28.11.2007 | 23:35
Samtök atvinnulífsins framleiðir hálv...
Vá, er virkilega hægt að vera svona mikill asni eins og Vilhjálmur Egilsson framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins og fá himinhá laun fyrir það????????????
Já Vilhjálmur, ég vaknaði einn morguninn og nennti ekki í vinnuna, ákvað að skutlast niður á Tryggingarstofnun og spjalla við það yndislega skemmtilega starfsfólk sem þar vinnur Viti menn starfsfólkið þar bauð mér bara sí svona að vera heima hjá mér og slappa af og buðust til að senda mér mánaðarlega pening svo ég gæti nú lifað LÚXUSLÍFI á kostnað allra hinna, þetta var svo æðilsegt boð að ég gat bara ekki neitað því.
Svei mér þá Vilhjálmur, ég held að þú sjálfur ert nú að nálgast það að þurfa að fara á örorkulífeyri vegna slæmarar andlegrar heilsu.
Kostar hver öryrki 8 milljónir á ári ? Vilhjálmur þú værir kannski til í að útskýra þær tölur fyrir okkur sem erum öryrkjar, því ég er ekki að fá svo miklar greiðslur. Öryrkjar eru að lepja dauðan úr skel á þessum blessuðu bótum sem við fáum og þú talar um það eins og þetta er hið yndislegasta líf
Bætur hjá öryrkjum eru ekkert í samlíkingu við þau laun sem þér eru greidd, af okkar skattafé. Það er skiljanlegt að Íslendingar eru að hrynja út af vinnumarkaðinum, Íslendingar þurfa að þræla sér út til að eiga í sig og á. Íslendingar þurfa að vinna 25% meira en aðrar Evrópuþjóðir til að ná sömu launum og þeir. Nei, líttu þér nær þegar þú leitar að ástæðu fyrir öryrkjaframleiðslunni hér, léleg laun og mikil vinna er ástæðan í mörgum tilfellum.
Börnin eru að verða stjórnlaus, þar sem þau þurfa að sjá um sig sjálf vegna þess að foreldrarnir þurfa að vinna myrkrana á milli til að lifa á þessu skeri. Það er græðgi hjá þeim ríku sem framleiðir öryrkja, ekki sjálfsákvörðun.
Það er greinilegt að þú ert eins og strúturinn með hausinn ofan í sandinum. Vetu ekki að potast í þessu kerfi, því það er greinilegt að þú hefur akkúrat engan skilning á þeim sem þurfa að hætta að vinna, Það er ekkert draumastarf að vera Öryrki, ég vona svo sannarlega að þú munir losna við þessar ranghugmyndir, annars getur þú reynt að leita þér lækninga við þeim kvilla sem hrjáir þig.
Núverandi réttindakerfi framleiðir öryrkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Galinn er bara sá Ingunn mín að Villi Egils er langt frá því að geta talist sá eini innan raða fleiri en eins stjórnmálaafls hér á þessu sk-skeri, sem er svona þrönsýnn,
Eiríkur Harðarson, 29.11.2007 kl. 00:14
Eiríkur minn það er alveg rétt hjá þér, það er orðin offramleiðsla á þröngsýnum, spilltum hálvitum. Svo væla þeir yfir offjölgun á öryrkjum, hvort er meira vandamál í þjóðfélaginu?????
Ingunn Jóna Gísladóttir, 29.11.2007 kl. 00:32
... eins og dagurinn byrjaði vel hjá okkur ....
góða nótt vinkona
Ragga fjöryrki
Ragnhildur Jónsdóttir, 29.11.2007 kl. 00:43
Hvað á maður að láta sér til hugar koma þega HÁmenntaðir menn, eins og Villi LITLI láta slíka endemis þvælu út úr sér. Helst dettur manni í hug að maðurinn hafi lært að hugsa eins og ákveðin maður sem verið hefur ofdýrkaður og er en, þótt hann sé kominn í LAUNAÐEFTIRLAUNAdjobb við Seðlabankann. Manni leist ekki orðið á blikuna þegar Villi fór að crýtisera stýrivaxta-óláns-ein-stefnuganginn. Hjá því GOÐI nema ef vera skyldi að þetta 13,75% sé orðið of hátt fyrir FYRIRTÆKIN.
Það skyldi þó ekki vera þannig.
Eiríkur Harðarson, 29.11.2007 kl. 00:59
Nákvæmlega Ingunn! Fólk er að drepa sig á vinnu hérna. Svo er það auðvitað fólkið sem skipulagði bílslysin og vinnuslysin sín, ha! Baaaaaara til að geta haft það huggulegt og þegið bætur. Þetta er með eindæmum hvað einn maður getur verið sljór á hvað virkilega er við að eiga! FRAMLEIÐSLA!?!?!
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 09:25
Já þið öll, einhversstaðar verða hálvitarnir að vera, en mér finnst þeir spretta upp eins og gorkúlur á verstu stöðunum í þessu þjóðfélagi.
Skilningsleysi og þröngsýni alls staðar, Vilhjálmur, Gylfi og Pétur Blöndal svo nokkrir séu nefndir, þeir eru komnir í svona nasista fýling og vilja hreinsa út okkur aumingjana, losa þjóðfélagið við okkur. Þeir fara kannski að flytja út lífeyrisþegana, ný útfluttningsgrein, höldum hálvitunum við völd og flytjum inn ódýrt vinnuafl og glæpamenn.
Ingunn Jóna Gísladóttir, 29.11.2007 kl. 12:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.