Lífeyrissjóðirnir og skerðingarnar

Skerðing lífeyrissjóðana á greiðslum til öryrkja/lífeyrisþega nema 400 milljónum króna.  Þeir 9 lífeyrissjóðir sem ætla að skerða greiðslur og jafnvel fella þær alveg niður hjá mörgum lífeyrisþegum núna um mánaðarmótin ætla að reyna að svara ráðherra í dag. Sjóðirnir segjast vera að framfylgja samþykktum sjóðanna. "Við eigum að fylgja eftir þeim LEIKREGLUM sem okkur eru búnar og hugsa um hag allra sjóðsfélaga, ekki bara öryrkja," segir Sigurbjörn Sigurðsson, formaður Greiðslustofu lífeyrissjóða."

Lífeyrissjóðirnir breyttu sínum LEIKREGLUM árið 2005, ekki voru sjóðsfélagar spurðir að því. Það er eins og þessir menn sem stjórna þessu telja þetta vera þeirra peningar, málið er að þetta er eign okkar allra og er ekki rétt að nokkrir einstaklingar, sem eru búnir að vera í framapoti í mörg ár og hafa komið sér í góðar stöður ákveði að öryrkjar og líferyrisþegar eigi að skerðast. Ég er búin að vinna fyrir mínum réttindum og nú eru sjóðirnir að ákveða að stela þeim af mér og ég hef bara ekkert um það að segja.

Hvað ætli allt þetta stóra bákn sem þeir eru búnir að byggja upp kosti? Hvaða peningar hafa farið í það? Ætli það séu ekki lífeyrisdréttindi landsmanna sem hafa kostað og borgað fyrir það allt saman. Hvað ætli það séu margir öryrkjar sem eru ekki að fá neinar greiðslur frá sínum lífeyrissjóði, þar sem logið hefur verið að þeim að ef þeir sækji um greiðslur úr lífeyrissjóði, þá muni það skerða allar greiðslur frá Tryggingarstofnun? Hvað ætli það séu margir sem hafa látist um aldur fram og verið einir og alltaf greitt í sjóðina. Hvert fara þeir peningar? Fólk sem er svo óheppið að missa heilsuna og geta ekki unnið, fer að leita réttar síns og fær þær upplýsingar að þeir eiga svo lítil réttindi að það taki því varla að standa í því að sækja um sín réttindi hjá lífeyrissjóðunumDevil Látið ekki ljúga að ykkur og stela ykkar réttindum frá ykkur. Mikið af okkar réttindum fara í að borga fyrir stjórnarformenn, nefndarmenn og fleirra rugl. Þetta eru eigur okkar allra.

Þið sem hafið ekki sótt um greiðslur frá lífeyrissjóðunum þar sem ykkur hefur verið sagt að þið eigið svo lítil réttindi. Þá vill ég eindregið hvetja ykkur til að sækja um, ef þið hafið verið að vinna og eignast réttindi og verðið óvinnufær, þið eigið rétt á að ykkar réttindi eru framreiknuð. Það þýðir að réttindin ykkar eru framreiknuð eins og þið hefðuð greitt til sjóðsins til 67 ára aldurs, og greiðslurnar eru svo miðaðar við það.

Látið ekki ljúga að ykkur og stela af ykkur því sem þið hafið unnið ykkur inn. Þetta eru ykkar réttindi. Þegar ég varð óvinnufær eftir bílsslys, þá fékk ég greiðslur frá mínum lífeyrissjóði, í upphafi voru þær að mig mynnir 1.500-1.800 krónur á mánuði, ég fór að lesa mér til um reglur og lög, og þá kom i ljós að ég átti rétt á framreikningi og greiðslurnar hækkuðu all verulega. Mánaðarleg greiðslur hjá mér fóru úr 1.500-1.800 krónum upp í tæpar 18.000 krónur. Þannig að látið ekki ljúga að ykkur og hætta við að sækja ykkar réttindi, þær skerða ekki allar greiðslur frá TR. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 38083

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband