12.12.2007 | 12:45
Rok og rigning innandyra
Þetta veðurfar sem hefur verið og verður eitthvað áfram er bara það leiðinlegasta sem ég veit. Ætli það sé ekki aðalega vegna þess að Lúxusíbúðin sem við keyptum fyrir 7 árum heldur hvorki vatni né vindi. Í öll þessi ár hef ég náttúrulega staflað handklæðum í alla glugga og við hurðar þegar veðrið er upp á sitt besta, því ég veit að það fer allt á flot.
Í fyrrakvöld kom svo enn einn gallinn í ljós, það fór að myndast pollur á stofugólfinu, það kom vatn upp á milli parketsins og parketlistana Ég hafði samband við lögfræðinginn sem sér um málaferlið hjá mér gegn byggingaraðilanum og tryggingarfélaginu, og eftir það hafði ég samband við tryggingarfélagið. Tryggingarfélagið sagði mér að ef þetta er vatn sem kemur að utan þá er ég ekki tryggð fyrir því, ég náttúrurlega sagði honum að ég vissi ekkert um það hvaðan vatnið kæmi, þar sem ég gæti engan veginn séð í gegnum parketið.
Í morgunn kom svo tjónaskoðunarmaður frá tryggingarfélaginu, sá sami og var hér við skoðunina í tengslum við málaferlið. Hann sagði að þetta væri vatn að utan sem kæmi svo upp undan parketinu. Það þýðir að heimilis og húseigandatryggingin dekkar það ekki, en það þýðir líka það að þá eru gallarnir hér verri sem falla þá samt á þá vegna gallamálsins Þannig að ég var bara ósköp sátt við það að þeir komu og skoðuðu og komust að þeirri niðurstöðu. Að fá fleirri sannanir fyrir því að gallarnir eru meiri en þeir hafa sagt hingað til er bara fínt fyrir mig. Sérstaklega þar sem málið verður tekið fyrir hjá Héraðsdómi í janúar. En tryggingarfélagið ætlar að senda menn hér til að skipta um og laga rúðu sem tók upp á því að springa upp úr þurru hér eitt kvöldið í seinasta mánuði í miklu frosti.
Aðalmeðferðin átti að vera í október, svo var því frestað fram í nóvember og í nóvember var því aftur frestað, þar sem lögfæðingurinn þeirra var að vinna fyrir fyrrverandi og núverandi eigendur á byggingarfyrirtækinu, svo tók hann sjálfur þá ákvörðun að verja tryggingarfélagið, án þess að láta þá vita. Það gekk náttúrulega alls ekki upp og því var hann rekinn og nýr lögfærðingur fenginn í málið sem þurfti á fá tíma til að koma sér inn í málið. Fyrrverandi löfræðingurinn þeirra er búin að tefja málið í rúmt eit og hálft ár, ég verð að viðurkenna að ég er orðin ferlega þreytt á þessu eftir öll þessi ár, en ég lifi í voninni að heimilið verði orðið vind og vatnshelt fyrir næsta vetur. Alla vega ég tel dagana fram að 17.janúar 2008, þá verður loksins aðalmeðferðin og dómarinn sagðist ekki veita meiri frest, greinilega orðin hundleiður á öllu þessum töfum og rugli
Vatnið á leiðinni upp undan parketinu.
Eldhúsglugginn
sem lekur inn um með gleri og opnanlega faginu
Andyrið og inn á gesta- snyrtinguna, útidyrahurðin frekar óþétt
Eins og sést þá þarf ég ekki að burðast um með skúringarfötuna, ég nota bara rigningarvatnið til að skúra með Það er sko Lúxusinn við heimilið mitt.
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 38083
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er náttúrulega mikill sparnaður í vatnsburði hjá þér! þvílíkur lúxus! En svona í alvöru, þetta er náttúrulega ekki hægt! Vona að þú fáir leiðréttingu á þessu sem fyrst.
Knús og kveðjur til þín í rokinu og rigningunni
Ragnhildur Jónsdóttir, 12.12.2007 kl. 18:27
Það er ómögulegt að það rigni inn til þín Ég var í nýju Hagkaupsbúðinni í Holtagörðum í dag, og allt í einu rigndi á mig innandyra en það er greinilega eitthvað þarna sem þarf að lagfæra
Katrín Ósk Adamsdóttir, 12.12.2007 kl. 22:57
Já, ég fæ alla vega ekki í bakið á því að bera skúringarfötuna út um allt
Ingunn Jóna Gísladóttir, 13.12.2007 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.