16.12.2007 | 12:15
Hættiði nú
Synir mínir hafa nú farið ansi mikið á leikjanetið og ég ákvað sjálf að kíkja á síðuna og leita, ég gat ekki séð neitt ósiðsamlegt þar.
Af hverju er svo mikið verið að andskotast út í nekt, er þetta það hræðilegasta sem gæti komið fyrir börn, að sjá fáklæddar konur eða menn ef út í það er farið. Dóttir mín á ansi mikið aðf barbídúkkum og öðrum dúkkum, ég hef ekki farið út í það að skamma hana fyrir það að hátta þær, því ég hef ekki talið það vera neitt til að skammast yfir.
Við höfum farið í sund og til sólarlanda og þar er nú hægt að sjá ansi mikið af fáklæddu fólki. Þau hafa ekki orðið fyrir neinum andlegum skaða af þeim ferðum. Enda ræðum við mikið um alla hluti og nekt er eitt af því, þau fara nú í skólasund og þurfa að hátta sig þar.
Það er stór munur á nekt og klámi, á nú að fara að skammast sín fyrir líkama sinn og nekt. Þá er það ekki skrítið að unglingar eru svo óánægð með eigin líkama, þegar það er endalaust verið að skrifa um nekt sem eitthvað ljótt.
Ég tel mig búa í íslensku lýðræðislandi, en stundum hef ég það á tilfinningunni að við séum að nálgast múslimatrú, þar sem allar konur eiga að vera innpakkaðar frá toppi til táar svo ekkert ósiðlegt sjáist í líkama þeirra. Það eru styttur út um allan bæ eftir fræga listamenn sem sýna nekt, nakta konu með barn í fanginu og fleirra, á að fara að taka þær niður líka.
Það er margt í þessu þjóðfélagi sem veldur börnunum miklu meiri skaða heldur en léttklætt fólk, hvernig væri að fara að vinna að þeim málum og hætta þessu rugli.
Allir fæðast í Adamsklæðunum einu saman og feministar eru að mótmæla því að setja þau í bleik eða blá föt, vilja ekki þessa kynjaskiptingu. Væri þá ekki réttast að hafa ekki karla og kvenna klefa í sundlaugunum, þar sem að það hlýtur líka að valda kynjaskiptingu?????
Fáklæddar konur á vefjum tengdum Leikjaneti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 38083
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ þetta er alveg rétt hjá þér,ég hef ekki séð neina nekt á leikjarneti.Ég skil ekki hvað þetta er,eigum við að láta börnin skammast sín fyrir líkama sinn ? Nakt fólk getur verið þannig uppstillt að það sé ósiðlegt, en það getur líka verið siðlegt.Ég er viss um að börnin mín sáu berbrjóstakonu á Ítalíu í sumar ég hef ekki orðið vör við að þau hafi minnst á þetta atvik eða borið skaða af Ég er ekki að segja að ég vilji að börnin mín séu að horfa á nektarmyndir eða skoða þannig blöð, en það hlýtur að geta verið millivegur Eigðu góðan Sunnudag elsku Ingunn
Katrín Ósk Adamsdóttir, 16.12.2007 kl. 12:23
Mikið agalega er ég ánægður með þig Ingunn og ég get ekki beðið eftir því að fara í sturtu með ykkur elskurnar mínar, það er svo mikið kynjamisrétti að hafa sér karla og kvennaklefa, öryggisráðið hlýtur að heimta blátt bann(ehemm hvítt bann, er sá litur ekki kynlaus ?) á slíkt kynjamisrétti. Annars er ég að grínast ef einhver heldur að mér sé fúlasta alvara, hérna er einni sem finnst þetta eigi að stöðva.
Sævar Einarsson, 16.12.2007 kl. 13:07
Mikið er ég sammála þér Ingunn, þessi æsingur yfir nekt er stundum kominn út í öfgar. Öðru máli gegnir um gróft klám, það er eitthvað sem maður vill ekki að börnin sín rambi inn á á netinu.
Huld S. Ringsted, 16.12.2007 kl. 14:09
Fólk sem blandar saman nekt, niðurlægingu og klámi er bersínilega ekki alveg heilt á geði. Á stundum verður þetta geðbilaða fólk svo hávært að heilu þjóðfélögin fara á haus ef sést í bert hold, slíkar öfgar má finna í Bandaríkjunum og mörgum ríkjum þar sem Islam er útbreidd trú. Oftar en ekki fylgir þessi fóbía mjög háværum öfgatrúrarhópum og fólki sem hefur fengið sannfæringu sína með gagnrýnislausri mötun líkt og gerist hér á landi. Við þurfum að vara börn okkar við slíkum öfum og kenna þeim að gagnrýna það sem bersínilega er andstætt heilbrigrði skynsemi.
frjalsskodun, 16.12.2007 kl. 15:43
Munið þið þegar sást í brjóstið á systir hans M.Jackson í eina nanó sekúndu hér um árið, þvílík della. Heil heimsálfa í upplausn. Ingunn ég er svo innilega sammála þér og ánægð með þessi skrif þín. Fyrr má nú hátta en berhátta.
Ásdís Sigurðardóttir, 16.12.2007 kl. 20:22
Gæti ekki verið meira sammála,það er að verða hálfgerð plága þetta klám og kynjamisréttiskjaftæði,ég hef ekki séð ennþá vitræna skilgreiningu á klámi,og þetta meinta misrétti á milli kynja er ekkert síður konum að kenna en körlum.Mér sýnist að þær konur sem bera sig eftir björginni spjari sig vel sem framkvæmdastjórar,forstjórar,atvinnurekendur og hvað sem er ef þær bara gefa sig í það.Ég hef ekki séð þessa hræðilegu síðu á leikjaneti,en var ekki sagt fáklæddar konur,það er náttúrulega skelfilegt að börn þurfi að berja slíkan ófögnuð augum,ætli þær konur sem eru svona viðkvæmar skammist sín fyrir líkama sinn,hvað er ljótt við berbrjósta konu,´hvað er hneykslanlegt við hana??????Hundruð svona spurninga og ekkert svar sem hægt er að telja nothæft Kveðja
Ari Guðmar Hallgrímsson, 16.12.2007 kl. 20:50
Nú blessa femínistar sig í bak og fyrir, leggja hönd á enni og ranghvolfa augunum. FÁKLÆDDAR KONUR - JESÚS MINN!!!
Þetta er alveg rétt hjá þér Ingunn, öfgarnar eru orðnar gífurlegar. Minnir mig á atvik sem átti sér stað þar sem ég var í fríi í Bandaríkjunum, en þar vorum við stödd við sundlaug sem tilheyrði nokkrum húsum í kring. Kona ein var með tveggja ára gamalt barn og var að skipta á því. Vörður kom til hennar og hún var vinsamlegast beðin um að hylja kynfæri barnsins!!! Stefnum við að þessu??
Hafðu það sem best vinkona! Kveðja, Arna
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.