf.

En vonandi er þetta það sem koma skal hjá Félagsmálaráðherra, að bæta kjör þeirra sem minnst mega sín og draga úr öllum þessum skerðingum. Þar sem hún er að vinna að því að draga úr skerðingum hjá lífeyrissjóðunum, þá vona ég svo innilega að það sama sé á döfinni hjá Ríkinu og Tryggingarstofnuninni. Alla vega eru Fjöryrkjarnir enn að bíða eftir því að fá tíma hjá Jóhönnu, svo að við getum afhent undirskriftarlistana okkar " BÆTUM KJÖR ÖRYRKJA OG ALDRAÐRA", ég hef trú á því að ráðherrann sýni okkur skilning og fara að breyta þessu kerfi sem enginn skilur, ekki einu sinni starfsfólkið sem vinnur hjá TR.  Þar sem Félagsmálaráðherra getur greitt lífeyrissjóðunum 100 milljónir til að draga úr skerðingum, þá hlýtur ríkið að sjá, að ríkinu beri að gera það sama og þeir eru tilbúnir  í borga lífeyrissjóðunum fyrir, að draga úr öllum þessum skerðingum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Hún Jóhanna á ekki að þurfa að BORGA lífeyrissjóðunum fyrir að skerða ekki, þeir velta milljörðum á ári og eiga engan rétt á að skerða þá er unnið hafa sér inn réttindi þaðan frá. Þá ætti hún frekar að vinna í því að STYRKJA almannatryggingakerfið, sem er orðið ANSI lélegt. Sú styrking kæmi ÖLLUM til góða er í því kerfi eru. Leiðin til að hindra það skemmdarverk sem hinir gráðugu lífeyrissjíðir eru að gera velferðarkerfinu, liggur í gegnum stéttarfélögin.

Eiríkur Harðarson, 26.11.2007 kl. 01:57

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég er 75% öryrki með 55483 kr. á mánuði í pening.....mér er sagt að vera ekkert að eiga við lífeyrissjóðinn því það komi í sama stað niður...sem sé greiðslur þaðna serði örorkuna sen sem lifeyrisgreiðslum nemur.Í síðustu viku fékk ég bréf frá Tryggingastofnum þar sem er verið að áætla greiðslur fyrir 2008 og mun ég lækka sem nemur rúmum 70.þús yfir næsta ár því þau áætla að karlinn minn hækki í tekjum um 2,4 milj..á næsta ári......glætan... betur væri að svo yrði þá gæti ég sagt þeim að stinga þessu ölu saman í rassgatið.

Gott starf sem þí Fjöryrkjar eruð að vinna og skrufaði ég marg oft undir á mörgum síðum en sýndist þó að það væri komið inn að ég hafi skrifað áður undir.

En það er alveg rétt að það ætti ekki að þurfa að rétta neitt að lífeyrissjóðunum.

Solla Guðjóns, 26.11.2007 kl. 07:44

3 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Já Heiða það er vonandi að þetta er bara byrjunin hjá henni Jóhönnu ráðherra, að eitthvað fari nú að breytast í þessu kerfi.

Eiríkur ég er alveg sammála þér að Jóhanna og ríkið eigi ekki að þurfa að greiða lífeyrissjóðunum til þess að þeir falli frá þessum skerðingum, þetta er okkar eign og réttindi sem þeir eru skerða. En ég vona bara að þetta ýtir undir skilning hjá ríkinu, að þeir sjái að allar skerðingar eru mannréttindabrot, líka skerðingar sem ríkið hefur hjá TR.

Solla, þetta er það sem við þurfum að berjast fyrir að verði breytt, að við höldum okkar sjálfstæði sem einstaklingar að við erum ekki viðhengi á mökum okkar. En af hverju ertu að gefa lífeyrissjóðunum eftir þau réttindi sem þú átt hjá þeim? Lífeyrisréttindin ert þú búin að strita fyrir og er þín eign, ekki gefa þessum gildu sjóðum það, þeir hafa ekkert gefið þér. Lífeyrisgreiðslurnar skerða ekki grunnlífeyrinn hjá TR, það skerðir tekjutrygginguna um 60% og greiðslur frá lífeyrissjóði breytist ekki með tilliti til launa maka. Þannig að Solla sæktu um að fá þína eign og réttindi frá lífeyrissjóðinum þínum greidd.

Ingunn Jóna Gísladóttir, 26.11.2007 kl. 10:30

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Takk fyrir þetta ég hef bara aldrei vitað nema hitt sem ég sagði.......ég nefnilega var svo þrj

osk að ég vildi ekki vera öryrki og var altaf að rembast við að vinna og eins og gefur að skilja varð ég að minnka vinnuna og var orðin þannig að ég gat ekki mætt í vinnu nema endrum og sinnum þannig að réttindi mín skertust mjög á þessum árum þegar ég fór áfram á þrjóskunni.......skrifa kannski einhvern tíma um þettta.

Solla Guðjóns, 27.11.2007 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 38058

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband