Full flugvél af glæpalíði frá USA

Fórum til Minneapolis að versla jólagjafir og föt á börnin, það er margfallt ódýrara að versla þar heldur en hér á klakanum.

Við komuna heim á miðvikudagsmorguninn þá þurftu allir að fara í gegnum vopnaleit og vegabréfsskoðun. Vorum náttúrulega búin að fara í gegnum stranga leit í bandaríkjunum og spurðum af hverju þetta teldist vera nauðsynlegt hérna heima líka. Þá er okkur sagt að þetta er svona vegna Schengen, leitin í Bandaríkjunum væri ekki nógu mikil fyrir Schengen og því væri verið að leita aftur. Það er nefnilega svo mikið af vopnum og ólöglegum varningi til sölu á flugvöllum í USAErrm Það var seinkun á vélinni frá USA, vegna ófærðar og umferðarteppu, þannig að þeir sem áttu áframhaldandi flug til Evrópu komu of seint til landsins, en þar sem þetta er allt sama flugfélagið Icelandair þá eru vélarnar látnar bíða. Til mikillar ánægju fyrir aðra farþega sem sitja og bíða inni í flugvélunum eftir farþegum sem koma með Bandaríkjafluginu. Sumar vélarnar til Evrópu seinkuðu um rúman klukkutíma, og farþegarnir sem áttu tengiflug voru ekki látnir ganga fyrir í þessarri vopnaleit og skoðun, heldur voru þeir bara látnir bíða jafnvel aftast í röðinni og því varð seinkunin enn meiri fyrir aðra farþega sem sátu í flugvélunum og biðu.

Jæja, svo byrjaði gamanið fyrir alvöru þegar við komum niður og náðum í ferðatöskurnar sem voru vel fullar af ódýrum fatnaði og dóti. Tollverðirnir stóðu tilbúnir að gripa allt glæpalíðið sem vogaði sér að versla ódýrt erlendis í staðin fyrir að styrkja íslenska stórkaupmennina sem okra á okkur með mörg hundruð % álagningu á allt hérna heima.

Það er leyfilegt fyrir hvern ferðamann að versla fyrir 46.000 krónur án þess að borga tolla og gjöld við heimkomuna. Það er ekki nokkur maður sem fer til Bandaríkjana sem verslar eingöngu fyrir þá upphæð, en margir sögðust nú hafa gert þaðTounge. Ég var heiðarleg og sagði að við versluðum fyrir meira en það, mér var vísað á annan Tollvörð til að borga fyrir það sem umfram var. Hann hafði mikinn áhuga á myndavélinni minni en ég var með nóturnar á hana sem betur fer, en hann var ekki alveg að taka þær trúalegar, ég pantaði myndavélina að utan í vor og var búin að borga öll gjöld af henni, það var smá stapp í kringum það en svo gafst hann upp enda var ég með nóturnar.  Mér leið eins og glæpamanni að standa þarna og rífast við tollvörðinn um myndavélina. Svo fór hann að reikna út gjöld og skatta á þá upphæð sem umfram var, sú upphæð var 55.200 krónur og ofan á þá upphæð komu svo skattar og gjöld upp á 26.478 krónur sem ég þurfti að borgaAngry

Íslenska ríkið samþykkir það sko ekki að ég versla erlendis og spara, nei takk ég skal borga ríkinu skatta og gjöld, þannig að ríkissjóður græðir á því að ég reyni að spara. Þar sem verslaði flest allar gjafir úti, þá græðir ríkissjóðurinn og íslenskir kaupmenn ekki mikið á mér, en ég skildi sko alls ekki sleppa við að borga okur verð og vsk.

Ég fór svo að skoða reikninginn betur þegar ég kem heim, á honum kemur fram áætluð trygging- og fluttningsgjöld, aðflutningsgjöld og vsk upp á 24,5% . Í dag hringi ég svo í Tollinn og bað um útskýringar á þessum gjöldum. Jú, tollurinn í Keflavík reiknar út áætlaðan sendinga kostnað og tryggingargjöld á umfram upphæðina, sem sagt þeir leggja 10% ofan á og svo reikna þeir 15% toll ofan á þá samanlögðu upphæð og eftir það er svo lagður 24,5% virðisaukaskattur. Sem sagt allt gert til að Íslendingar þurfa að borga sem mest. Því líkt djöfilsins svínarí.

Tollararnir voru ekki að skoða í töskurnar og leita að dópi, vopnum eða sprengjum, nei, þeir leituðu ekki neitt í töskunum heldur báðu þeir okkur að sýna þeim allar stórhættulegu kassastrimlana úr Walmart, Target og Mall of America. Kassastrimlarnir er það sem þarf að passa upp á að sleppi ekki fram hjá Tollurunum í Keflavík, í því liggur greinilega mesta hættan fyrir íslenskt þjóðfélag.

Verslunarglaðir Íslendingar eru greinilega glæpalíður og það sem skiptir mestu máli að þeir sleppi ekki fram hjá Tollinum, dóp, vopn og annað er greinilega ekki jafn mikilvægt að leita að. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er með þetta eins og flest annað virðist vera, það borgar sig ekki að vera heiðarlegur!!!  Óþolandi alveg hreint.  En elsku Ingunn mín, vona að ferðin hafi þó verið þess virði.  Vona að þú hafir það sem allra best stelpa

Kveðja, Arna

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 15:47

2 Smámynd: Ólafur fannberg

ég er aldrei heiðalegur er ég fer i gegnum íslenskann toll Gerði það einusinni og það var dýrt.

Ólafur fannberg, 10.12.2007 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 38083

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband