10.12.2007 | 14:24
Vísa og gengið
Ég var að kíkja í einkabankann og skoða vísareikninginn, til að athuga hvort færslurnar frá Bandaríkjunum væru komnar inn. Notað kortið lítið úti, en samt 5 færslur.
Það sem ég hef aldrei skilið varðandi Vísanotkun erlendis er mismunandi gengi endalaust, þótt kortið sé notað nokkrum sinnum sama dag þá er gengið aldrei það sama. Það er undantekningarlaust hærra gengi en skráð er á Vísa Ísland.
Ég hringdi áðan og bað um útskýringar á þessu, af hverju gegnið er aldrei það sama. Mér var sagt að gengið færi eftir því hvenær færslurnar væru sendar inn, þjónustufulltrúinn skoðaði færslurnar og sagði mér hvenær sumar færslurnar komu inn í kerfið, en samt er ekki sama gegni, gengið í bankanum á mínum reikningi var hærra en skráð Vísagengi á þeim degi. Ég verslaði í sömu búðinni sama dag, hálftími á milli en ekki sama gegni, mér er sagt að þá hefur búðin ekki sent inn færslurnar sama dag. Því á ég alveg ferlega erfitt með að trúa, ég býst við að verslanir geri daginn allan upp í einu. Senda allar verslanir færslurnar inn þegar gegnið hefur hækkað?
Þessi kreditkortafyrirtæki eru að taka okkur í rassgatið og bulla svo í okkur til að tala sig út úr öllu, þannig að við erum ekki að skilja neitt og nennum að standa í neinu stappi, því við munum aldrei skilja þetta.
Erlendar úttektir korthafa eru umreiknaðar beint úr kauplandsmynt yfir í íslenskar krónur á því gengi sem í gildi er hjá VISA International á þeim degi sem úttektin berst frá seljanda.
Athugið að gengi færslu getur verið annað en fram kemur í töflunni ef sú mynt sem notuð er í viðskiptum er önnur en heimamynt kauplands. Það getur t.d átt við ef keypt er fyrir dollara í Bretlandi eða evrur í Bandaríkjunum.
Þetta er ein af mörgum útskýringum sem Vísa Ísland bendir á.
Mér finnst þetta alveg ótrúlegt að það er aldrei sama gengi, alltaf hærra, þannig að það er alltaf Vísa sem græðir sem mest. En svona eru víst afgreiðsluhættirnir og svörin.
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 38084
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.