ÞAÐ ER VON

Mikið ofboðslega var gaman að lesa þessa frétt. Ég veit að stór hópur fólks bíður spenntur eftir því að sjá hvað verði gert fyrir þennan hóp, því þetta er fólkið sem hefur verið skilið eftir og hundsað í mörg ár.

Þegar sú frétt kom að Jóhanna Sigurðardóttir ætti að taka við þessum málaflokki, þá vaknaði von í hjörtum margra um að nú færi loks eitthvað í gang og kjör öryrkja og aldraðara yrðu lagfærð. Það vita það allir sem einhverntíma hafa stigið fæti sínum inn í Tryggingarstofnun að þar ertu komin í Frumskóg sem enginn skilur, ekki einu sinni þeir sem vinna þar. Þannig að ekki veitir af að lagfæra og breyta þessu kerfi eins og það er í dag. Mér heyrist að Félagsmálráðherra ætli að ráðast á þennan frumskóg með sveðju, ekki veitir af.

Þegar við Fjöryrkjar hittum Jóhönnu í gær þá fengum við þá tilfinningu að nú væri loks einhver komin sem hlustar og skilur okkur, og mun beyta sér fyrir því að breyta og bæta allt það sem í hennar valdi stendur.

Ég bíð spennt með mikla von í hjarta um að nú muni mikið lagast, Jóhanna ég hef mikla trú á þinni góðvild og skilning gangvart þeim sem minna mega sín.  


mbl.is Staða öryrkja og aldraða bætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Já það er vonandi að einhverjar breytingar fari að eiga sér stað.

Ég hef líka fulla trú á henni Jóhönnu minni, hún hefur einu sinni hjálpað mér og ég efast ekkert um hana í þessum málum.

Linda litla, 29.11.2007 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband