Falleg Jólagjöf Til Öryrkja

Er þetta ekki falleg jólagöf frá lífeyrissjóðunum til öryrkja?????

Nú held ég að það sé komin tími til að leggja þetta lífeyrissjóðakerfi niður, nokkrir útvaldir stjórnarmenn ákveða að breyta reglum sjóðana svo að þeir geta skert þá sem síst skyldi. Lífeyrisþegar eru að lepja dauðann úr skel og þessum háu herrum er bara nokk skít sama. Ég veit ekki betur en þetta eru sjóðir landsmanna en þeir haga sér og stjórna þessum sjóðum eins og þetta sé þeirra einkaeign.

Hverjir samþykktu þessar breytingar? Voru sjóðsfélagar, þeir sem eiga peningana með í þessari ákvörðun?  Er leyfilegt að breyta reglum lífeyrissjóða eftir eigin geðþótta? Ekki var ég spurð að því, hvort ég samþykkti þetta. Ekki hafði ég neitt val þegar ég var að vinna, hvort og þá í hvaða lífeyrissjóð ég vildi borga. Ekki var ég spurð um samþykki fyrir því að byggja þetta stóra hús í Sætúninu, en samt voru þetta partur af mínum réttindum sem fóru í þetta allt saman.

Kæra þjóð, gerið þið ykkur grein fyrir því að þið eruð að greiða % af ykkar launum í skyldu lífeyrissjóð og þið hafið ekkert val um það í hvaða lífeyrissjóð þið greiðið. Viti þið að ef þeið skiptið um vinnu og flytjist á milli lífeyrissjóða að þá missi þið réttindi?  Ef þú ert búin að greiða í sama sjóðinn í 20 ár og flyst yfir í annan sjóð og verður óvinnufær rúmum 2 árum seinna, þá hefur þú ekki rétt á framreiknuðum lífeyrisgreiðslum frá þeim sjóði sem þú ert búin að borga lengst og mest í. Vissir þú að ef þú ert ungur þegar þú verður óvinnufær og barnlaus að þá færðu ekki greiddan barnalífeyri með þei börnum sem þú eignast í framtíðinni, nema þú eignast þau innan 12 mánaða frá því að þú verður óvinnufær.  

Mínar greiðslur skerðast um 25.000 krónur á mánuði eða 300.000 krónur á ári , vegna geðþótta ákvarðanna nokkurra stjórnarmanna, einn af þeim er Fjármálaráðherra, sem með þessum nýju leikreglum sjóðanna er að auka álögur á ríkið, sem sagt hann samþykkir að skerða mín áunnin réttindi og flytja það yfir á skattborgarana til að létta undir með lífeyrissjóðunum.

Lífeyrissjóðurinn Gildi og Stjórnarmenn sjóðanna og sérstaklega Fjármálaráðherra Árni Mattíssen, ég þakka ykkur kærlega fyrir þessa fallegu jólagjöf. Vona að þið hafið jafn yndisleg jól og ég og mín fjölskylda.


mbl.is Veruleg lækkun bóta hjá sumum öryrkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

En auðvitað bestu kveðjur og knús til þín Ingunn mín. Voðalega ætlar þetta að verða snúið alltsaman. Þetta er alveg með ólíkindum! Maður er eiginlega orðinn orðlaus yfir öllu sem gengur á, finnst þessu fólki þetta bara allt í lagi?!?!?!

Ragnhildur Jónsdóttir, 30.11.2007 kl. 13:52

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir síðast og takk fyrir góðar kveðjur. Enn seiglast gamla mín, veit ekki hvenær hún gefst upp. Heyrumst og sjáums vonandi fljótlega.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.11.2007 kl. 23:45

3 identicon

Alveg er þetta ótrúlegt!  Hvernig er hægt að lifa með sjálfum sér eftir að hafa hrifsað þessa aura af öryrkjum, ég bara spyr!? Ætli þessu liði sé rótt í hjartanu?  ARRGGHH

Ég vona að þú hafir það gott eftir sem áður Ingunn mín.

Kveðja, Arna fjöryrki

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 09:43

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Þetta er alger hneisa

Solla Guðjóns, 4.12.2007 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 38084

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband