13.12.2007 | 14:57
Íslendingar takið til utandyra.
Vá, ef hann Kári ætlar að heimsækja okkur á hverju kvöldi eða bara annað hvert kvöld fram að jólum, þá verð ég komin með sundlaug í stofunni.
Börnunum þætti það ábyggilega geðveikt COOL jólagjöf , ég væri frekar til í að hafa hana bara utandyra, en svona er það bara. Maður er að verða svolítið þreyttur á því að þurfa að standa í skúringum allar nætur. Gæti Kári ekki bara heimsótt okkur á daginn.
Er svo mikið af rusli og dóti hjá landanum að Kári þarf að vera með allsherjar Jólahreingerningu á landinu marga daga eða réttara sagt margar nætur í viku?
Mér heyrist að Íslendingar mættu alveg fara að taka til draslið hjá sér utandyra, þetta fýkur út um allt og björgunarsveitir þurfa að vera á fullu út um allt land að hefta fjúkandi Trampólín og byggingarrusl hjá byggingarverktökum. Fólkið sem er í björgunarsveitunum hefur ábyggilega ekkert á móti því að fá smá hvíld, ég meina þetta er sjálfboðastarf og fólkið er líka í vinnu á daginn, og er svo hlaupandi út um allt á næturnar að bjarga eigum fólks frá fjúkandi rusli hjá þeim sem nenntu ekki út að taka til og koma sínu eigin drasli í skjól.
Við fórum ekki að sofa fyrr en um klukkan 4 í nótt, vorum að þurrka upp og skúra, það sem maður er orðin hræddastur við er að fá dótið hjá nágrönnunum inn í gegnum gluggana eða inn í bílana.
Drattist út og takið til í görðunum hjá ykkur, veðrið heldur áfram svona næstu daga og það er enginn að fara að nota þessi bölvuðu trampólín á þessum tíma árs. Sveinki hefur komist í skorsteininn hingað til án þess að notast við trampólín, svo takið þau inn.
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er alveg ferleg ástand elsku Ingunn Er ekkert hægt að gera ?
Katrín Ósk Adamsdóttir, 13.12.2007 kl. 20:15
Jú Katrín mín, ég er sú eina í húsinu sem stefndi byggingaraðilanum, og aðalmeðferðin verður 17.janúar, þannig að ég er farinn að telja dagana þangað til. Hlakka mikið til þegar þessu líkur loksins og ég get farið að láta laga heimilið og gera það vind og vatnshelt.
Ingunn Jóna Gísladóttir, 14.12.2007 kl. 00:01
Já ! Vonandi að allt gangi að óskum þann 17 jan .Það er náttúrulega ekki bjóðandi fólki upp á svona Skrítið að hitt fólkið ætli ekkert að gera í þessu
Katrín Ósk Adamsdóttir, 14.12.2007 kl. 00:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.