Öryggisráð Feministafélagsins

Stundum skammast ég mín fyrir það að vera af sama kyni og feministar. Mörgum konum finnst það alveg frábært að öryggisráð feministafélagsins hefur kært forstjóra og stjórn Valitor - Vísa fyrir að taka þátt og stuðla að dreifingu kláms.

Ætla þær þá líka að kæra öll símafyrirtækin fyrir að gera fólki kleift að hringja í rauðu línuna og hlusta á klám þar?

Hvað þá með að kæra allar þær verslanir semselja Playboy og Bleikt og Blátt?

Á þá ekki einnig að loka öllu neti svo að fólk geti ekki skoðað neitt klám, á ekki að kæra alla sem senda einhverskonar klámbrandara sín í milli í tölvupósti??

Ætla þær ekki að fara að láta loka verslunum sem selja hjálpartæki ástarlífsins??? Ætli þær eru eigendur slíkra tækja?? Við Íslendingar eigum met í eigum slíkra tækja og tóla, þá geta þær ábyggilega kært flest alla Íslendinga fyrir að hafa keypt sér hjálpartæki, þær geta kært verslunina fyrir að selja þessi tæki og svo geta þær kært Vísa, Eurocard og alla bankana þ.e.a.s eftir því hvaða korti við borgum með. 

Á hvaða öld lifa þessar feministakonur?  Við ættum kannski að fara að kæra Feminista ef þær ganga í pilsum og sína á sér leggina, það hlýtur að fara að flokkast sem klám. 

Ég efast stórlega um að þær eru að auka vinsældir þessa félags með þessu, þetta er orðið algjört rugl og öfgar hjá þessum kellum. 


mbl.is Femínistafélagið kærir Vísa-klám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg sammála !  Ef þetta heldur svona áfram þá munum við hætta að fjölga okkur vegna þess að það er klám! :o/

Joseph (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 11:23

2 identicon

"Við ættum kannski að fara að kæra Feminista ef þær ganga í pilsum og sína á sér leggina, það hlýtur að fara að flokkast sem klám."

ég held að það myndi frekar flokkast sem hryðjuverk.

Leibbi (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 12:01

3 identicon

Það er margt gott sem feministar hafa gert, en þetta er komið út í öfgar.

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 12:23

4 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Mér finnst feministar vera orðnar svo öfgafullar að ég er búin að fá ógeð af flest öllu sem þær gera og segja. Þær vilja láta banna allt og kæra allt. Já þær hafa kannski einhverntíma gert eitthvað gott, en nú eru þær orðnar svo öfgafullar að þetta er orðið skemmandi.

Ingunn Jóna Gísladóttir, 11.12.2007 kl. 13:26

5 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Þú veist að ef að Rauða línan verður kærð gæti Sirrý sjónvarpsstjarna lent í steininum. Hún og karlinn hennar reka það batterí.

Ómar Örn Hauksson, 12.12.2007 kl. 18:06

6 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Sæll Ómar, ekki vissi ég það að Sirrý og karlinn hennar væru með þá þjónustu.

Ingunn Jóna Gísladóttir, 13.12.2007 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 38083

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband